All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Article
Við þekkjum sennilega öll söguna um Hans Brinker, unga hollenska strákinn sem eyddi nóttinni með fingurinn í holunni í flóðgarðinum til að koma í veg fyrir að vatnið flæddi inn og flæddi yfir borgina Harlem. Það að sagan var raunverulega skrifuð af bandarískum rithöfundi, Mary Mapes Dodge (1831-1905), sem aldrei hafði komið til Hollands, kemur mörgum á óvart.
Joep Korting er ekki jafn vel þekktur en hann er lykilmaður í fullkomnasta vatnsstjórnunarkerfi heims, sem nær til staðbundinnar, svæðisbundinnar stjórnunar og stjórnunar á landsvísu, auk þess sem kerfið tengist yfirvöldum annarra landa og háþróuðu tölvuvæddu vöktunarkerfi sem notar gervihnetti til að skoða innviði vatnsstjórnunarkerfisins allan sólarhringinn.
Joep er einnig einn af tengiliðunum niður á verksmiðjugólfið, og hann er nauðsynlegur fyrir framfylgni eins metnaðarfyllstu og yfirgripsmestu löggjafar ESB — Rammatilskipunar Evrópusambandsins um Vatn (WFD).
Rammatilskipunin kallar á samþættar aðgerðir til að ná fram “góðu ástandi” alls vatns innan ESB, þar með talið yfirborðsvatni og grunnvatni, fyrir árið 2015. Tilskipunin segir einnig hvernig við eigum að stjórna vatnsauðlindum okkar innan vatnaumdæma. Ýmsir önnur ESB löggjöf, þar með talin Rammatilskipun um hafsvæði og flóðatilskipunin, bæta enn við vernd vatns og sjávar og lífríkis háð vatni í Evrópu.
Það er ekkert leyndarmál að vatn er stórmál í Hollandi. Um 25 % af landsvæði landsins – þar sem 21 % af íbúunum búa - er fyrir neðan sjávarmál. Fimmtíu prósent landsins er innan við einn metra fyrir ofan sjávarborð. En Holland þarf að fást við meira en hafið sjálft. Að tryggja aðföng á fersku vatni til borgara og fyrirtækja, stjórnun vatnsfalla sem renna milli landa auk þess sem mæta þarf vatnsskorti á þurrkatímabilum eru einungis nokkur þeirra verkefna sem blasa við.
Hollendingar eru ekki þeir einu. Vatn er að verða krítískt málefni um alla jörð. Á 20. öldinni sáum við áður óþekktan vöxt í mannfjölda, hagkerfum, neyslu og framleiðslu úrgangs. Vatnstaka ein og sér hefur þrefaldast á undanförnum 50 árum.
Vatn er samt aðeins ein þeirra auðlinda sem eru undir auknu álagi. Það eru mörg önnur umhverfisvandamál, allt frá loftgæðum til tiltæks ræktanlegs lands, sem hafa orðið fyrir alvarlegum áhrifum vegna vaxandi mannfjölda, stækkandi hagkerfa og aukinnar neyslu.
Jafnvel þótt við sjáum ekki heildarmyndina, þá fær það sem við vitum um umhverfið okkur til að endurmeta hvernig við notum og stjórnum auðlindum okkar. Þetta endurmat – hið græna hagkerfi – gæti falið í sér grundvallarbreytingu á lífi okkar, hvernig við stundum viðskipti, neytum og meðhöndlum úrgang, og gæti breytt samskiptum okkar við reikistjörnuna. Lykilþáttur í græna hagkerfinu er skilvirk stjórnun náttúruauðlinda á Jörðinni.
En hvað merkir skilvirk stjórnun náttúruauðlinda? Hvernig gæti hún litið út þegar vatn er annars vegar?
