næsta
fyrri
atriði

Article

Grænt hagkerfi skapað

Breyta tungumáli
Article Útgefið 26 Jun 2012 Síðast breytt 11 May 2021
Photo: © EEA/John McConnico
Flestir minnast 2011 sem árs fjárhagslegra umbrota, hamfara í Japan þar sem jarðskjálftar og flóðbylgjur riðu yfir með kjarnorkuslys í kjölfarið, fjármálalegra björgunaraðgerða ríkja í Evrópu og fjöldamótmæla er tengdust arabíska vorinu, “Tökum yfir Wall Street” hreyfingunni og Ingdignados á Spáni. Aðeins örfáa mun reka minni til þess að þetta var einnig árið sem vísindamenn uppgötvuðu yfir 18.000 nýjar tegundir lífvera á plánetunni okkar. Enn færri geta nefnt eina tegund sem var úrskurðuð útdauð.

Við fyrstu sýn gæti virst svo að örlög þeirra tegunda sem eru í útrýmingarhættu væru alls óskyld hagkerfinu. við nánari skoðun byrjum við hins vegar að skilja tenginguna þar á milli. ‘Gott heilbrigði’ vistkerfa er forsenda ‘góðs heilbrigðis’ félags- og efnahagskerfa okkar. er hægt að segja að samfélagið dafni þegar á því skellur loft- og vatnsmengun sem veldur heilbrigðisvandamálum? er samfélag að sama skapi ‘starfhæft’ þegar stór hluti þess er atvinnulaus eða nær ekki endum saman?

Þrátt fyrir að skilningur okkar sé takmarkaður og óvissa sé fyrir hendi, er bersýnilegt að heimur okkar er að breytast. eftir að hafa verið tiltölulega stöðugt í 10.000 ár, er meðalhitastig á jörðu að hækka. Þrátt fyrir að losun evrópusambandsins á gróðurhúsalofttegundum hafi dregist saman, losar brennsla á jarðefnaeldsneyti meira magn af gróðurhúsalofttegundum en land okkar og höf geta tekið við. sum svæði eru viðkvæmari gagnvart mögulegum áhrifum loftslagsbreytinga – og það eru oft þau lönd sem eru síst í stakk búin að aðlagast nýjum loftslagsskilyrðum.

Þeir sjö milljarðar manna sem búa á plánetunni bersýnilega valda og hraða þessari breytingu. raunar getur núverandi neysla og framleiðslustig skaðað umhverfið svo mikið að hætta er á að heimkynni okkar verði óbyggileg mörgum tegundum – þar á meðal okkur sjálfum. fjölmargt fólk í þróunarlöndunum sækist eftir lífsstíl svipuðum þeim sem tíðkast í þróuðum löndum, sem getur sett aukinn þrýsting á vistkerfi okkar.

Líffræðilegur fjölbreytileiki minnkar hraðar á jörðinni en nokkru sinni áður í sögunni. fækkun tegunda gæti verið allt að 1.000 sinnum hraðari en hún var hér áður fyrr. eyðilegging búsvæða er ein af aðalástæðunum.

Þrátt fyrir að heildarskóglendi hafi verið að aukast í evrópu undanfarna áratugi, er annað uppi á teningnum á heimsvísu. matvæla- og landbúnaðarstofnun sameinuðu þjóðanna áætlar að á hverju ári séu um það bil 13 milljónir hektara af skógum heimsins (svipað að stærð og Grikkland) felldir og landið tekið til annarrar notkunar, eins og fyrir beitiland nautgripa, námugröft, landbúnað eða undir þéttbýli. skógar eru ekki einu vistkerfin sem ógn steðjar að. mörg önnur náttúruleg búsvæði eru í hættu vegna mannlegrar starfsemi.

Leiðin fram á við: sameiginlegt grænt hagkerfi

Þegar aðaláhyggjuefni hversdagslífs milljarða manna er að eiga fyrir mat og senda börn sín í skóla í von um betri framtíð, getur það verið nánast ómögulegt fyrir allmarga að grípa ekki til skammtímalausna. nema að hægt sé að bjóða þeim önnur og betri tækifæri.

Það er ljóst að hagræn starfsemi okkar krefst náttúruauðlinda. en það sem gæti virst vera valþröng – val á milli þess að vernda umhverfið og þróa hagkerfið – er í raun villandi. til langs tíma litið útheimtir efnahagsleg og félagsleg þróun sjálfbæra stjórnun á náttúruauðlindum.

Við lok ársins 2011 var einn af hverjum tíu atvinnulaus innan evrópusambandsins. Þessi tala var meira en einn af hverjum fimm fyrir yngra fólk. Atvinnuleysi setur verulegt álag á einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild sinni. árið 2010 bjó næstum fjórðungur íbúa innan esB við fátæktarmörk eða átti á hættu að verða fyrir félagslegri útilokun. tíðni fátæktar á heimsvísu er enn hærri.

