All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) býður þér að deila skoðunum þínum um úrgang í Evrópu í nýrri skapandi samkeppni, Waste•smART.
Komdu hugsunum þínum á framfæri fyrir 30. september 2013 með: ljósmynd, teiknimynd eða myndbandi. Sigurvegarar samkeppninnar fá reiðufé í verðlaun og allir þeir sem komast í úrslit eiga möguleika á því að fá kynningu á verkum sínum í gegnum EEA og samstarfsaðila stofnunarinnar í Evrópu.
Skilafrestur: 30. september 2013 kl. 12.00 (CET). Þátttaka er ókeypis.
Samkeppnin er opin öllum ríkisborgurum aðildarríkja EES og samstarfslandanna á vestanverðum Balkanskaga. Allir þátttakendur þurfa að vera 18 ára eða eldri.
Þú þarft að hafa fullan höfundarrétt á því efni sem þú sendir inn. Með því að senda inn efni verður litið svo á að þú hafir samþykkt reglur samkeppninnar og skilmála hennar og skilyrði. Reglur samkeppninnar, skilmálar og skilyrði verða auglýst 1. júní 2013.
Vegna þess að við búumst við að fá mikið af efni á síðustu stundu ráðleggjum við þér að senda efnið þitt inn tímanlega fyrir skilafrestinn.
Ef þú hefur spurningar um samkeppnina sendu þá vinsamlegast tölvupóst á competitions@eea.europa.eu.
Sigurvegari í hverjum flokki (ljósmynd, myndband, teiknimynd) fær 500 evrur í reiðufé í verðlaun.
Til viðbótar verða 500 evra Ungmennaverðlaun veitt þeirri vinningstillögu, sem valin er úr tillögum þátttakenda á aldrinum 18 til 24 ára (fæddir á almanaksárunum 1995-1989), í öllum samkeppnisflokkunum.
Allir þeir sem komast í úrslit komast áfram í Verðlaun fólksins (e. People’s Choice Award) og birtast jafnvel í stafrænu og prentuðu efni EEA og samstarfsaðila stofnunarinnar í Evrópu í framtíðinni.
Höfundarréttur þess efnis, sem sent er inn í samkeppnina, er hjá viðkomandi þátttakendum. Hins vegar veitir sérhver þátttakandi EEA rétt til þess að nota innsent efni í efni stofnunarinnar um umhverfismál ef höfundarrétthafa er getið.
EEA mun skipa forvalsnefnd, sem samanstendur af sérfræðingum á sviði samskipta- og umhverfismála, sem velur að hámarki 10 þátttakendur í úrslit í öllum flokkunum þremur. Þeir verða svo sendir til utanaðkomandi dómnefndar. Dómnefndin, sem samanstendur af sérfræðingum á sviði umhverfissamskiptamála alls staðar að úr Evrópu, mun velja sigurvegara í hverjum flokki.
Fyrir Verðlaun fólksins, verða ljósmyndasögurnar, sem forvaldsnefndin valdi í úrslit, opnar fyrir atkvæði almennings 15. október - 15. nóvember 2013.
Sigurvegarar verða látnir vita í tölvupósti. Því er mjög mikilvægt að senda inn réttar upplýsingar. Tilkynnt verður um sigurvegarana í desember 2013.
Skráning opnar |
Skráningu lýkur |
Tilkynning um þá sem komast í úrslit |
Kosning almennings hefst |
Kosningu almennings lýkur |
Tilkynnt um sigurvegara |
---|---|---|---|---|---|
1. júní 2013 |
30. september 2013 |
15. október 2013 |
15. október 2013 |
15. nóvember 2013 |
16. desember 2013 |
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/about-us/what-archived/public-events/keppnir/waste2022smart-2013-skapandi-samkeppni/waste2022smart-2013-skapandi-samkeppni or scan the QR code.
PDF generated on 01 Nov 2024, 08:21 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum