næsta
fyrri
atriði

Article

Frá námavinnslu yfir í úrgang og enn lengra

Breyta tungumáli
Article Útgefið 26 Jun 2012 Síðast breytt 11 May 2021
Photo: © EEA/Ace&Ace
Næstum því allt sem við neytum og framleiðum hefur áhrif á umhverfið. Þegar við stöndum andspænis daglegum valkostum um að kaupa vissar vörur eða þjónustu leiðum við hugann oft ekki að umhverfisáhrifum vörunnar. Hilluverð vörunnar endurspeglar sjaldnast hinn raunverulega kostnað. En það eru margir hlutir sem við getum gert til að gera neyslu okkar og framleiðslu græna.

Í maí árið 2011 var fjöldi fólks í Apple versluninni á fimmtu breiðgötu í new York þar sem fólk kom allsstaðar að í veröldinni til að kaupa nýjustu afurð Apple, iPad2. Allt sem hægt var að flytja inn þann daginn seldist innan nokkurra klukkustunda. verslunin á fimmtu breiðgötu var ein af þeim heppnu. margar Apple verslanir um allan heim gátu einungis tekið við pöntunum og urðu að afhenda vöruna vikum seinna.

Seinkunin orsakaðist ekki af slæmri skipulagningu eða vegna þess að um væri að ræða of vel heppnaða markaðssetningu. seinkunin orsakaðist af röð hamfara hinum megin á hnettinum. fimm af mikilvægustu íhlutum í iPad2 voru framleiddir í Japan á þeim tíma þegar jarðskjálfti átti sér stað þann 11. mars 2011. framleiðslu sumra þessara íhluta var auðveldlega hægt að flytja til suður-kóreu eða til Bandaríkjanna, en stafræna áttavitann varð að framleiða í Japan. einn aðal framleiðandinn var staðsettur innan við 20 km frá fukushima kjarnorkuverinu og varð að loka verksmiðju sinni.

Hráefnisflæði til að fóðra framleiðslulínur

Í hinum samtengda heimi nútímans hefst framleiðsluferli margra raftækja í námunni, sem er yfirleitt staðsett í þróunarríki, og í vöruþróunarmiðstöð, sem er yfirleitt staðsett í þróuðu ríki. Í dag krefst framleiðsla fartölvu, farsíma, bíla og stafrænna myndavéla sjaldgæfra málma eins og neódýmíums, lanthanums og seríums. Jafnvel þótt mörg lönd hafi óunna málma í jörðu, er námavinnslan dýr, og í sumum tilvikum er hún bæði eitruð og geislavirk.

Eftir námavinnslu eru hráefnin yfirleitt flutt yfir á framleiðslustað og þeim umbreytt yfir í mismunandi íhluti vörunnar, sem eru síðan fluttir á aðra staði þar sem varan er sett saman. Þegar við loksins kaupum tækið, hafa mismunandi íhlutar þess þegar ferðast um heiminn og á sérhverju stigi ferðalagsins hafa þeir haft áhrif á umhverfi jarðarinnar.

Sama á við um matinn á borðum okkar, húsgögnin í stofunni og eldsneytið á bílunum okkar. fyrst fer fram hráefnisog auðlindavinnsla og þeim breytt yfir í framleiðsluvöru eða þjónustu og flutt til heimila okkar sem eru flest í þéttbýli. Afhending ferskvatns til evrópskra heimila, felur ekki einungis í sér töku þess vatns úr á, stöðuvatni eða grunnvatni. til þess að skila vatninu til neyslu, þarf innviði (vatnsveitu) og orku til að flytja vatnið, geyma, meðhöndla og hita. eftir “notkun” þarf enn frekari innviði og orku til að farga vatninu.

Copyright: ThinkstockTil að framleiða einn venjulegan kaffibolla í Hollandi þarf um 140 lítra af vatni. Mest af vatninu fer til að rækta kaffiplöntuna sjálfa. Það er jafnvel enn meira sláandi, að til að framleiða eitt kg af nautakjöti, þarf að meðaltali 15.400 lítra af vatni.

Heimild: Water Footprint Network

Allt er gert fyrir neysluna

Sum umhverfisáhrif neyslu okkar og neyslumynsturs eru ekki augljós við fyrstu sýn. Að framleiða orku til að gefa farsímum orku og til að frysta matvæli losar koltvíoxíð út í andrúmsloftið, sem aftur stuðlar að loftslagsbreytingum. fólks- og vöruflutningar og iðnfyrirtæki losa loftmengandi efni eins og brennisteinsoxíð og köfnunarefnisoxíð sem eru skaðleg heilsu fólks.

Copyright: ShutterstockMilljónir sem ferðast suður á bóginn á sumrin, valda auka álagi á sumardvalarstöðum sínum. til viðbótar við losun gróðurhúsalofttegunda vegna ferðarinnar, skapar þörf þeirra fyrir húsnæði þörf hjá byggingariðnaðinum fyrir hráefni og orku. árstíðabundin aukning íbúa á sumardvalarstaðnum krefst viðbótar vatnstöku vegna hreinlætisaðstöðu og fyrir frístundaiðju yfir hina þurru sumarmánuði. Þetta þýðir einnig að meðhöndla þarf meira skólp, flytja þarf meiri mat til ferðamannasvæða og meðhöndla þarf aukið magn úrgangs. Þrátt fyrir óvissu um umfang umhverfisáhrifa okkar, er ljóst að núverandi stig og mynstur auðlindanýtingar getur ekki haldið áfram. við höfum einfaldlega takmarkað magn nauðsynlegra auðlinda, eins og ræktanlegs lands og vatns. Það sem oft byrjar sem staðbundið vandamál – vatnsskortur, eyðing skóga til að skapa tún eða losun mengandi efna frá iðnaðarverksmiðju – getur auðveldlega orðið hnattrænt og kerfislægt vandamál sem hefur áhrif á líf okkar allra.

Hið vistræna fótspor, sem var þróað af Global footprint network, er vísir sem sýnir auðlindanotkun. vísirinn metur neyslu landa út frá landnotkun um allan heim, þar með talinni óbeinni landnotkun sem þarf til að framleiða vörur og taka til sín CO2 losun. samkvæmt þessari aðferðafræði var sérhver manneskja með hnattrænt fótspor sem samsvaraði 2,7 hnattrænum hekturum árið 2007. Það er mun meira en þeir 1,8 hnattrænu hektarar sem eru tiltækir fyrir sérhvert okkar til að viðhalda neyslu án þess að stefna í hættu framleiðslugetu umhverfisins (Global footprint network, 2012). Í þróuðum löndum var mismunurinn jafnvel ennþá eftirtektarverðari. Aðildarlönd Umhverfisstofnunar evrópu neyttu 4,8hnattrænna hektara á hvern íbúa, þrátt fyrir að einungis séu líffræðileg tiltækir 2,1hnattrænir hektarar fyrir hvern einstakling (Global footprint network, 2011).

En neysla felur einnig í sér störf

Löngun okkar og þörf til að nota náttúruauðlindir birtir aðeins eina hlið málsins. Að byggja sumarhús á spáni, rækta tómata í hollandi, fara í frí til tælands, skapar einnig vinnu, tekjur og að lokum lífsviðurværi og meiri lífsgæði fyrir byggingaverkamenn, bændur og ferðaþjónustuaðila. Í huga margra um allan heim, fela hærri tekjur í sér möguleika á því að mæta grunnþörfum. en hvað telst vera “þörf” er ekki auðveld að skilgreina og er mjög mismunandi eftir menningarsvæðum og tekjustigi.

Fyrir þá sem vinna sjaldgæfa málma úr jörðu í innri mongólíu í kína, hefur námavinnslan í för með sér matvælaöryggi fyrir fjölskylduna og menntun fyrir börnin. fyrir iðnverkamenn í Japan getur slíkt þýtt ekki einungis mat og menntun heldur einnig nokkurra vikna frí í evrópu. fyrir suma þeirra sem mæta í Apple verslunina, gæti lokavaran falið í sér nauðsynlegt atvinnutæki, en fyrir aðra er einungis um að ræða tæki til afþreyingar. Þörfin fyrir afþreyingu er einnig mannleg þörf. áhrifin á umhverfið fara eftir því hvernig við mætum þeim þörfum.

Út í ruslatunnu

Ferðalag rafeindatækja, matvæla og kranavatns endar ekki inni á heimilum okkar. við eigum sjónvarpið eða myndavélina þangað til þau verða úrelt eða eru ekki lengur samhæfð nýrri tækjum. Í sumum löndum esB, fleygja neytendur um þriðjungi þeirra matvæla sem þeir kaupa. hvað verður um þann mat sem fer til spillis áður en við kaupum hann? á sérhverju ári, fellur til 2,7 milljarðar tonna af úrgangi í hinum 27 löndum evrópusambandsins.

En hvað verður um allan þennan úrgang? stutta svarið við spurningunni er að úrgangurinn hverfur sjónum okkar. hluti úrgangsins er meira að segja verslunarvara – lögleg eða ólögleg – á hinum hnattræna markaði. Langa svarið er mun miklu flóknara. Það er háð því “hverju” er fleygt og “hvert”. meira en einn þriðji af þyngd þess úrgangs sem fellur til innan 32 aðildarlanda Umhverfisstofnunar evrópu eru byggingarefni og niðurrifsúrgangur. slíkur úrgangur tengst sterklega efnahagsuppsveiflum. einn fjórði hluti er úrgangur sem fellur til við námavinnslu. Þrátt fyrir að þegar upp er staðið sé öll úrgangsmyndun knúin áfram af neyslu, þá kemur minna en einn tíundi hluti af heildarþyngd úrgangsins frá venjulegum heimilum.

Tölulegar upplýsingar um úrgang eru jafn ófullkomnar og um neyslu en það er samt ljóst að við eigum eftir að læra mikið þegar kemur að úrgangsstjórnun. Að meðaltali notar hver íbúi esB 16-17 tonn af hráefnum á ári og stór hluti þessa magns verður fyrr eða síðar að úrgangi. Þetta magn mundi hækka upp í 40–50 tonn á hvern einstakling ef ónotuð jarðefni námavinnslu (þ.e. önnur jarðlög námunnar) og vistfræðileg áhrif (heildarmagn þess náttúrlega hráefnis sem er raskað í náttúrulegu umhverfi) vegna innflutnings væru tekin með í reikninginn.

Löggjöf eins og tilskipanir esB um landfyllingar, útrunnin farartæki, rafhlöður, umbúðir og umbúðaúrgang, hefur hjálpað evrópusambandinu að beina stærri hluta af heimilisúrgangi sínum úr landfyllingum yfir í brennslu og endurvinnslu. árið 2008, var 46 % af föstum úrgangi innan esB endurheimtur. Afgangurinn var sendur til brennslu (5%) eða í landfyllingar (49%).

Að leita að nýrri tegund gullnámu

Rafknúin heimilistæki, tölvur, ljósabúnaður og símar innihalda efni sem skapa hættu fyrir umhverfið, en þessi tæki innihalda einnig verðmæta málma. árið 2005 var talið að rafmagns- og raftæki á markaðnum innihéldu um 450.000 tonn af kopar og sjö tonn af gulli. á málmmarkaðnum í Lundúnum var koparinn u.þ.b. 2,8 milljarða evru virði og gullið 328 milljóna evru virði, miðað við verðið í febrúar 2011. Þrátt fyrir umtalsverðan breytileika á milli evrópulanda, er einungis verið að safna saman litlum hluta af slíkum rafbúnaði í dag til endurnýtingar eða endurvinnslu eftir að tækjunum hefur verið fleygt.

