Waste•smART – skapandi samkeppni
- Bulgarian (bg)
- Czech (cs)
- Danish (da)
- German (de)
- Greek (el)
- English (en)
- Spanish (es)
- Estonian (et)
- Finnish (fi)
- French (fr)
- Croatian (hr)
- Hungarian (hu)
- Icelandic (is)
- Italian (it)
- Lithuanian (lt)
- Latvian (lv)
- Dutch (nl)
- Norwegian (no)
- Polish (pl)
- Portuguese (pt)
- Romanian (ro)
- Slovak (sk)
- Slovenian (sl)
- Swedish (sv)
- Turkish (tr)
- Hvernig sérð þú úrgangsmatvæli, byggingarúrgang og landfyllingar breytast í moltu?
- Hvernig getum við með betri hætti dregið úr, endurnotað eða endurunnið úrgang?
- Hvernig getur endurnýting og endurvinnsla dregið úr eftirspurn eftir nýtingu nýrra auðlinda?
- Hvernig vilt þú að úrgangsstefna Evrópu líti út í framtíðinni?
Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) býður þér að deila skoðunum þínum um úrgang í Evrópu í nýrri skapandi samkeppni, Waste•smART.
Komdu hugsunum þínum á framfæri fyrir 30. september 2013 með: ljósmynd, teiknimynd eða myndbandi. Sigurvegarar samkeppninnar fá reiðufé í verðlaun og allir þeir sem komast í úrslit eiga möguleika á því að fá kynningu á verkum sínum í gegnum EEA og samstarfsaðila stofnunarinnar í Evrópu.
Hvernig á að taka þátt?
- Taktu eða búðu til mynd frá grunni (langhlið >2000px), stutt myndband (30-90 sekúndur) eða teiknimynd (einn rammi), láttu stuttan texta fylgja og haltu þig við leiðbeiningarnar í reglum samkeppninnar.
- Sendu skrána á miðlunarsíðu á Netinu eins og Youtube, Vimeo, Flickr, Shutterfly, Snapfish eða Photobucket.
- Fylltu út umsóknareyðublaðið á Netinu og settu þar hlekk á myndina þína eða myndbandið.
Skilafrestur: 30. september 2013 kl. 12.00 (CET). Þátttaka er ókeypis.
Samkeppnin er opin öllum ríkisborgurum aðildarríkja EES og samstarfslandanna á vestanverðum Balkanskaga. Allir þátttakendur þurfa að vera 18 ára eða eldri.
Þú þarft að hafa fullan höfundarrétt á því efni sem þú sendir inn. Með því að senda inn efni verður litið svo á að þú hafir samþykkt reglur samkeppninnar og skilmála hennar og skilyrði. Reglur samkeppninnar, skilmálar og skilyrði verða auglýst 1. júní 2013.
Vegna þess að við búumst við að fá mikið af efni á síðustu stundu ráðleggjum við þér að senda efnið þitt inn tímanlega fyrir skilafrestinn.
Ef þú hefur spurningar um samkeppnina sendu þá vinsamlegast tölvupóst á competitions@eea.europa.eu.
Frekari upplýsingar um úrgang í Evrópu
- Umhverfisstofnun Evrópu: Úrgangur og auðlindir sem máli skipta
- Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins: Úrgangur
- Sameiginleg rannsóknarmiðstöð: Lífsferilshugsun
- Umhverfisgagnamiðstöð um úrgang
- Evrópsk málefnamiðstöð um sjálfbæra neyslu og framleiðslu
Upplýsingar um samkeppnina
Verlaun
Sigurvegari í hverjum flokki (ljósmynd, myndband, teiknimynd) fær 500 evrur í reiðufé í verðlaun.
Til viðbótar verða 500 evra Ungmennaverðlaun veitt þeirri vinningstillögu, sem valin er úr tillögum þátttakenda á aldrinum 18 til 24 ára (fæddir á almanaksárunum 1995-1989), í öllum samkeppnisflokkunum.
Allir þeir sem komast í úrslit komast áfram í Verðlaun fólksins (e. People’s Choice Award) og birtast jafnvel í stafrænu og prentuðu efni EEA og samstarfsaðila stofnunarinnar í Evrópu í framtíðinni.
Höfundarréttur þess efnis, sem sent er inn í samkeppnina, er hjá viðkomandi þátttakendum. Hins vegar veitir sérhver þátttakandi EEA rétt til þess að nota innsent efni í efni stofnunarinnar um umhverfismál ef höfundarrétthafa er getið.
Valferlið
EEA mun skipa forvalsnefnd, sem samanstendur af sérfræðingum á sviði samskipta- og umhverfismála, sem velur að hámarki 10 þátttakendur í úrslit í öllum flokkunum þremur. Þeir verða svo sendir til utanaðkomandi dómnefndar. Dómnefndin, sem samanstendur af sérfræðingum á sviði umhverfissamskiptamála alls staðar að úr Evrópu, mun velja sigurvegara í hverjum flokki.
Fyrir Verðlaun fólksins, verða ljósmyndasögurnar, sem forvaldsnefndin valdi í úrslit, opnar fyrir atkvæði almennings 15. október - 15. nóvember 2013.
Sigurvegarar verða látnir vita í tölvupósti. Því er mjög mikilvægt að senda inn réttar upplýsingar. Tilkynnt verður um sigurvegarana í desember 2013.
Tímaáætlun
Skráning opnar |
Skráningu lýkur |
Tilkynning um þá sem komast í úrslit |
Kosning almennings hefst |
Kosningu almennings lýkur |
Tilkynnt um sigurvegara |
---|---|---|---|---|---|
1. júní 2013 |
30. september 2013 |
15. október 2013 |
15. október 2013 |
15. nóvember 2013 |
16. desember 2013 |
Tenglar
- Waste•smART – reglur samkeppninnar
- Waste•smART – skilmálar og skilyrði
- Waste•smART – sérstök friðhelgisyfirlýsing
- Þátttökueyðublað
- Kosning almennings - hefst 15. október 2013
Permalinks
- Permalink to this version
- ce4223d01753488ca3002fda62286d6f
- Permalink to latest version
- 3EN6YUXKG2
Geographic coverage
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/about-us/what/public-events/keppnir/waste2022smart-2013-skapandi-samkeppni/waste2022smart-2013-skapandi-samkeppni or scan the QR code.
PDF generated on 02 Feb 2023, 10:34 PM
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum