næsta
fyrri
atriði

Article

Úrgangur á Grænlandi

Breyta tungumáli
Article Útgefið 26 Jun 2012 Síðast breytt 11 May 2021
Photo: © EEA/Ace&Ace
Frá þéttbýlum borgum til fjarlægra byggða, allsstaðar þar sem við lifum myndum við úrgang. Matarafgangar – raftækjaúrgangur, rafhlöður, pappír, plastflöskur, föt og gömul húsgögn – öllu þessu þarf að farga. Sumt endar sem endurnýtt eða endurunnið; aðrir hlutir eru brenndir til orkunýtingar eða settir í landfyllingar. Það er ekki til nein ein leið til að stjórna úrgangi sem hentar allsstaðar. Úrgangsstjórnunin verður að taka mið af staðbundnum kringumstæðum. Þegar allt kemur til alls, er úrgangur í upphafi staðbundið vandamál. Hér eru upplýsingar um hvernig ríkisstjórn Grænlands nálgast úrgangsstjórnun, – í landi með fáum íbúum þar sem löng leið er á milli þéttbýliskjarna og þar sem vegir eru ekki til staðar.

Viðtal við Per Ravn Hermansen

Per Ravn Hermansen býr í Nuuk, sem er höfuðborg Grænlands. Hann flutti frá Danmörku til að vinna að úrgangsstjórnun í deild Náttúru- og umhverfismála í Innanríkisráðuneyti Grænlands.

Hvernig er að lifa á Grænlandi?

“Að lifa í Nuuk er svipað og að lifa í öllum öðrum meðalstórum borgum, mjög svipað því að lifa í þeim borgum sem eru í Danmörku. Þú hefur sömu tegund af verslunum og þjónustu. Um 15 000 manns lifa í Nuuk. Á meðan grænlenska og danska eru báðar talaðar í Nuuk, er næstum alfarið talað saman á grænlensku á smærri stöðum.

Ég hef lifað hér síðan árið 1999 og ég tel að fólk noti svipaðar vörur og annarsstaðar í veröldinni, eins og fartölvur og farsíma. Og ég held líka að fólk sé að verða meira meðvitað um úrgangsmálin.”

Hvað gerir úrgangsvanda Grænlands svona sérstakan?

Copyright: EEA/Ace&Ace“Um 55 000 manns lifa á Grænlandi og eins og annarsstaðar í heiminum, skilar fólk frá sér úrgangi. Á margan hátt, er úrgangsvandi Grænlands afskaplega venjulegur vandi. Grænlensk fyrirtæki og heimili framleiða ýmsar tegundir af úrgangi og við þurfum að stjórna úrganginum á þann hátt að hann skaði ekki umhverfið.

En að öðru leyti, er úrgangsvandi Grænlands einstakur út af stærð landsins og einkum vegna þess hve byggðin er dreifð. Það eru sex tiltölulega stórir bæir, 11 minni bæjarfélög og um sextíu byggðir með 30 til 300 íbúum sem dreifast um strandlengjuna. Meirihluti mannfjöldans býr á vesturströndinni, en það eru einnig litlar byggðir og bæir á austurströndinni.

Einungis sex bæir hafa sorpbrennslustöðvar og það er ekki nóg til að hægt sé að ná umhverfislega ásættanlegri meðhöndlun á brennanlegum úrgangi. Það eru engir vegir sem tengja saman bæi og byggðir, sem þýðir að við eigum ekki möguleika á að flytja úrganginn yfir í sorpbrennslustöðvarnar. Vörur eru aðallega fluttar á sjó.

Á þessari stundu höfum við einungis grófa hugmynd um það magn sveitafélagaúrgangs sem myndast í Grænlandi og við höldum að magnið sé að aukast. Helmingur byggðanna er með það sem ég mundi kalla brennsluofna, en hjá öðrum, eru um að ræða bruna undir berum himni eða landfyllingar.

Þegar upp er staðið tel ég að öll úrgangsvandamál hafi marga sameiginlega þætti, en þau eru samt einstök. Úrgangur er staðbundið málefni sem snertir fleira en nánasta umhverfi sitt. Lausnir verða að taka tillit til þessarar þversagnar.”

Hvað um spilliefni og rafrænan úrgang?

“Vinnslustöðvar í stærstu bæjunum taka raftækin í sundur og meðhöndla spilliefni, sem eru síðan geymd á staðnum þangað til þau eru send til Danmerkur. Grænland flytur inn allskyns vörur, þar með talið matvæli, föt og bíla, sem eru einkum flutt inn frá Álaborg. Spilliefnum og raftækjaúrgangi er hlaðið í skipin sem eru á leiðinni til baka til Danmerkur.”

Á undanförnum árum hafa fjölþjóðanámufyrirtæki hafið leit á ónýttum olíulindum eða málmauðlindum. Hvað er gert við úrgang frá námavinnslu?

“Á Grænlandi erum við með „einnar-hurðar stefnu“, sem gerir námafyrirtækjum kleift að fá öll nauðsynleg leyfi frá sömu opinberu stofnuninni. Þetta þýðir að þeir skila inn umsóknum sínum, sem ná yfir alla starfsemi þeirra, þar með talið úrgangsmál, til Skrifstofu um Steinefni og Jarðolíu.

Næstum öll starfsemi þeirra fer fram langt í burtu frá bæjum og byggðum. Hvað varðar brennanlegan úrgang, geta fyrirtækin gert samninga við staðbundin sveitarfélög til að fá afnot af sorpbrennslustöðvum. Þessi viðbótarþörf fyrir brennslu skapar auka álag á getu sorpbrennslustöðvanna á hverjum stað.”

Hvernig mætið þið þessum vanda?

“Einn af valkostunum sem er núna uppi á borði felur í sér að byggja svæðasorpbrennslur og að flytja síðan úrganginn til þeirra. Það er ljóst að við getum ekki byggt sorpmeðhöndlunarstöðvar í hverju einasta bæjarfélagi. Við erum einnig að skoða varmaver – að hita heimili með því að brenna úrgangi.

Í smærri bæjum, erum við farnir að setja upp stöðvar til að taka raftækjaúrgang í sundur og til að meðhöndla spilliefni. Í mjög litlum byggðum, setjum við upp gáma fyrir raftækjaúrgang og spilliefni, sem má síðan flytja til stöðva í bæjunum.

Við vinnum í dag að tveimur tilraunaverkefnum til að flytja brennanlegan úrgang til bæja með sorpbrennslustöðvar. Ríkisstjórn Grænlands er með úrgangsstjórnunaráætlun fyrir landið og þær aðgerðir sem ég hef lýst eru hluti af þeirri áætlun.”

Per Ravn HermansenPer Ravn Hermansen. Hann flutti frá Danmörku til að vinna að úrgangsstjórnun í deild Náttúru- og umhverfismála í Innanríkisráðuneyti Grænlands.

Til að fá nánari upplýsingar

Permalinks

Tags

Filed under:
Filed under: Waste, Greenland
Skjalaaðgerðir