Personal tools

næsta
fyrri
atriði

Fara beint í efni. | Fara beint í leiðsögu.

Sound and independent information
on the environment

You are here: Home / Þema / Loftmengun / Loftmengun

Loftmengun

Breyta tungumáli
Loftmengun skaðar heilsu manna og umhverfið. Í Evrópu hefur losun margra loftmengunarvalda minnkað verulega á undanförnum áratugum sem hefur leitt til betri loftgæða á öllu svæðinu. Hins vegar er styrkur loftmengunarvalda enn of hár og vandamál tengd loftgæðum eru þrálát. Stór hluti íbúa Evrópu býr á svæðum, einkum borgum, þar sem loftgæðastaðlar eru ekki uppfylltir: óson-, niturtvísýrings- og svifryksmengun valda alvarlegri ógnun við heilsu. Í allmörgum löndum hefur eitt eða fleiri losunarmark þeirra verið yfirstigið fyrir árið 2010 fyrir fjóra mikilvæga loftmengunarvalda. Það er því enn brýnt að draga úr loftmengun.

Loftmengun er staðbundin, sam-evrópskt og hnattrænt málefni. Loftmengunarefni sem sleppt er í einu landi geta flust til í lofthjúpnum og stuðlað að eða leitt til slæmra loftgæða annars staðar.

Svifryk og óson við jörð eru nú almennt viðurkennd sem þau tvö mengunarefni sem hafa mest áhrif á heilsu manna. Langtíma- og hámarkssnerting við þessi mengunarefni valda misalvarlegum áhrifum, allt frá því að draga úr virkni öndunarfæra til ótímabærs dauða. Á undanförnum árum gætu allt að 40% borgarbúa Evrópu hafa orðið fyrir grófu svifryki (Svifryk10) í styrk í umhverfi sem var yfir marki ESB sem sett var til að vernda heilsu manna. Allt að 50% íbúa í þéttbýli kunna að hafa orðið fyrir ósoni í magni sem liggur yfir markgildi ESB. Áætlað hefur verið að fínt svifryk (Svifryk2.5) í lofti minnki lífslíkur í ESB um meira en átta mánuði.

Loftmengun er slæm fyrir heilsu okkar. Hún minnkar lífslíkur manna um rúmlega átta mánuði að meðaltali og um rúmlega tvö ár í menguðustu borgunum og svæðunum. Aðildarríkin skulu uppfylla loftgæðastaðla ESB fljótt og draga úr losun loftmengunarefna.

Janez Potočnik, framkvæmdastjóri ESB á sviði umhverfismála.

 Loftmengun skaðar einnig umhverfi okkar.

 • súrnun frá 1990 til 2010 á viðkvæmum vistkerfissvæðum Evrópu sem urðu fyrir súrri útskiljun brennisteins- og nitursambanda.
 • ofauðgun, umhverfisvandamál sem stafar af of miklu innstreymi næringarefna í vistkerfi. Flatarmál viðkvæmra vistkerfa sem urðu fyrir áhrifum af of miklu nitri í andrúmslofti minnkaði aðeins lítillega frá 1990-2010.
 • Skemmdir á akurplöntum orsakast af útsetningu fyrir háum ósonstyrk. Flestar akurplöntur verða fyrir ósoni í styrk sem fer yfir langtímamarkmið ESB í skyni gróðurverndar. Þetta gildir um umtalsvert hlutfall landbúnaðarsvæða, einkum í Suður-, Mið-og Austur-Evrópu.

Loftgæði í Evrópu hafa ekki alltaf batnað í samræmi við almenna minnkun losunar mengunarvalda af mannavöldum. Ástæður þessa eru flóknar:

 • Það eru ekki ávallt skýr línuleg tengsl á milli minnkandi losunar og styrks loftmengunarefna sem mælast í lofti;
 • Það er vaxandi ílag af völdum loftmengandi efna sem flytjast langan veg til Evrópu frá öðrum löndum á norðurhveli jarðar.

Því er enn þörf markvissrar viðleitni við að draga úr losun til að vernda frekar heilsu manna og umhverfið í Evrópu.

Uppsprettur loftmengunar

Loftmengun á sér ýmsar uppsprettur, bæði af mannavöldum og náttúrulegar:

 • brennsla jarðefnaeldsneytis við raforkuframleiðslu, flutningar, iðnaður og heimili;
 • iðnaðarferli og leysiefnanotkun, t.d. í efna- og steinefnaiðnaði;
 • landbúnaður; 
 • meðhöndlun úrgangs;
 • eldgos, ryk sem berst með vindum, sjávarsaltsúði og losun rokgjarnra lífrænna efnasambanda úr plöntum eru dæmi um náttúrulegar uppsprettur losunar.

Stefna Evrópusambandsins

Langtímamarkmið ESB er að ná loftgæðastigi sem hefur ekki í för með sér óviðunandi áhrif á og áhættu fyrir heilsu manna og umhverfi. ESB beitir sér á mörgum sviðum til að draga úr snertingu fólks við loftmengun: með löggjöf; samvinnu við starfsgreinar sem valda loftmengun sem og alþjóðleg, innlend og svæðisbundin yfirvöld og frjáls félagasamtök; og rannsóknum. Stefna ESB miðar að því að draga úr snertingu við loftmengun með því að draga úr losun og setja mörk og markgildi fyrir loftgæði.

Frekari upplýsingar um loftmengunarstefnu Evrópu

Starfsemi Umhverfisstofnunar Evrópu

Umhverfisstofnun Evrópu er loftmengunargagnamiðstöð Evrópusambandsins; hún styður framkvæmd laga Evrópusambandsins sem tengist losun lofttegunda og loftgæðum. Umhverfisstofnun Evrópu tekur einnig þátt í mati á loftmengunarstefnu ESB og þróun langtímastefnu til að bæta loftgæði í Evrópu.

Starf Umhverfisstofnunar Evrópu beinist að því að:

 • gera ýmis loftmengunargögn aðgengileg almenningi,
 • skrásetja og meta þróun loftmengunar og tengda stefnu og aðgerðir í Evrópu, og
 • rannsaka málamiðlanir og samvirkni milli loftmengunar og stefnu á öðrum sviðum, þ.á m. loftslagsbreytinga, orku, flutninga og iðnaðar

Frekari upplýsingar um starfsemi Umhverfisstofnunar Evrópu

Gagnlegir tenglar

Umhverfisstofnun Evrópu hefur gefið út safn loftmengunartengla.

Tengt efni

Sjá einnig

Geographic coverage

Europe
Skjalaaðgerðir

Athugasemdir

Áskriftir
Nýskráning til þess að fá skýrslur frá okkur (á prentuðu og/eða rafrænu formi) og ársfjórðungslegt e-fréttabréf.
Fylgjast með okkur
 
 
 
 
 
Umhverfisstofnun Evrópu (EEA)
Kóngsins nýjatorgi 6
1050 Kaupmannahöfn K
Danmörku
Sími +45 3336 7100