All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
1 Skýrslugerð um evrópskt umhverfi
Hér er skýrt frá því hvernig skýrslan þróaðist og var skipulögð og hvaða tilgangi hún þjónar. Einnig er fjallað um umfang, takmarkanir, val á upplýsingum og aðferðir sem notaðar voru við mat. Skýrslulíkanið (sjá mynd) sýnir greiningaruppbyggingu skýrslunnar, svo og tengslin milli umhverfismats, stefnumótunar og framkvæmdar.
Líkan af framsetningu skýrslunnar og tengsl þess við stefnumótun og framkvæmd stefnu. Við einfaldustu aðstæður valda athafnir manna álagi á umhverfið sem orsakar umhverfisvanda. |
2 Umhverfisbreytingar og þróun samfélags
Hér er greint frá forsendum fyrir mati á umhverfismálum Evrópu þar sem athafnir manna eru að breyta umhverfi allra jarðarbúa svo að slíks eru ekki dæmi áður. Kannað er samspil umhverfis og þróunar í tengslum við truflanir af manna völdum á hinni líf- og jarðefnafræðilegu hringrás. Mannfjölgun og efnahagsþróun eru lykill að skilningi manna á því álagi sem menn valda á umhverfið en sjálfbær þróun og burðarþol eru mikilvæg hugtök við skilgreiningu þessara vandamála. Evrópa á oft hlutfallslega mikinn þátt í orsökum þessara umhverfisbreytinga.
Á síðustu 100 árum hefur mannfjöldinn á jörðinni þrefaldast; hagvöxtur tvítugfaldast, eldsneytisneysla hefur þrítugfaldast og iðnrekstur fimmtugfaldast Síðan á 18. öld hafa sex milljónir ferkílómetra af skóglendi jarðar - meira en nemur flatarmáli Evrópu - verið ruddir Framleiðsla brennisteins og köfnunarefnis af manna völdum um heim allan er jafnmikil og af náttúrulegum völdum |
3 Álfan Evrópa
Evrópa er næstminnsta álfan því að hún nær aðeins yfir 7% af þurrlendi jarðar. Hún er umlukt níu höfum, þar á meðal tveim stærstu innhöfunum, Svartahafi og Kaspíahafi. Á svæðinu eru 46 ríki og eru 19 þeirra á svæði Evrópusambandsins og EFTA, 21 í Mið-, Austur og Suðaustur-Evrópu, fjögur eru lítil meginlandsríki og tvö lítil eyríki. Álfan nær yfir þrjú loftslagsbelti, kuldabeltið, tempraða beltið og heittempraða beltið. Kaflinn fjallar um þessi svæði og þau jarðfæðilegu og líffræðilegu atriði sem standa undir jarðvegs- og gróðurmynstri álfunnar. Kaflanum lýkur með lýsingu á landnýtingu í Evrópu.
Í Evrópu er hlutfallsleg stærð þess lands sem nytjað er til akuryrkju mjög mismunandi eða allt frá innan við 10% í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi til meira en 70% í Ungverjalandi, Írlandi, Úkraínu og Bretlandi Skóglendi er allt frá 6% á Írlandi til 66% í Finnlandi Á hverjum áratug eru 2% af ræktarlandi tekin undir þéttbýli Evrópa er tvisvar til þrisvar sinnum þéttbýlli en Bandaríkin og Afríka en aðeins hálfdrættingur á við Asíu |
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/publications/92-827-5122-8/page003.html or scan the QR code.
PDF generated on 09 Sep 2024, 04:03 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum