næsta
fyrri
atriði

Article

Loftgæði innanhúss

Breyta tungumáli
Article Útgefið 05 Jul 2013 Síðast breytt 21 Mar 2023
Photo: © Jose AS Reyes | Shutterstock
Mörg okkar eyða allt að 90% af tíma okkar innanhúss – heima, í vinnu eða í skóla. Gæði loftsins sem við öndum að okkur innanhúss hafa einnig bein áhrif á heilsu. Hvað ákvarðar loftgæði innanhúss? Er einhver munur á loftmengunarefnum úti og inni? Hvernig getum við bætt loftgæði innanhúss?

Það kann að koma ýmsum á óvart að loftið við borgargötu með miðlungi mikilli umferð gæti verið hreinna en loftið í stofunni þinni. Nýlegar rannsóknir benda til þess að sum skaðleg loftmengunarefni geti verið í hærri styrk í innanhússrýmum en utanhúss. Áður fyrr var inniloftmengun veitt verulega minni athygli en útiloftmengun, einkum útiloftmengun vegna útblásturs frá iðnaði og umferð. Hins vegar hafa á undanförnum árum orðið augljósari þær ógnir sem stafa af útsetningu fólks fyrir inniloftmengun.

Ímyndaðu þér nýlega málað hús, búið nýjum húsgögnum ... Eða vinnustað sem er þrunginn þungri lykt af hreinsiefnum… Gæði lofts á heimilum okkar, vinnustöðum eða í öðrum opinberum rýmum er töluvert mismunandi eftir því hvaða efni voru notuð til að byggja þau og þrífa og tilgangi herbergisins, sem og því hvernig við notum það og loftræstum.

Slök loftgæði innanhúss geta verið sérstaklega skaðleg viðkvæmum hópum svo sem börnum, öldruðum og þeim sem eru með hjartasjúkdóma og langvinna öndunarfærasjúkdóma svo sem asma.

Nokkur helstu innanhúss mengunarefnin eru m.a. radon (geislavirkt gas sem myndast í jarðvegi), tóbaksreykur, lofttegundir eða svifryk frá brennandi eldsneyti, kemísk efni og ofnæmisvaldar. Kolmónoxíð, niturdíoxíð, svifryk og rokgjörn lífræn efnasambönd finnast bæði utanhúss og innanhúss.

Pólitískar aðgerðir geta verið gagnlegar

Sum loftmengunarefni innanhúss og heilsufarsáhrif þeirra eru betur þekkt og fá meiri opinbera athygli en önnur. Tóbaksreykur í opinberum rýmum eru þar á meðal.

Í mörgum löndum var setning reykingabanns á ýmsum opinberum stöðum mjög umdeild áður en viðeigandi lög tóku gildi. Aðeins nokkrum dögum frá gildistöku reykingabannsins á Spáni í janúar 2006, kom til dæmis upp vaxandi hreyfing sem hélt fram rétti sínum til að reykja á opinberum stöðum innanhúss. En bannið hefur einnig leitt af sér meiri vitund almennings. Á dögunum eftir gildistöku þess leituðu daglega 25.000 Spánverjar sér læknisráða um hvernig ætti að hætta að reykja.

Margt hefur breyst í viðhorfi almennings hvað snertir það að reykja á opinberum stöðum og í almenningsfartækjum. Mörg flugfélög tóku að banna reykingar á stuttum leiðum á níunda áratugnum og svo á löngum leiðum á þeim tíunda. Það er nú óhugsandi í Evrópu að útsetja reyklaust fólk fyrir óbeinar reykingar í almenningsfarartækjum.

Í dag hafa mörg lönd, þ.á m. öll EEA-löndin, einhverja löggjöf til að takmarka eða banna reykingar innanhúss á opinberum stöðum. Eftir röð óbindandi ályktana og tilmæla samþykkti Evrópusambandið árið 2009 ályktun þar sem aðildarríki ESB eru hvött til að lögleiða og innleiða lög til að vernda borgarana að fullu gegn tóbaksreyk í umhverfinu.

Reykingabönn virðast hafa bætt loftgæði innanhúss. Mengunarefni í umhverfinu sem ættuð eru úr tóbaksreyk fara minnkandi á opinberum stöðum. Í írska lýðveldinu, til dæmis, sýndu mælingar á loftmengunarefnum sem upprunnin eru úr tóbaksreyk lækkun um allt að 88% á opinberum stöðum í Dyflinni eftir setningu reykingabannsins.

Eins og raunin er með útimengunarefni takmarkast áhrif inniloftmengunarefna ekki aðeins við heilsu manna. Þeim fylgir einnig hár efnahagslegur kostnaður. Beinn lækniskostnaður aðeins vegna útsetningar fyrir umhverfis-tóbaksreyk á vinnustöðum í ESB er áætlaður  1,3 milljarðar evra  og  óbeinn lækniskostnaður sem tengist vinnutapi árið 2008 er metinn á 1,1 milljarð evra.

Loftmengun innanhúss

Mengun innanhúss er miklu meira en tóbaksreykur

Reykingar eru ekki eina uppspretta loftmengunar innanhúss. Samkvæmt Erik Lebret frá Lýðheilsu- og umhverfisstofnun ríkisins (RIVM) í Hollandi "hættir loftmengun ekki við þröskuldinn hjá okkur. Flest utanhúss mengunarefni komast inn á heimilin þar sem við eyðum mestum tíma okkar. Gæði innanhússlofts lúta áhrifum margra annarra þátta, þ.á m. eldunar, viðarofna, brennslu kerta eða reykelsa, notkunar á neytendavörum eins vaxi og bóni til að þrífa yfirborð, áhrifum frá byggingarefni eins og formaldehýði í krossviði og eldvarnarefnum í mörgum vörum. Þá er það radon sem kemur úr jarðvegi og byggingarefnum."

Ríki Evrópu eru að reyna að taka á sumum þessara uppspretta innanhúss loftmengunar. Lebret segir: "við erum að reyna að skipta eitruðum efnum út fyrir minna eitruð efni eða finna ferli sem draga úr losun eins og í tilviki formaldehýðlosunar frá krossviði. Annað dæmi má sjá með minnkun vissra radon-losandi efna sem notuð eru í veggi. Þessi efni voru notuð áður fyrr en notkun þeirra hefur síðan verið takmörkuð."

Setning laga er ekki eina leiðin til að auka gæði loftsins sem við öndum að okkur; við getum öll tekið skref til að stjórna og draga úr svifryki og efnum í rýmum innanhúss.

Með litlum aðgerðum svo sem með því að loftræsta lokuð rými er hægt að bæta gæði loftsins í kringum okkur. En sumar af vel meintum aðgerðum okkar gætu haft öfug áhrif. Lebret segir: "Við ættum að loftræsta, en ekki yfir-loftræsta því þá tapast mikil orka. Það leiðir til meiri hitunar og notkunar jarðefnaeldsneytis og þar af leiðandi meiri loftmengunar. Við ættum að hugsa um þetta sem skynsamlegri nýtingu auðlinda okkar almennt."

Frekari upplýsingar

Permalinks

Geographic coverage

Tags

Filed under:
Filed under: air quality, air pollution
Skjalaaðgerðir