Það að henda eðalmálmum sem úrgangi, hefur hnattræn áhrif. Þýskaland flytur út um 100.000 notaða bíla á ári hverju í gegnum hamborg til svæða utan evrópusambandsins, aðallega til Afríku og mið-Austurlanda. árið 2005, innihéldu þessir bílar um 6,25 tonn af málmum sem eru í platínuhópnum. Ólíkt því sem gildir um esB, hafa löndin sem flytja inn bílana ekki nauðsynlegar reglugerðir né getu til að taka í sundur og endurvinna notaða bíla. Þetta fyrirkomulag felur í sér efnahagslegt tap og leiðir einnig til frekari námavinnslu, sem veldur tjóni á umhverfinu, oft utan esB, sem komast hefði mátt hjá.

Betri úrgangsstjórnun á sveitarstjórnarstiginu felur í sér umtalsverðan ávinning – að breyta úrganginum í dýrmæta auðlind, forðast skaða á umhverfinu, þ.m.t. losun gróðurhúsalofttegunda og dregur úr þörfinni fyrir nýjar auðlindir.

Tökum sem dæmi pappírsúrgang. árið 2006, var nánast 70 % af föstum pappírsúrgangi frá sveitarfélögum endurunninn, sem samsvarar einum fjórða af heildarneyslu pappírsvara. Að auka endurvinnsluhlutfallið upp í 90 % mundi leyfa okkur að mæta meiru en einum þriðja af þörfinni fyrir pappír með endurunnu hráefni. Það mundi draga úr þörfinni fyrir nýjar auðlindir og leiða til þess að minna af pappírsúrgangi væri sent til landfyllingar eða í brennslu, sem aftur hefði í för með sér minni losun gróðurhúsalofttegunda.

Hvert getum við þróast frá þeim punkti sem við erum á núna?

Það er ekki neysla eða framleiðsla sem slík sem veldur skaða á umhverfinu. Það eru umhverfisáhrif þess sem við neytum og hversu mikið, og hvernig, við framleiðum hlutina. Allt frá hinu staðbundna til hins hnattræna, stjórnmálamenn, fyrirtæki og borgaralegt samfélag verða öll að taka þátt í því að skapa grænt hagkerfi.

Tæknileg nýsköpun býður upp á margar lausnir. Það að nota hreina orku og hreina flutningstækni hefur minni áhrif á umhverfið og getur mætt sumum þörfum okkar, ef ekki þeim öllum. en tæknin ein og sér dugar ekki til.

Copyright: Gülcin KaradenizLausn okkar getur ekki einungis snúist um endurvinnslu og endurnýtingu hráefna þannig að við getum unnið minna magn hráefna úr jörðu. við komumst ekki hjá því að nýta auðlindir, en við reynum að nýta þær á skynsamlegan hátt. við getum skipt yfir í hreinni valkosti og gert framleiðsluferli okkar grænni og við getum lært að breyta úrgangi yfir í auðlind.

Við þurfum örugglega betri stefnumótun, betri innviði samfélagsins og meiri hvata en allir þessir þættir skila okkur þó aðeins skammt á veg. Lokaáfangi leiðarinnar byggir á vali okkar sem neytendur. hver sem bakgrunnur eða aldur er, eru það ákvarðanir okkar frá degi til dags um hvaða vörur og þjónustu við kaupum sem ráða því hvað er framleitt og hversu mikið. smásölukaupmenn geta haft einnig mikil áhrif á það hvað er sett í hillurnar og geta ýtt undir eftirspurn eftir sjálfbærum vörum upp alla aðfangakeðjuna.

Andartaks umhugsun fyrir framan hillurnar í stórmarkaðnum eða fyrir framan ruslakörfuna er e.t.v. góð byrjun fyrir persónulega vegferð okkar til sjálfbærs lífsstíls. Get ég nýtt matarafgangana frá því í gær í staðinn fyrir að henda þeim? Get ég fengið þessa vél lánaða í stað þess að kaupa hana? Hvernig get ég endurunnið gamla farsímann minn?…

Til að fá nánari upplýsingar

Permalinks

Skjalaaðgerðir