Vatn er lífsnauðsynleg auðlind. Það nærir okkur, tengir okkur saman og er hluti velferðar. Samfélög okkar gætu ekki lifað af án ferskvatns. Við þörfnumst ferskvatns ekki einungis til að rækta matvæli, heldur einnig til að framleiða næstum allar aðrar vörur og þjónustu sem við njótum.
Joep hefur störf á vatnsskrifstofunni í Deurne, Hollandi kl. 8:00 á hverjum morgni. Meðal aðalverkefna hans er að athuga hluta af hinum 17 000 km af flóðvarnargörðum sem eru í þessu litla landi – en 5 000 km af flóðvarnargörðum vernda landið gegn ágangi hafs og stórra vatnsfalla.
Joep athugar einnig skurðina, lokuhólf og stíflur – stundum fjarlægir hann úrgang eða afskurð frá landbúnaði og stundum gerir hann við skemmdan búnað. Hvert sem verkefnið er, er hann sífellt að athuga vatnshæðina og hann leitar leiða til að stjórna vatnshæðinni.
Svæðið þar sem Joep starfar á hefur 500 flóðgáttir sem þarf að vakta daglega. Með því að hækka eða lækka í flóðgáttunum, hækkar eða lækkar vatnsborðið og þannig er hægt að stjórna flæði vatns um svæðið. Þrátt fyrir allt hátæknikerfið, skoða Joep og sjö samstarfsmenn hans lokuhólfin á hverjum einasta degi. Vatnshæð er sífellt vöktuð og það er til staðar neyðaraðgerðaáætlun og það eru til staðar neyðarsímalínur sem eru virkar allan sólarhringinn.
Joep og samstarfsmenn hans eru að framfylgja ákvörðunum sem hafa verið teknar af hollensku vatnaráðunum. Það eru nú starfandi 25 Vatnaráð í Hollandi. Sameiginlega byggja þau á stofnanalegri hugmyndafræði sem má rekja aftur til þrettándu aldar þegar bændur komu saman og gerðu samninga um að leiða vatnið burt frá ökrum sínum. Það er einstakt að vatnaráðin eru algjörlega óháð sveitarstjórnum og hafa jafnvel sín eigin fjárlög og sínar eigin kosningar – sem gerir vatnaráðin að elstu lýðræðislegu stofnuninni í Hollandi.
‘Þetta þýðir að þegar umræður um fjármál eða kosningar koma upp erum við ekki að keppa við fjárfestingar sveitarfélaga í fótboltavöllum, skólum, ungmennafélögum eða nýjum vegum – sem gætu verið vinsælli valkostir”, segir Paula Dobbelaar, formaður vatnaráðs svæðisins Aa en Maas og yfirmaður Joeps.
‘Við höfum einnig aðgerðir sem framkvæmdar eru frá degi til dags, til dæmis í tengslum við Rammatilskipun ES B um vatn, við erum raunverulega að reyna að gefa ánum okkar meira frelsi – leyfa þeim að rása um og finna sína eigin farvegi þannig að þær renni ekki í beinni línu. Með því að gefa þeim þetta frelsi og leyfa meira rými, fá árnar nýtt eðli – þær verða hluti af eðlilegra vistkerfi á nýjan leik,” segir Paula.
‘Vandinn í Hollandi er fólginn í því að við höfum verið mjög skipulögð í fortíðinni og vel hefur tekist að takast á við vatnsmálefni – við höfum haldið öllum öruggum í 50 ár – og núna gerir fólk ráð fyrir þessu öryggi sem sjálfsögðum hlut. Til dæmis, á síðasta ári var mjög mikil úrkoma í þessum hluta Evrópu og á meðan Belgar höfðu miklar áhyggjur af stöðu mála, ypptu Hollendingar bara öxlum – þeir reiknuðu með því að séð væri um að allt yrði í lagi” bætir Paula við.
Eins og fram hefur komið, eru fulltrúar í vatnaráðunum kosnir en einungis 15 % af íbúunum taka þátt í þessum kosningum. “Það er í raun og veru ekki dæmigert þversnið íbúanna og er aftur afleiðing af því að Hollendingar eru orðnir dálítið ónæmir fyrir vatnsmálefnum,” segir hún.