Núverandi efnahagslíkön okkar taka ekki tillit til stórs hluta þess ávinnings sem heilbrigt umhverfi færir okkur. verg landsframleiðsla (gross domestic product, GDP) – sá hagvísir sem oftast er notaður til að gefa til kynna þróunarstig, lífsgæði og stöðu ríkis með tilliti til annarra ríkja – byggist á framleiðsluverðmæti hagkerfis. hann tekur ekki tillit til þeirra félagslegu og mannlegu fórna sem við færum vegna hliðaráhrifa hagvaxtar, eins og loftmengunar. Þvert á móti telst sú heilbrigðisþjónusta sem veitt er þeim sem þjást af öndunarfærasjúkdómum vera jákvætt framlag til GDP.

Það er áskorun að finna leiðir til að endurhanna efnahagslíkön okkar þannig að við getum stuðlað að vexti og bætt lífskjör um heim allan án þess að skaða umhverfið og á sama tíma verja hagsmuni komandi kynslóða. Lausnin hefur verið kölluð ‘hið græna hagkerfi’.

Þrátt fyrir að þetta virðist vera einfalt hugtak er framkvæmd hugmyndarinnar mun flóknari. klárlega mun hún útheimta tæknilega nýsköpun. en hún kallar einnig á fjölda annarra breytinga – varðandi hvernig við skipuleggjum fyrirtæki; hvernig við hönnum borgir; hvernig við högum fólks- og vöruflutningum; raunar hvernig við lifum.

Til að setja þetta í viðskiptalegt samhengi, þá þurfum við að tryggja sjálfbærni til langs tíma á öllum sviðum verðmætasköpunar: á sviði náttúruauðs, mannauðs, félagslegs auðs og framleiðsluauðs, sem og fjármagnsauðs. hugtakið um grænt hagkerfi mætti einnig útskýra með þessum aðgreinda en tengda auði.

Við mat á kostnaði og ávinningi ákvarðana okkar, verðum við að horfa til áhrifa á alla fjármunaeign. fjárfestingar í vegum og verksmiðjum geta aukið framleiðsluauð okkar en þær geta í raun grafið undan heildarauði okkar ef þær hafa í för með sér eyðingu skóglendis (sem er hluti af náttúruauði okkar) eða skaðað lýðheilsu (sem er hluti af mannauði).

Tækifærin framundan

Breytingar á lífsháttum okkar, framleiðslu og neyslu opna í raun nýjan heim af tækifærum. Umhverfisteikn 2012 gefur þér yfirsýn yfir stöðu okkar í dag, nákvæmlega 20 árum eftir heimsráðstefnuna í rio de Janeiro í Brasilíu árið 1992. Það lítur á hvernig hagkerfið og umhverfið tengjast og hvers vegna við þurfum að gera hagkerfi okkar ‘grænt’. Það gefur þér einnig nasasjón af hinum fjölmörgu tækifærum sem í boði eru.

Það er engin ein lausn sem mun stuðla að skjótri upptöku eða ein lausn sem hæfir öllum. Auk sameiginlegra heildarmarkmiða við skilvirka úrgangsstjórnun, gæti úrgangsstjórnun Grænlands þurft að glíma við allt annan veruleika en þann sem Lúxemborg stendur frammi fyrir.

Tímasetning er lykilatriði. Í dag þurfum við lausnir sem taka á þeim umhverfisvandamálum sem við stöndum andspænis með nútímatækni, hafandi í huga að stefnur okkar og viðskiptaákvarðanir krefjast stöðugra endurbóta og aðlögunar svo þær haldi í við vaxandi skilning okkar á umhverfinu sem og tækniþróun. en það eru margar lausnir sem þegar eru tiltækar. Og margar eru væntanlegar.

Spurning um val

Copyright: Gülcin KaradenizÁ endanum snýst þetta um val – val á stefnu, rekstrarlegt val og val neytenda. en hvernig veljum við besta kostinn?

Höfum við upplýsingarnar og verkfærin sem til þarf til að þróa viðeigandi stefnur? erum við að taka á málefninu á ‘réttum’ vettvangi? höfum við ‘réttu’ hvatana eða markaðsvísbendingarnar til að fjárfesta í endurnýjanlegri orku? höfum við réttu upplýsingarnar eða merkingarnar á vörunum sem við kaupum, svo við getum valið þann kost sem er grænni?

Þekking okkar og hvernig við öflum hennar mun gegna úrslitahlutverki við að stuðla að því að ólík samfélög velji ‘rétt’. á endanum gerir þekking okkur kleift að koma fram með lausnir og skapa ný tækifæri með því að deila þeim með öðrum.

Jacqueline Mcglade prófessor,
framkvæmdastjóri

Til að fá nánari upplýsingar

Permalinks

Geographic coverage

Tags

Filed under:
Filed under: green economy
Skjalaaðgerðir