Úrgangs og efna auðlindir

Breyta tungumáli
Page Síðast breytt 16 Feb 2017, 02:07 PM
Úrgangur er aðkallandi umhverfis-, félagslegt- og hagrænt viðfangsefni. Aukin neysla og hagkerfi í stöðugri þróun halda áfram að mynda mikið magn úrgangs - og meiri áherslu þarf á að draga úr úrganginum og koma í veg fyrir myndun hans. Á meðan litið var á úrgang sem farganlegan í fortíðinni, er í auknum mæli litið á úrgang sem auðlind í dag; þetta endurspeglast í breytingu úrgangsstjórnunar frá förgun yfir í endurvinnslu og endurheimt.

Háð stjórnun úrgangsins, getur úrgangur haft áhrif á bæði heilsu manna og umhverfið gegnum losun mengunar í loft, jarðveg, yfirborðsvatn og grunnvatn. En úrgangurinn getur einnig falið í sér tap á efnislegum auðlindum (þegar málmar og önnur endurvinnanleg efni tapast), og úrgangurinn er möguleg orkuuppspretta.

Úrgangur myndast á öllum stigum lífsferils efnanna:

  • námavinnsla (námaúrgangur);
  • framleiðsla og dreifing (iðnaðarúrgangur, hættulegur úrgangur og pakkningar og umbúðir);
  • neysla vöru og þjónustu (úrgangur sveitarfélaga og notuð rafeindatæki og raftæki);
  • meðhöndlun (þ.e. flokkunarleifar frá endurvinnslustöðvum, eða úrgangur frá sorpbrennslu).

Ábyrgð stjórnun úrgangs getur verndað heilsu almennings og gagnast umhverfinu á meðan stuðlað er að varðveislu á náttúrulegum auðlindum.

Um 5,2 tonn af úrgangi á mann mynduðust árið 2008 innan ESB. Byggingariðnaður og niðurrif, námavinnsla, og framleiðsluferli verksmiðja eru stærstu úrgangsframleiðendurnir, en á hverju ári myndar hver íbúi ESB líka sem nemur um 444 kg af heimilissorpi.

Áður fyrr, var vaxandi neysla og þróunin í átt til sífellt smærri heimila stór þáttur í myndun úrgangs innan sveitarfélaganna. En þessir þættir virðast vera hættir að hafa áhrif á myndun úrgangs innan sveitarfélaga: myndun úrgangs innan sveitarfélaga á mann innan ESB-27 var sú sama frá 1999 til 2010. Aðildarríkin eru mjög mismunandi bæði hvað varðar þróun myndunar úrgangsins og hvað varðar magn úrgangs.

ESB hefur séð greinilegar breytingar eiga sér stað í úrgangsstjórnun. Árið 2010, var stór hluti (37%) af öllum föstum úrgangi innan sveitarfélaga (sem eru um 10% af heildarmagni úrgangs sem myndaðist innan ESB) ennþá settur í landfyllingar. Í dag er þróunin að endurvinna/jarðgera (38%), eða að brenna og nýta orkuna sem myndast (21%) í staðinn, og gildir þetta um mismunandi úrgangsstrauma.

Endurvinnsla gagnast umhverfinu með því að beina úrgangsstraumnum frá landfyllingum, sem dregur úr losun mengandi efna. Endurvinnsla stuðlar einnig að því að hægt sé að mæta efnislegum þörfum hagrænnar framleiðslu, og dregur úr þörfinni á námavinnslu og frumvinnslu hráefna.

Endurvinnsla felur einnig í sér mikilvægan hagrænan og félagslegan ávinning: Hún skapar efnahagslegan vöxt, eykur nýsköpun, skapar störf, og hjálpar við að tryggja að auðlindir sem eru af skornum skammti séu aðgengilegar. Endurvinnsla ræður úrslitum og er forgangsmál í stefnu Evrópu hvað varðar heiminn allan: umbreytingin yfir í grænt hagkerfi skapar hagsæld en varðveitir á sama tíma heilbrigt umhverfi og skapar félagslegt jafnræði milli núverandi kynslóða og kynslóða framtíðarinnar.

Úrgangstilskipun ESB hvetur ekki til landfyllinga og stuðlar að endurvinnslu/endurheimt úrgangs. Annar hvati fyrir aukið efnahagslegt vægi endurvinnslu er sú aukna eftirspurn eftir hráefnum sem kemur einkum frá rísandi asískum hagkerfum.