Stefnumörkun fyrir skilvirka og sjálfbæra stjórnun vatns verður að fela í sér tæknilega nýsköpun, sveigjanlega stjórnun sem byggir á samstarfi, þátttöku almennings og meðvitund auk efnahagslegra stjórntækja og fjárfestinga. Þátttaka almennings á sveitarstjórnarstigi er mjög mikilvæg.
“Vatnið tengir okkur vissulega saman bæði hnattrænt og staðbundið – bæði hvað varðar vandann og lausnirnar,” segir Sonja Timmer sem starfar hjá Alþjóðadeild Hollenskra samtaka vatnsstjórnenda, sem eru regnhlífarsamtök um vatnastjórnun fyrir öll Niðurlönd.
“Staðreyndin er sú að þrátt fyrir hátt stig öryggisstaðla í Hollandi, erum við að upplifa hærra sjávarborð, mjög þurra vetur og í kjölfar þeirra er aukin tíðni óvenjulegrar úrkomu í ágúst og á undanförnum árum, vegna mikillar úrkoma í Sviss og Þýskalandi, hefur vatnsstaða í ánni Rín verið mjög há. Það vatn lýkur vegferð sinni hér.”
“Að takast á við meira vatnsmagn á vissum tímum sem flæðir yfir landamæri eða við hærri sjávarstöðu felur augljóslega í sér alþjóðlegar aðgerðir. Við erum hluti af alþjóðlegu tengslaneti og við sjáum af vinnu okkar og reynslu að ef vatnsmál eru ekki stöðugt í fréttum, þá verður starf okkar erfiðara,” segir Sonja.
‘Fyrir mig, er vinna okkar heimafyrir líka tengd landsmálum og alþjóðamálum”, segir Paula. Annars vegar förum við starfsmenn um svæðið og skoðum stíflugarða og árfarvegi og tryggjum að þeim sé haldið hreinum og að vatnsmagn sé eins og það sem viðskiptavinir okkar (bændur, borgarar, náttúruverndarsamtök) vilja. Hins vegar höfum við uppi miklar áætlanir sem eru útfærðar út frá mjög óhlutbundnum viðmiðunum Rammatilskipunar ESB um vatn, yfir í raunverulegar verklagsreglur fyrir Joep til að vinna eftir. Ég kann núna að meta hina staðbundnu þekkingu. Fyrrum, þá vann ég um allan heim við gerð áætlana – á mjög háu stigi þar sem skilning vantaði á því að skapa rétta umgjörð og innviði á hverjum stað fyrir sig.”
“Þegar setið er með ráðherrum og talað um hnattrænar vatnsáætlanir er mjög erfitt að vera með báða fætur á jörðinni. Þetta hefur verið stórmál fyrir þróunarlöndin – fullt af áætlanagerð á hæstu stigum – en lítill skilningur, skortur á innviðum og fjárfestingu í löndunum sjálfum.”
“Núna um leið og vatnsmál verða aðkallandi raunveruleiki í Evrópu, þurfum við einnig jarðbundna og staðbundna nálgun um leið og við höfum metnaðargjarnar áætlanir”, segir Paula.
‘Ég hef átta manns sem fara um til þess að athuga lokuhólfin á hverjum degi. Þeir lifa allir hér í Hollandi og þeir skilja fólkið sem býr hér og staðbundnar aðstæður. Án þessara hluta endar það með því að ef ein áætlun bregst, þá er bara gerð ný áætlun í staðinn. Við þurfum öll að vinna að þessu markmiði – að skipta máli þar sem við erum – og að gefa fólki möguleika og afl til að leysa sín eigin vatnsmál,” segir hún.
