næsta
fyrri
atriði

Article

Leiðin til hnattrænnar sjálfbærni

Breyta tungumáli
Article Útgefið 26 Jun 2012 Síðast breytt 11 May 2021
Photo: © Thinkstock
Topics:
Fjórir áratugir umhverfisstjórnunar hafa gert okkur kleift að byggja stofnanir til að geta skilið betur og tekist á við umhverfisvandamál. Tuttugu árum eftir Heimsráðstefnu S.Þ. árið 1992, hittast leiðtogar heimsins aftur í Ríó de Janeiro til þess að endurnýja hnattrænar skuldbindingar um grænt hagkerfi og til að bæta stjórnarhætti um allan heim.

Það var ráðstefna s.Þ. um umhverfi mannsins (stokkhólmi, 1972) sem alþjóðasamfélagið kom saman í fyrsta skipti til að íhuga samhliða stöðu umhverfismála í heiminum og þarfir frekari þróunar. Umhverfisáætlun sameinuðu Þjóðanna (UneP), sem heldur upp á fertugasta afmæli sitt árið 2012, var sett á fót eftir þessa ráðstefnu, og svo má segja einnig um umhverfisráðuneyti í mörgum löndum um allan heim.

Sjálfbær þróun merkir marga mismunandi hluti í hugum mismunandi einstaklinga. ein tímamótaskilgreining frá 1987, skilgreinir sjálfbæra þróun sem: ‘Þróun sem mætir þörfum samtíðarinnar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum’ (úr skýrslu Brundtland nefndarinnar ‘Okkar sameiginlega framtíð’). Þessar “þarfir” eru ekki einungis efnahagslegir hagsmunir heldur einnig umhverfislegar og félaglegar stoðir sem liggja til grundvallar hnattrænni hagsæld.

Í júní 1992 komu leiðtogar frá 172 löndum saman í ríó de Janeiro til að sitja ráðstefnu sameinuðu Þjóðanna um umhverfi og þróun. skilaboð þeirra voru skýr: ‘nothing less than a transformation of our attitudes and behaviour would bring about the necessary changes’ (“ekkert annað en algjör umbreyting á viðhorfum og hegðun okkar getur náð fram nauðsynlegum breytingum”) . heimsráðstefnan 1992 markaði þáttaskil í að setja umhverfis- og þróunarmál á dagskrá á opinberum vettvangi.

Heimsráðstefnan lagði grunninn að mörgum mikilvægum alþjóðasamningum um umhverfismál:

 • staðardagskrá 21 – aðgerðaáætlun til sjálfbærrar þróunar
 • ríó yfirlýsingin um umhverfi og þróun
 • Yfirlýsing um meginreglur varðandi skógrækt
 • rammasamningur sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar
 • Alþjóðasamningur sameinuðu Þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika
 • Alþjóðasamningur sameinuðu Þjóðanna um varnir gegn eyðimerkurmyndun

Nákvæmlega tuttugu árum eftir hinn sögulega fund í ríó koma leiðtogar heimsins aftur saman til að ræða og ákveða um framhaldið. heimsráðstefnan 2012 verður fjórði fundur sinnar tegundar og markar nýjan áfanga í tilraunum alþjóðasamfélagsins til að ná fram sjálfbærri þróun. Græna hagkerfið og hnattrænt stjórnarfar heimsins á sviði umhverfismála eru efst á dagskrá.

Ég tala fyrir hönd meirihluta mannkynsins. Við erum hinn þögli meirihluti. Þið hafið gefið okkur sæti við samningaborðið, en hagsmunir okkar eru ekki til umræðu. Hvað þarf til, til þess að fá að taka þátt í leiknum?Fulltrúa þrýstihópa? Áhrif innan stórfyrirtækja? Fjármagn? Þið hafið verið að semja allt mittlíf. Á þeim tíma hafið þið ekki staðið við loforð ykkar. Þið hafið misst af markmiðum og skuldbindingum hefur ekki verið mætt.

Anjali Appadurai, nemandi við Atlantic háskóla, sem talaði fyrir hönd frjálsra félagasamtaka ungmenna þann 9 Desember  2011, í Dúrban, suður-Afríku
Lokadagur loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna

Það er engin fljótleg og auðveld leið til sjálfbærni. Umbreytingin yfir til sjálfbærni krefst sameiginlegs átaks frá stjórnmálamönnum, fyrirtækjum og almennum borgurum. Í sumum tilvikum þurfa stjórnmálamenn að koma með hvetjandi aðgerðir til að hvetja til nýsköpunar eða til að styðja við umhverfisvæn fyrirtæki.

Í öðrum tilvikum geta neytendur þurft að bera aukakostnað sem tengist umhverfisvænni framleiðsluferlum. neytendur geta einnig þurft að gera meiri kröfur til framleiðenda sinna uppáhaldsvara eða þurft að velja sjálfbærari vörutegundir. fyrirtæki geta þurft að þróa hrein framleiðsluferli og flytja þau út hnattrænt.

Flókin vandamál krefjast flókinna lausna

Flókin umgjörð alþjóðlegra ákvarðana endurspeglar þann flókna veruleika sem við sjáum í umhverfinu. Það er erfitt að ná réttu jafnvægi á milli lagasetningar, frumkvæðis einkageirans og vals neytenda. Það er jafn erfitt að finna rétt stjórnsýslustig til að miða við – allt frá sveitarstjórnum yfir til alþjóðastofnana.

Stefna í umhverfismálum verður skilvirkari ef hún er ákvörðuð og henni framfylgt á mismunandi stigum, og hvert er besta stjórnsýslustigið fer eftir eðli hvers málefnis. tökum stjórnun vatnsauðlinda sem dæmi. ferskvatn er staðbundin auðlind sem er undir álagi vegna hnattrænnar mengunar.

Copyright: Thinkstock

Stjórnun vatnsauðlinda í hollandi, til dæmis, er framkvæmd af sveitarfélögum, en fellur undir löggjöf landsins í heild og undir löggjöf evrópusambandsins. stjórnun vatnsauðlinda í hollandi þarf ekki einungis að mæta staðbundnum vandamálum heldur einnig spyrja hvað sé að gerast í löndum sem liggja upp með ánum. reiknað er með að hnattræn hlýnun hækki sjávarstöðu, sem þýðir að hollenskar vatnanefndir þurfa að taka slíkt með í reikninginn við áætlanagerð.

Flestar núverandi alþjóðastefnur og stofnanir, þar með talin UneP, voru settar á laggirnar af því að staðbundnar lausnir og innanlands-lausnir náðu ekki að leysa vandann, og reiknað var með að hnattræn eða alþjóðleg samvinna mundi ná betri árangri. UneP var komið á laggirnar eftir stokkhólmsráðstefnuna vegna þess að þátttakendur voru sammála um að sum umhverfismál væri betra að leysa á hnattrænum vettvangi.

Endurnýjun skuldbindingar er þörf

Copyright: ShutterstockÍ dag gera alþjóðleg viðskipti mörgum okkar kleift að njóta tómata og banana allt árið, auk þess sem við notum vörur sem byggja á íhlutum frá öllum heimshornum. Þetta skapar margvíslegt forskot en getur einnig falið í sér vissa áhættu. mengun annars aðila getur endað í okkar eigin garði. Þessi tenging milli heimshluta felur í sér að við getum ekki hunsað þá ábyrgð okkar sem felst í því að vernda umhverfið.

Rammasamningur s.Þ. um loftslagsbreytingar (UnfCCC) var einn af þeim áföngum sem náðust á fundinum í ríó 1992. samningurinn miðar að því að ná jafnvægi í losun gróðurhúsalofttegunda sem eru að valda breytingum á loftslagi jarðar. árangur margra alþjóðlegra samninga, eins og UnfCCC samningsins, byggir á skuldbindingum þeirra sem eru aðilar að samningnum. Því miður, ef einungis takmarkaður fjöldi landa gerist aðili að samningnum, þá mun samningurinn sennilega ekki duga til að vernda umhverfið þótt löndin taki að fullu upp viðmið hins græna hagkerfis.

Heimsráðstefna þessa árs skapar tækifæri til að endurnýja hnattrænar skuldbindingar um sjálfbærni. sem borgarar, neytendur, vísindamenn, leiðtogar viðskiptalífsins og stjórnmálamenn þurfum við öll að taka á okkur ábyrgð á gjörðum okkar – og því sem við gerum ekki.

Útdráttur úr Ríó yfirlýsingunni um umhverfi og þróun

Heimsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna um umhverfi og þróun, 3.–14. júní 1992, Ríó de Janeiro, Brasilíu

 • Viðmið 1: Maðurinn er í miðpunkti allrar umræðu og ákvarðana um sjálfbæra þróun. Hver einstaklingur á rétt á heilsusamlegu og afkastamiklu lífi í jafnvægi við náttúruna.
 • Viðmið 2: Þjóðríki hafa, í samræmi við Sáttmála Sameinuðu Þjóðanna og ákvæði alþjóðalaga, fullveldisrétt til að nýta sínar eigin auðlindir skv. sínum eigin stefnum um umhverfismál og þróun. Auk þess bera þau ábyrgð á að tryggja að verk sem eru unnin innan þeirra lögsagnarumdæmis eða undir þeirra stjórn valdi ekki tjóni á umhverfi annarra ríkja eða svæða sem liggja fyrir utan mörk lögsögu hvers ríkis.
 • Viðmið 3: Uppfylla verður réttinn til þróunar þannig að hægt sé að mæta á sanngjarnan hátt þörfum núverandi og komandi kynslóða til þróunar og umhverfis.
 • Viðmið 4: Til þess að ná fram sjálfbærri þróun, skal umhverfisvernd mynda óaðskiljanlegan hluta af þróunarferlinu. Þróun getur ekki verið aðskilin frá umhverfissjónarmiðum.
 • Viðmið 5: Öll þjóðríki og allar þjóðir skulu starfa saman að því mikilvæga verki að útrýma fátækt, sem er ófrávíkjanleg forsenda fyrir sjálfbærri þróun, til þess að minnka muninn á lífskjörum og til þess að betur sé hægt að mæta þörfum meirihluta mannkynsins.

Til að fá nánari upplýsingar

Permalinks

Temporal coverage

Topics

Topics:

Tags

Filed under:
Filed under: sustainability
Skjalaaðgerðir