næsta
fyrri
atriði

Article

Dyflinnarborg tekur á heilsufarsáhrifum loftmengunar

Breyta tungumáli
Article Útgefið 05 Jul 2013 Síðast breytt 11 May 2021
Photo: © The Science Gallery
Martin Fitzpatrick er umhverfis- og heilbrigðisfulltrúi í loftgæðaeftirlits- og hávaðadeild borgarráðs Dyflinnarborgar á Írlandi. Hann er einnig tengiliður Dyflinnar við tilraunaverkefni á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, stjórnarsviðs umhverfis, og Umhverfisstofnunar Evrópu sem ætlað er að bæta framkvæmd löggjafar um loftgæði. Við spurðum hann hvernig Dyflinnarbúar taka á heilsufarsvandamálum sem tengjast bágum loftgæðum.

Hvað gerið þið til að auka loftgæði í Dyflinni og á Írlandi?

Við teljum okkur hafa staðið okkur mjög vel í að taka á loftgæðamálum í stærri bæjum og borgum. Eitt dæmi sýnir þetta vel: bann við markaðssetningu og sölu á tjörukenndu (eða reykkenndu) eldsneyti í Dyflinni árið 1990. Rannsóknaaðilar í læknisfræði skoðuðu áhrif þessarar ákvörðunar og mátu að komið hefur verið í veg fyrir 360 ónauðsynleg árleg dauðsföll í Dyflinni frá árinu 1990.

Hinsvegar eru ennþá slök loftgæði í miðlungsstórum bæjum og stjórnvöld eru nú að skoða nýja löggjöf til að taka á þessu með því að láta bann við sölu tjörukennds eldsneytis einnig ná til þeirra.

Á Írlandi fer Ráðuneyti umhverfis, samfélags og sveitarfélaga með loftgæðamál og skyld svið. Umhverfisstofnun Írlands sér um eftirfylgni með framkvæmd löggjafar á þessum sviði. Skilgreind ábyrgðarmörk milli ráðuneytis og stofnunar eru skýr hvað varðar eftirfylgni stefnumótunar og leiðbeiningar fyrir viðeigandi málaflokka niður á sveitarstjórnarstigið.

Þegar heilbrigðismál eru til umræðu, hvers konar viðfangsefni mæta borgarráði Dyflinnar? Hvernig takið þið á þeim?

Dyflin er smækkuð útgáfa af öðrum stórum borgum í Evrópusambandinu. Margt er líkt hvað snertir málefnin sem þarf að takast á við. Offita, krabbamein og hjarta- og æðasjúkdómar eru helstu lýðheilsuvandamál í öllu ESB, þ.m.t. á Írlandi.

Borgarráðið hefur viðurkennt að stór hluti vinnunnar sem það vinnur tengist lýðheilsu. Eitt dæmi sem ég held að sé þess virði að nefna er verkefni þar sem við virkjuðum almenning til þess að taka þátt í loftgæðamálum. Verkefnið var unnið fyrir nokkrum árum í samstarfi við sameiginlega rannsóknamiðstöð ESB. Það kallaðist "verkefni fólksins", var keyrt í sex borgum Evrópu og beindist að krabbameinsvaldandi loftmengunarefninu bensen. Í kjölfarið á of góðum viðbrögðum við beiðni um sjálfboðaliða í innlendum útvarpsþætti breyttum við fólki í gangandi og talandi loftgæðamælitæki. Það bar bensenmerki (nema) svo það gæti fylgst með hvað það væri útsett fyrir benseni á einum tilteknum degi. Við skoðuðum svo loftgæðagildin og hvernig dagleg hegðun fólks hefði áhrif á heilsu þess.

Allir sjálfboðaliðarnir fengu að vita niðurstöður sínar. Ein fyndin smásaga úr þessu verkefni voru fréttir um að sá sem vill vera minna útsettur fyrir krabbameinsvaldandi fjölhringa arómatísku kolefni skuli ekki steikja beikon! Einn sjálfboðaliði sem vann við beikongrillið á kaffihúsi mældist hafa mjög mikla snertingu við þessi efni.

Alvarlega ábendingin í þessari smásögu er að við verðum að skoða bæði innanhúss og utanhúss-mengunarefni og samspil þeirra.

Getur þú gefið dæmi um írskt frumkvæði sem miðaði að því að bæta loftgæði innanhúss?

Eitt dæmi sker sig greinilega úr – reykingabannið árið 2004. Írland var fyrsta landið í heiminum til að banna reykingar á vinnustöðum. Bannið gerði okkur kleift að einbeita okkur að snertingu við tóbaksreyk á vinnustað um leið og við jukum loftgæðin.

Áhugaverð hliðarsaga við þetta er að starfsgrein sem leið fyrir þetta bann, sem hefði kannski verið erfitt að sjá fyrir, var þurrhreinsigeirinn. Umsvif hans hafa dregist saman frá árinu 2004 eingöngu vegna reykingabannsins. Það koma þannig stundum fram ýmis konar áhrif sem ekki er hægt að sjá fyrir.

Hvernig upplýsir stofnun þín íbúa borgarinnar?

Það að upplýsa borgarbúa er mikilvægur hluti verkefna okkar og daglegs starfs. Borgarráð Dyflinnar gefur út árlegar skýrslur sem gefa yfirlit yfir loftgæði árið áður. Þessar skýrslur eru allar settar á netið. Ennfremur starfrækir (írska) Umhverfisstofnunin loftgæðaeftirlitskerfi þar sem upplýsingum er deilt með sveitarfélögum og borgarbúum.

Annað dæmi, sem er aðeins í Dyflinni, er verkefni sem var sett af stað á þessu ári og nefnist Dublinked, þar sem safnað er upplýsingum sem ráðið býr yfir og þær gerðar aðgengilegar fyrir almenning. Þetta geta verið gögn sem sveitarfélög búa til, einkafyrirtæki sem veita þjónustu í borginni og íbúarnir sjálfir. Í orðsendingu frá árinu 2009 bendir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins á að áætlað verðmæti við endurnýtingu upplýsinga opinbera geirans sé 27 milljarðar evra. Þetta er eitt framtak borgarráðsins til að koma atvinnulífinu aftur af stað.

Dyflin tekur, ásamt öðrum evrópskum borgum, þátt í tilraunaverkefni um loftgæði. Hvernig gerðist Dyflin þátttakandi?

Borgarráð Dyflinnar gerðist þátttakandi eftir boð frá Umhverfisstofnun Evrópu og framkvæmdastjórn ESB. Við litum á verkefnið sem tækifæri til að deila líkönum af góðum starfsvenjum og til að læra af því að deila viðeigandi reynslu.

Í verkefninu tókum við eftir því hve framsæknar aðrar borgir voru í að gera úttektir um losun og í að hafa loftgæðalíkön fyrir viðkomandi borgir. Það hefur Þannig verið borgarráði Dyflinnar hvatning um að taka framförum við þessi verkefni. Einnig fannst okkur að það gæfi ekki mikið fyrir peningana ef aðeins ráðið skoðaði úttektir um losun og byggi til loftgæðalíkan. Við settumst því niður með írsku  Umhverfisstofnuninni til að skoða þróun líkans fyrir allt landið sem einnig mætti nota svæðisbundið. Síðan settum við af stað vinnu við það.

Martin FitzpatrickMartin Fitzpatrick er umhverfis- og heilbrigðisfulltrúi í loftgæðaeftirlits- og hávaðadeild borgarráðs Dyflinnarborgar á Írlandi

Tilraunaverkefni um framkvæmd löggjafar um loftgæði

Í tilraunaverkefninu um framkvæmd löggjafar um loftgæði er komið á samstarfi borga Evrópu til að öðlast betri skilning á styrkleikum, viðfangsefnum og þörfum borga með tilliti til framkvæmdar loftgæðalöggjafar ESB og loftgæðamálefna almennt. Þetta tilraunaverkefni er rekið sameiginlega af umhverfisstjórnarsviði framkvæmdastjórnar ESB og Umhverfisstofnunar Evrópu. Borgirnar sem taka þátt í verkefninu eru m.a. Antwerpen, Berlín, Dyflin, Madrid, Malmö, Mílanó, París, Ploiesti, Plovdiv Prag og Vín. Niðurstöður tilraunaverkefnisins verða birtar síðar á árinu 2013.

Frekari upplýsingar