næsta
fyrri
atriði

Article

Hnattrænt svifryk

Breyta tungumáli
Article Útgefið 05 Jul 2013 Síðast breytt 11 May 2021
Photo: © William Putman, NASA/Goddard
Topics:
"Afrískt ryk" frá Sahara er meðal náttúrulegra uppsprettna svifryks í andrúmsloftinu. Við mjög þurrar og heitar aðstæður í Sahara skapast ókyrrð sem getur þeytt ryki upp í 4-5 km hæð. Agnirnar geta haldist í þessari hæð í margar vikur eða mánuði og feykjast oft um alla Evrópu.

Sjávarúði er einnig uppspretta svifryks, og geta allt að 80% agna í lofti á vissum strandsvæðum stafað frá honum. Hann er að mestu úr salti sem sterkir vindar þeyta upp í loftið.

Eldgos, til dæmis á Íslandi eða við Miðjarðarhaf geta einnig valdið mikilli tímabundinni aukningu svifryks í Evrópu.

Eldur svíður að meðaltali tæplega 600.000 hektara skóga og graslendis í Evrópu (u.þ.b. 2,5 sinnum stærð Lúxemborgar) á ári og veldur það mikilli loftmengun. Því miður er talið að menn valdi níu af hverjum tíu eldum, t.d. með íkveikjum, sígarettum sem er fleygt, varðeldum eða því þegar bændur brenna uppskeruafganga.

Hermun NASA á dreifingu svifryks í andrúmsloftinu

Ryk (rautt) lyftist upp af yfirborði; sjávarsalt (blátt) hringsnýst inni í hvirfilbyl; reykur (grænn) rís upp af eldi; og brennisteinsagnir (hvítar) stafa frá eldstöðvum og frá brennslu jarðefnaeldsneytis.

Þessi mynd af hnattrænum ögnum var búin til með GEOS-5 hermun með 10 kílómetra upplausn. Rétthafi myndar: William Putman, NASA/Goddard; www.nasa.gov/multimedia/imagegallery/

Permalinks

Geographic coverage

Topics

Topics:

Tags

Filed under:
Filed under: air quality, air pollution
Skjalaaðgerðir