Stefna ESB

Nýlegri lagaleg tæki ESB og áætlanir seta það í forgang að fyrirbyggja myndun úrgangs, þ.e. að aftengja myndun úrgangs og hagvöxt og að draga úr umhverfisáhrifum. Dæmi um þetta eru endurskoðuð Úrgangstilskipun ESB (WDF) (2008/08/EB), Grunnáætlun um lágmörkun og endurvinnslu úrgangs og Sjötta umhverfisaðgerðaáætlun Evrópusambandsins.

Úrgangstilskipun ESB (WFD) myndar hin almenna ramma utan um úrgangsstjórnun og lágmörkun úrgangs innan ESB. Hún kynnir til sögunnar og skilgreinir grundvallarhugtök, njörvar niður viðmið við úrgangsstjórnun eins og stigveldi úrgangs (Mynd 1), þar sem lágmörkun úrgangs er hinn óskaði valkostur.

Waste hierarchy

Mynd 1: Stigveldi úrgangs

Úrgangstilskipunin skyldar aðildarríkin til að koma á áætlunum um lágmörkun úrgangs ekki síðar en 12. desember 2013. EEA er ætlað að endurskoða árangur landa við að framfylgja og ljúka slíkum áætlunum.

Úrgangstilskipunin setur upp metnaðarfull endurvinnslumarkmið fyrir pappír, málma, plast og glerúrgang frá heimilum og einnig fyrir úrgang úr byggingariðnaði og úr niðurrifi.

Löggjöf ESB setur einnig strangar reglur um landfyllingar og sorpbrennslustöðvar: flestar aðgerðir við meðhöndlun úrgangs falla undir Tilskipun um urðun úrgangs (1999/31/EB)Tilskipun um brennslu úrgangs (2000/76/EB), og Tilskipun um losun mengandi efna frá iðnaði (2010/75/ESB). Þegar um er að ræða sérstaka úrgangsstrauma (þ.e. pakkningar, farartæki sem hafa lokið líftíma sínum og rafeindabúnað og raftæki), hefur stigveldi úrgangs verið umbreytt í raunveruleg markmið um endurvinnslu og/eða endurheimt.

Nálgun sem byggir á lífsferlum vörunnar við stefnumótun tryggir að áhrifin séu metið allt frá upphafi til loka; og forðast það að áhrifin séu falin með því að færa þau til annarra landa eða yfir á önnur stig neyslu og framleiðslu.

Starfsemi EEA

Mat EEA á úrgangi miðar að því að stuðla að þróun stefnu um sjálfbæra neyslu og framleiðslu, þar með talið framfylgni á áætlunum um sjálfbæra notkun á náttúruauðlindum, um lágmörkun úrgangs og um endurvinnslu og samkvæmt Leiðarvísir til auðlindaskilvirkrar Evrópu.

Aðgerðir eru meðal annars:

Hópur EEA um sjálfbæra neyslu og framleiðslu stjórnar vinnu stofnunarinnar um úrgangsmál. Aðgerðum er framfylgt í gegnum samvinnu við EEA tengslanetið Málefnamiðstöð Evrópu um sjálfbæra neyslu og sjálfbæra framleiðslu (ETC/SCP)  og í samvinnu við tengslanet landa innan EEA, Eionet. Eurostat safnar saman upplýsingum um úrgangsmál; það hefur hýst Gagnamiðstöð umhverfismála um úrgang síðan árið 2008.

Framtíðarhorfur

Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) mun styðja við framkvæmdastjórn ESB og Evrópuþingið auk þess að styðja við aðildarlönd EEA og samstarfslönd þeirra, með nokkrum nýjum úrgangsvísum og hugtökum til að endurskoða áætlanir um lágmörkun úrgangs. Stofnunin mun einnig ljúka nýlegum greiningum á sköttum á landfyllingar, á flutningi úrgangs milli landa, auk þess sem stofnunin metur möguleikana á að vinna málma sem eru til í takmörkuðu magni úr rafmagnstækja- og tölvuúrgangi innan Evrópu. Þessar aðgerðir munu stuðla að betri innleiðingu og framfylgni stefnu um úrgang innan ESB. Úrgangur er einnig eitt af forgangsmálum EEA í alþjóðlegum samstarfsverkefnum stofnunarinnar við nágrannalönd Evrópusambandsins.

Geographic coverage

Áskriftir
Nýskráning til þess að fá skýrslur frá okkur (á prentuðu og/eða rafrænu formi) og ársfjórðungslegt e-fréttabréf.
Fylgjast með okkur
 
 
 
 
 
Umhverfisstofnun Evrópu (EEA)
Kóngsins nýjatorgi 6
1050 Kaupmannahöfn K
Danmörku
Sími +45 3336 7100