næsta
fyrri
atriði

Article

Matvælaúrgangur

Breyta tungumáli
Article Útgefið 26 Jun 2012 Síðast breytt 17 Mar 2023
Photo: © Istock
Um það bil einum þriðja af matvælaframleiðslu heimsins glatast eða er fargað. Þegar meira en einn milljarður manna um allan heim fer í rúmið með hungurtilfinningu, er ómögulegt annað en að spyrja hvað sé hægt að gera við þessu. En matarúrgangur felur ekki einungis í sér glatað tækifæri til að gefa hinum svöngu að borða. Hann felur einnig í sér umtalsverða sóun annarra auðlinda eins og landsvæðis, vatns, orku – og vinnu.

Hvort sem við erum rík eða fátæk, ung eða gömul, þurfum við öll á mat að halda. Maturinn er meira en næring og fjölbreytt upplifun á bragði í munni okkar. Meira en 4 milljarðar manna eru háðir þremur korntegundum – hrísgrjónum, maís og hveiti. Þessar þrjár korntegundir skapa tvo þriðjuhluta af orkuinntöku okkar. Hafandi í huga að til eru meira en 50.000 ætar plöntutegundir, er daglegur matseðill okkar frekar fábreyttur þar sem einungis nokkur hundruð plöntutegunda eru notaðar til manneldis.

Þar sem milljarðar manna eru háðir aðeins örfáum korntegundum, fundu menn fyrir hækkun matvælaverðs frá 2006 til 2008 um allan heim. Þótt þróuð ríki hafi almennt getað brauðfætt íbúa sína, börðust sumir hlutar Afríku við hungursneyð. Þetta var ekki einungis vegna þess að markaðurinn brást.

Loftslagsbreytingar auka á þrýstinginn á fæðuöryggi og sum svæði finna meira fyrir álaginu en önnur. Þurrkar, eldar og flóð hindra beint framleiðslugetu. Því miður hafa loftslagsbreytingar oft áhrif á lönd sem eru viðkvæmari fyrir breytingum og sem eiga erfiðara með að aðlagast.

En matvæli eru í vissum skilningi einungis önnur tegund “vöru”. Framleiðsla þeirra krefst auðlinda eins og lands og vatns. Eins og önnur vara á markaðnum er hægt að neyta matarins eða nota hann og honum má sóa. Umtalsvert magn matar fer til spillis, einkum í þróuðum ríkjum og það þýðir einnig að auðlindum er sóað sem voru notaðar til framleiðslu matvælanna.

Matvælageirinn og matvælaúrgangur eru meðal þeirra lykilsviða sem er lögð áhersla á í “Leiðakorti til auðlinda-skilvirkrar Evrópu” skjali framkvæmdastjórnar ESB frá því í september 2011.

Jafnvel þótt það sé víða viðurkennt að við erum að sóa sumum þeim mat sem við framleiðum, er mjög erfitt að áætla nákvæmlega það magn sem fer til spillis. Framkvæmdastjórn ESB reiknar út að einungis innan ESB, sé 90 milljón tonnum af matvælum eða 180 kg á mann sóað á hverju ári. Mikið af þessum mat er ennþá hæfur til manneldis.

Þetta snýst ekki bara um matvæli

Copyright: Gülcin KaradenizUmhverfisáhrif matvælaúrgangs takmarkast ekki við landnotkun og vatnsnotkun. Samkvæmt leiðarkorti framkvæmdastjórnar ESB, er virðiskeðja matvæla og drykkjar innan ESB ábyrg fyrir 17 % af beinni losun okkar á gróðurhúsalofttegundum og 28 % af hráefnanotkun.

Tristram Stuart, höfundur og einn af lykil skipuleggjendunum á bakvið “Að brauðfæða 5k” (sem snýst um að gefa 5.000 manns mat á Trafalgartorgi í Lundúnum), telur að flest rík lönd sói allt frá einum þriðja upp í helminginn af öllum matvælum sínum.

‘En vandamálið takmarkast ekki einungis við ríka heiminn. Þróunarlönd þjást af sóun matvæla sem jafnast stundum næstum á við það sem gerist í ríku löndunum, en ástæðan er hins vegar allt önnur. Ástæðan er fyrst og fremst skortur á innviðum landbúnaðarins, það vantar tækni til að meðhöndla uppskeruna og því fer sem fer. Það má áætla að ekki minna en einn þriðji af allri matvælaframleiðslu heimsins fari til spillis,” segir Tristram.

Sóun matvæla á sér stað á sérhverju stigi framleiðslunnar og aðfangakeðjunnar auk þess að eiga sér stað á neyslustiginu. Sóunin getur átt sér margar orsakir. Hluti af sóun matvæla er orsökuð af löggjöf, sem er oft til staðar til að standa vörð um heilsu fólks. Annar hluti sóunarinnar getur tengst valkostum neytenda og venjum. Öll þessi mismunandi stig og ástæður þarf að greina og skoða til þess að hægt sé að draga úr sóun matvæla.

Leiðakort Evrópusambandsins kallar á ‘sameiginlegt átak bænda, matvælaiðnaðarins, smásöluverslana og neytenda gegnum auðlinda-skilvirka framleiðslutækni og val á sjálfbærum matvælum’. Markmið ES B er skýrt: að helminga förgun á neysluhæfum matvælum í ESB fyrir árið 2020. Sumir þingmenn Evrópuþingsins hafa reyndar óskað þess að árið 2013 verði útnefnt sem “Evrópskt ár gegn sóun matvæla”.

‘Það er engin ein patentlausn. Sérhvert einstakt vandamál þarfnast sértækrar lausnar”, segir Tristram og bætir við, “Góðu fréttirnar eru að við getum dregið úr umhverfisáhrifum okkar og það þarf ekki að felast í því nein fórn. Það er ekki eins og að biðja fólk um að fljúga minna, borða minna kjöt, eða aka minna, sem við gætum reyndar þurft að gera líka. Þetta felur raunverulega í sér tækifæri. Við þurfum einfaldlega að hætta að henda mat og fara að njóta hans í staðinn.”

Til að fá nánari upplýsingar

Permalinks

Geographic coverage

Tags

Filed under:
Filed under: food
Skjalaaðgerðir