‘Að vinna með heimamönnum er lykilatriði,’ samsinnir Sonja. “Stjórnun, aðgerðamiðuð, með dreifðri nálgun, getur tekið á sig margar myndir og það er það sem fær hana til að virka. Við þurfum einungis að ná athygli fólks aftur og útskýra fyrir þeim að það sé hætta til staðar og að allir þurfi að taka þátt,” segir hún.
Jafnvel þótt hlutar heimsins takist á við hættuna á vatnsskorti og önnur svæði berjist við flóðahættu, er allt tal um hnattrænan vatnsvanda ónákvæmt. Í staðinn stöndum við andspænis vanda er varðar stjórnun vatns.
Að mæta þörfum skilvirks þjóðfélags sem notar lítið af kolefni og auðlindum, að viðhalda hagþróun og þróun samfélagsins og að viðhalda nauðsynlegri starfsemi vatnsvistkerfa krefst þess að við gefum hinum þöglu vistkerfum okkar rödd og tökum tillit til hagsmuna þeirra. Við erum að tala um pólitískt val – val sem verður að byggja á réttum stjórnsýslulegum og stofnanalegum ramma.
Sagan af litla drengnum sem stakk fingri sínum í stífluveginn er oft notuð í dag til að lýsa mismunandi nálgunum við að stjórna aðstæðum. Það getur átt við að grípa til lítilla aðgerða til að koma í veg fyrir mikið tjón. Það getur einnig þýtt að reyna að lækna einkennin í stað þess að ráðast gegn rót vandans.
Raunveruleg staða er sú að skilvirk stjórnun vatns, eins og stjórnun margra annarra auðlinda, mun krefjast lausna sem þurfa samsetningu af aðgerðum og ákvörðunum á mismunandi stigum. Hnattræn markmið og skuldbindingar eru einungis umbreytanlegar yfir í raunverulegan árangur ef fólk eins og Joep og Paula eru til staðar til að framfylgja þeim.
Upplýsingabyltingin
Gervitungl geta stundum leyst fleiri verkefni en þau voru upphaflega hönnuð fyrir. Ásamt nokkrum hugmyndaríkum samstarfsmönnum, þróaði Ramon Hanssen, prófessor í Fjarkönnun við Delft tækniháskólann, kerfi til að vakta alla 17 000 km af flóðgörðum í Hollandi. Af þessum eru 5 000 km flóðgarðar sem vernda Hollendinga frá ágangi hafs og stórra vatnsfalla.
Það væri ómögulegt að vakta og skoða alla þessa flóðgarða á jörðu niðri. Það væri of kostnaðarsamt. Að nota radsjármyndir frá gervihnöttum European Earth observation – Envisat og ERS -2, getur Stofnun almennra vatnsveitna og vatnsstjórnunar í Hollandi (Rijkswaterstaat) athugað flóðgarðana á hverjum degi. Það er hægt að sjá jafnvel hina minnstu hreyfingu, af því að mælingarnar eru nákvæmar upp á næsta millimetra.
Hanssen skírði hugmyndina um fjarkönnun ‘Hansje Brinker’ eftir hinum goðsagnakennda dreng sem setti fingur sinn í flóðgarð til að vernda Holland frá flóðum. Þýðir þetta að könnunarleiðangrar Stofnunar almennra vatnsveitna til að rannsaka flóðgarða séu óþarfir? Prófessor Hanssen segir að svo sé ekki. Radsjáin gefur til kynna hvaða svæði þarf að athuga nánar vegna hreyfinga. Eftirlitsaðili getur fært GPS hnitin inn í GPS kerfi sitt, sem er einnig geimvísindatæknifyrirbæri, og síðan getur hann farið af stað og framkvæmt nánari könnun á jörðu niðri.
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/umhverfis-teikn/umhverfisteikn-2011/greinar/heima-og-heiman or scan the QR code.
PDF generated on 22 Mar 2023, 02:38 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 12 March 2023 21:56 from version 23.1.28
Software version: EEA Plone KGS 23.3.11
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum