Grafík upplýsingar
- Bulgarian (bg)
- Czech (cs)
- Danish (da)
- German (de)
- Greek (el)
- English (en)
- Spanish (es)
- Estonian (et)
- Finnish (fi)
- French (fr)
- Croatian (hr)
- Hungarian (hu)
- Icelandic (is)
- Italian (it)
- Lithuanian (lt)
- Latvian (lv)
- Dutch (nl)
- Norwegian (no)
- Polish (pl)
- Portuguese (pt)
- Romanian (ro)
- Slovak (sk)
- Slovenian (sl)
- Swedish (sv)
- Turkish (tr)

Hvað endurvinnum við mikið af sameiginlegum úrgangi okkar?
Hægt er að endurvinna mikið af þeim úrgangi sem við hendum. Umhverfið græðir á endurvinnslu með því að stýra úrgangi frá landfyllingum og veita hráefni í nýjar vörur. Endurvinnsla getur einnig stuðlað að nýsköpun og skapað ný störf.

Hvaða áhrif hefur maturinn sem við kaupum, borðum og borðum ekki, á umhverfið?
Áður en maturinn kemst á diskinn okkar þarf að framleiða hann, vinna hann, pakka honum inn, flytja hann og dreifa honum. Hvert einasta skref nýtir auðlindir okkar og myndar meiri úrgang og mengun.

Hvaðan kemur matvælaúrgangur í Evrópu?
Um það bil þriðjungur af þeim matvælum sem framleidd eru á heimsvísu glatast eða fer til spillis. Matvælaúrgangur samsvarar umtalsverðu tjóni af öðrum auðlindum, svo sem landi, vatni, orku og vinnuafli.

Hver er uppruni og áhrif úrgangs í sjó?
Aukið magn af drasli endar í sjónum og skaðar vistkerfi hafsins, drepur dýr og ógnar heilsu manna. Lausnin liggur í forvörnum gegn úrgangi og betri úrgangsmeðhöndlun á landi.

Hvernig getum við dregið úr úrgangi og nýtt hann betur?
Besta leiðin til að draga úr umhverfisáhrifum úrgangs er að koma í veg fyrir hann til að byrja með. Hægt er að endurnýta marga af þeim hlutum sem við hendum, og hægt er að endurvinna aðra í hráefni.

Hvernig getum við gert hagkerfið okkar að hringferils hagkerfi og látið það nýta auðlindir á skilvirkari hátt?
Í dag erum við að nota meira af auðlindum en plánetan okkar getur framleitt á sama tíma. Við þurfum að draga úr því magni af úrgangi sem við myndum og magni hráefnis sem við vinnum.

Hvernig tengjast umhverfið og velferð okkar?
Framleiðsla okkar og neysla keyrir á náttúruauðlindum, og þær skapa okkur auðævi og störf og stuðla þannig að lífsgæðum og velferð. En sá hraði sem við neytum auðlinda okkar á er að grafa undan getu vistkerfis okkar til að standa undir okkur í framtíðinni.

Úrgangsstraumur Evrópu
Það mynduðust samtals 2500 milljónir tonn af úrgangi í ESB-28 og Noregi árið 2010. Eftirfarandi er yfirlit yfir það hvaðan úrgangurinn kom og hverju hann samanstóð af.
Permalinks
- Permalink to this version
- 061182e3e7464119ae4d7f3fb3480237
- Permalink to latest version
- K8GBNFEI0V
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/umhverfis-teikn/umhverfisteikn-2014/grafik-upplysingar/grafik-upplysingar or scan the QR code.
PDF generated on 31 Jan 2023, 09:18 PM
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum