næsta
fyrri
atriði
Grafík upplýsingar — 11 Mar 2015
Infographic MIDI audio Hvernig tengjast umhverfið og velferð okkar? — 12 Mar 2015
Framleiðsla okkar og neysla keyrir á náttúruauðlindum, og þær skapa okkur auðævi og störf og stuðla þannig að lífsgæðum og velferð. En sá hraði sem við neytum auðlinda okkar á er að grafa undan getu vistkerfis okkar til að standa undir okkur í framtíðinni.
Infographic D source code Hvernig getum við gert hagkerfið okkar að hringferils hagkerfi og látið það nýta auðlindir á skilvirkari hátt? — 11 Mar 2015
Í dag erum við að nota meira af auðlindum en plánetan okkar getur framleitt á sama tíma. Við þurfum að draga úr því magni af úrgangi sem við myndum og magni hráefnis sem við vinnum.
Infographic Hvaða áhrif hefur maturinn sem við kaupum, borðum og borðum ekki, á umhverfið? — 12 Mar 2015
Áður en maturinn kemst á diskinn okkar þarf að framleiða hann, vinna hann, pakka honum inn, flytja hann og dreifa honum. Hvert einasta skref nýtir auðlindir okkar og myndar meiri úrgang og mengun.
Infographic Hvaðan kemur matvælaúrgangur í Evrópu? — 12 Mar 2015
Um það bil þriðjungur af þeim matvælum sem framleidd eru á heimsvísu glatast eða fer til spillis. Matvælaúrgangur samsvarar umtalsverðu tjóni af öðrum auðlindum, svo sem landi, vatni, orku og vinnuafli.
Infographic Úrgangsstraumur Evrópu — 12 Mar 2015
Það mynduðust samtals 2500 milljónir tonn af úrgangi í ESB-28 og Noregi árið 2010. Eftirfarandi er yfirlit yfir það hvaðan úrgangurinn kom og hverju hann samanstóð af.
Infographic Hvað endurvinnum við mikið af sameiginlegum úrgangi okkar? — 12 Mar 2015
Hægt er að endurvinna mikið af þeim úrgangi sem við hendum. Umhverfið græðir á endurvinnslu með því að stýra úrgangi frá landfyllingum og veita hráefni í nýjar vörur. Endurvinnsla getur einnig stuðlað að nýsköpun og skapað ný störf.
Infographic Hvernig getum við dregið úr úrgangi og nýtt hann betur? — 12 Mar 2015
Besta leiðin til að draga úr umhverfisáhrifum úrgangs er að koma í veg fyrir hann til að byrja með. Hægt er að endurnýta marga af þeim hlutum sem við hendum, og hægt er að endurvinna aðra í hráefni.
Infographic Hver er uppruni og áhrif úrgangs í sjó? — 12 Mar 2015
Aukið magn af drasli endar í sjónum og skaðar vistkerfi hafsins, drepur dýr og ógnar heilsu manna. Lausnin liggur í forvörnum gegn úrgangi og betri úrgangsmeðhöndlun á landi.
Infographic Dregið úr loftslagsbreytingum — 15 Oct 2015
Aðgerðir Evrópusambandsins til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda bera árangur. Reyndar er búist er við að ESB nái einhliða markmiði sínu um 20% minnkun (samanborið við 1990) fyrir samþykkta viðmiðunarárið 2020. Ennfremur hyggst ESB draga úr innlendri losun um a.m.k. 40% fram til ársins 2030 og afkolefnisvæða hagkerfi sitt enn meira fram til ársins 2050. Losun ESB er sem stendur u.þ.b. 10% af allri losun gróðurhúsalofttegunda heiminum.
Infographic Jarðvegur og loftslagsbreytingar — 15 Oct 2015
Jarðvegur er mikilvægur – og oft vanræktur – hluti loftslagskerfisins. Hann er næststærsta kolefnageymslan, eða „-gleypirinn“, á eftir höfunum. Með því að endurreisa lykilvistkerfi á landi og nýta landið á sjálfbæran hátt í þéttbýli og dreifbýli er stuðlað að því að l oftslagsbreytingar verði minni og að við aðlögumst þeim.
Infographic Loftslagsbreytingar og landbúnaður — 15 Oct 2015
Landbúnaður á bæði þátt í loftslagsbreytingum og verður fyrir áhrifum af þeim. ESB þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum frá landbúnaði og laga fæðuframleiðslukerfi sín að loftslagsbreytingum. Í ljósi vaxandi hnattrænnar eftirspurnar og samkeppni um auðlindir þarf að skoða matvælaframleiðslu og -neyslu ESB í víðara samhengi, þar sem landbúnaður, orka og fæðuöryggi eru samtengd.
Infographic Loftslagsbreytingar og höfin — 15 Oct 2015
Úthöfin eru að hitna af völdum loftslagsbreytinga, sem aftur veldur hækkandi sýrustigi í vistkerfum hafsins og breyttum regnmynstrum. Samblanda þessara þátta eykur oft á áhrif annarskonar álags sem menn valda á höfin, sem leiðir til þess að líffræðilegur fjölbreytileiki í þeim glatast.
Infographic Erum við búin undir loftslagsbreytingar? — 15 Oct 2015
Loftslagsbreytingar hafa ýmiss konar áhrif á heilsu fólks, vistkerfi og efnahag. Líklegt er að þau áhrif ágerist á næstu áratugum. Ef ekkert er að gert gætu þau valdið miklu tjóni á formi heilsubrests, slæmra áhrifa á vistkerfi og skemmda á eignum og innviðum.
Infographic Troff document Loftslag Evrópu er að breytast — 15 Oct 2015
Loftslagsbreytingar munu hafa áhrif á nær alla þætti tilveru okkar. Meiri og tíðari rigningar í mörgum hlutum Evrópu munu hafa í för með sér tíðari og meiri flóð. Annars staðar í Evrópu, þ.á m. í Suður-Evrópu, má eiga von á þurrkum á mörgum svæðum vegna hærri hita og minna regns.
Infographic Octet Stream Eldsneytistegundir og losun gróðurhúsalofttegunda — 08 Sep 2016
Samgönguþörf er mjög tengd sveiflum í efnahagslífinu. Á tímum hagvaxtar eykst framleiðsla, vöruflutningar sömuleiðis og fleira fólk ferðast. Áhrif samgangna á heilsu fólks, umhverfið og loftlagsbreytingar eru nátengd vali á eldsneyti. Hreinni eldsneytisvalkostir, þ.m.t. rafmagn, eru nú þegar í boði og geta reynst betur en bensín og dísilolía. Vegalengd skiptir máli í vali á eldsneytistegund.
Infographic Octet Stream Losun og sparneytni ökutækja — 08 Sep 2016
Jarðeldsneyti í vegasamgöngum er helsta uppspretta loftmengunar sem tengist samgöngum. Hvert ökutæki losar mengunarefni frá nokkrum stöðum.
Infographic Hávaðamengun í borgum — 08 Sep 2016
Margir Evrópubúar verða fyrir skaðlegum áhrifum loftmengunar. Allt að 30% Evrópubúa í borgum búa við loftmengun sem fer yfir loftgæðaviðmið ESB. Um 98% Evrópubúa í borgum búa við loftmengun sem talin er skaðleg heilsu samkvæmt strangari viðmiðum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.
Infographic Hávaðamengun í Evrópu — 08 Sep 2016
Hávaðamengun er vaxandi umhverfisvandamál, af ólíkum ástæðum. Hávaðamengun getur haft óæskileg áhrif á lýðheilsu, heilbrigði og útbreiðslu dýralífs og getu barna til að læra í skóla.
Infographic Octet Stream Markmið ESB til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda — 08 Sep 2016
Ýmis markmið hafa verið sett til að draga úr umhverfisáhrifum samgangna í Evrópu, þ.m.t. losun gróðurhúsalofttegunda af þeirra völdum. Markmið í samgöngugeiranum eru hluti af heildarmarkmiðum ESB um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 80-95% fyrir árið 2050.
Infographic Hitahvarf heldur menguninni við jörðu — 08 Sep 2016
Mengun er líklegri til að koma upp við hitahvörf. Yfir vetrarmánuðina, þegar háþrýstingur er til lengri tíma, nær sólargeislunin niður á jörðina og hitar hana upp. Að nóttu þegar heiðskýrt er, tapar jörðin hitanum hratt og loftið sem snertir jörðina verður kaldara. Heitara loftið lyftist upp og verður eins og lok sem heldur kalda loftinu við jörðina. Mengun, þ.m.t. mengun frá vegaumferð, helst líka niðri, þannig að loftið sem er næst jörðu verður sífellt mengaðra. Þetta heldur áfram þar til veðrið breytist.

Permalinks

Skjalaaðgerðir