Umhverfisstofnun Evrópu
Hvað er nýtt
Filtered by
Heilsufar og umhverfi, þar á meðal loft- og hávaðamengun — kastljósið á störf Umhverfisstofnunar Evrópu
Article 11 Feb 2021Loftmengun, hávaðamengun og áhrif loftslagsbreytinga eru helstu áhættuþættirnir fyrir daglega heilsu og velferð Evrópubúa. Við ræddum við Catherine Ganzleben, teymisstjóra fyrir loftmengun, umhverfi og heilsufar, Alberto González, loftgæðasérfræðing EEA og Eulalia Peris, hávaðamengunarsérfræðing EEA til að fá frekari upplýsingar um vinnu EEA til að auka þekkingu á þessu mikilvæga sviði.
Plast, vaxandi umhverfis- og loftslagsáhyggjuefni: hvernig getur Evrópa snúið þeirri þróun við?
News 28 Jan 2021Sívaxandi magn plasts, áhrif þess á líffræðilegan fjölbreytileika og framlag þess til loftslagsbreytinga, og hvernig á að bregðast við því frá sjónarmiðum hringlaga hagkerfis hefur verið á stefnuskrá Evrópusambandsins um árabil. COVID-19 heimsfaraldurinn hefur beint athygli okkar að plastúrgangi með myndum af grímum í hafinu, og miklu magni af einnota hlífðarbúnaði. Í skýrslunni um hringlaga plasthagkerfi (e. circular plastics economy report), sem birt var í dag, greinir Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) þörfina og möguleikana á breytingu á hringlaga og varanlegri nálgun varðandi notkun okkar á plasti.
Greinilegar umbætur á loftgæðum Evrópu síðastliðinn áratug, færri dauðsföll tengd mengun
News 23 Nov 2020Betri loftgæði hafa leitt til verulegrar fækkunar ótímabærra dauðsfalla í Evrópu síðastliðinn áratug. Nýjustu opinberu gögn Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) sýna hins vegar að næstum allir Evrópubúar þjást enn af loftmengun, sem leiðir til um 400.000 ótímabærra dauðsfalla um alla álfuna.
COVID-19 heimsfaraldurinn er skýrt dæmi um hve brothætt þjóðfélag okkar og efnahagslíf geta verið gagnvart meiriháttar áföllum. Búist er við að hnignun umhverfisins og loftslagsbreytingar geri slík áföll tíðari og alvarlegri. Þegar við stöndum nú frammi fyrir mörgum áskorunum er eini lífvænlegi valkostur okkar að tryggja að hver ákvörðun sem við tökum á þessum tvísýnu tímum færi okkur nær markmiðum okkar varðandi samfélagið og sjálfbærni.
Margir alþjóðlegir stefnurammar, að „Markmiði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun“ meðtöldum, takast á viðlandnýtingu og jarðveg með beinum og óbeinum hætti. Mörg af þessum markmiðum um sjálfbæra þróun treysta áheilbrigðan jarðveg og sjálfbæra landnýtingu. Að neðan er yfirlit yfir markmið um sjálfbæra þróun með sterkatengingu við jarðveg.
Jarðvegurinn spilar grundvallarhlutverk í hringrás náttúrunnar, þar með talinni næringarefnahringrásinni, sem snýst um hversu mikið af lífrænum efnum jarðvegsins - þ.e. kolefni, köfnunarefni og fosfór - eru tekin upp eða geymd í jarðveginum. Lífræn efnasambönd svo sem laufblöð og rótarendar eru brotin niður í einfaldari efnasambönd af lífverum sem lifa í jarðveginum, áður en plöntur geta nýtt sér næringarefnin. Sumar bakteríur í jarðveginum breyta köfnunarefni í andrúmsloftinu í ólífrænt köfnunarefni sem er plöntuvexti nauðsynlegt. Áburðir bæta við köfnunarefni og fosfati til að stuðla að plöntuvexti en plönturnar nýta ekki allt magnið. Umframmagn áburðar getur komist í ár og vötn og haft áhrif á lífríkið í vatnsvistkerfum.
COVID-19 virus outbreak
Meetings with external participants continue to be held via online platforms until further notice.
Umfjöllun
Loftmengun, hávaðamengun og áhrif loftslagsbreytinga eru helstu áhættuþættirnir fyrir daglega heilsu og velferð Evrópubúa. Við ræddum við Catherine Ganzleben, teymisstjóra fyrir loftmengun, umhverfi ...
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum