næsta
fyrri
atriði

Article

Að lifa í neysluþjóðfélagi

Breyta tungumáli
Article Útgefið 26 Jun 2012 Síðast breytt 17 Mar 2023
Photo: © Thinkstock
Áratugir tiltölulega stöðugs hagvaxtar í Evrópu hafa umbreytt lífsstíl okkar. Við framleiðum og neytum meira af vörum og þjónustu. Við ferðumst meira og lifum lengur. En umhverfisáhrif hagrænnar starfsemi okkar bæði heima og erlendis hafa orðið æ meiri og sýnilegri. Varanlegum árangri má ná með umhverfislöggjöf, þegar henni er vandlega framfylgt. Eftir að hafa skoðað hvað hefur breyst á undanförnum tveimur áratugum, getum við virkilega sagt að við séum að gera okkar besta?

Þegar Carlos Sánchez fæddist árið 1989, bjuggu næstum 5 milljónir manna á höfuðborgarsvæði Madrid. Fjölskylda hans bjó í tveggja svefnherbergja íbúð í miðborginni; þau áttu ekki bíl, en áttu sjónvarp.

Fjölskylda Carlosar var ekki eina spænska fjölskyldan sem átti ekki bíl. Árið 1992, sex árum eftir að Spánn gekk í ESB, voru 332 fólksbílar á hverja 1.000 íbúa á Spáni. Næstum tveim áratugum síðar, árið 2009, áttu 480 af hverjum 1.000 Spánverjum bíla, sem er aðeins fyrir ofan meðaltal ESB.

Þegar Carlos var fimm ára gamall, keypti Sánchez fjölskyldan íbúðina við hliðina og sameinaði íbúðirnar tvær. Þegar hann var átta ára, keyptu þau fyrsta bílinn sinn, en hann var notaður.

Samfélög sem eldast

Það er ekki einungis ferðamáti okkar sem hefur breyst. Samfélög okkar hafa einnig tekið breytingum. Með örfáum undantekningum, hefur fjöldi fæddra barna á hverja konu ekki breyst umtalsvert innan ríkja ESB miðað við gögn undanfarinna 20 ára. Spænskar konur áttu 1,32 börn að meðaltali árið 1992 og árið 2010 hafði talan hækkað örlítið upp í 1,39 – sem er langt undir almennu viðmiði til að viðhalda fólksfjölda, en það er skilgreint sem 2,1 barn á hverja konu. Heildar frjósemisstuðull innan ESB-27 var um 1,5 fædd börn árið 2009.

Íbúum ESB fjölgar samt sem áður, aðallega vegna innflytjenda. Við lifum einnig lengur og höfum það betra. Árið 2006 voru lífslíkur innan ESB 76 ár fyrir karlmenn og 82 ár fyrir konur. Í lok október árið 2011 náði fólksfjöldi jarðar 7 milljörðum. Þrátt fyrir lækkun frjósemisstuðulsins á undanförnum tveimur áratugum, er reiknað með því að fólksfjöldi jarðar haldi áfram að aukast þar til hann nær jafnvægi við 10 milljarða árið 2100.

Hraði borgarmyndunar hefur einnig aukist. Meira en helmingur mannkynsins býr núna í þéttbýli. Innan ESB, búa um þrír fjórðuhlutar íbúanna í þéttbýli. Áhrifin sjást greinilega í mörgum evrópskum borgum, eins og í Madríd. Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæði Madrídborgar náði 6,3 milljónum árið 2011.

Við ræktum okkar mat í umhverfi með áburði og varnarefnum úr jarðolíu. Flest byggingarefni okkar – sement, plastefni og fleira – er gert úr jarðolíu, og sama má segja um flest lyf sem eru á markaðnum. Föt okkar, að mestu leyti, eru gerð úr gerviefnum sem eru unnin úr jarðolíu. Flutningar okkar, afl, hiti og ljósgjafar – allt er þetta háð olíu. Við höfum byggt um umfangsmikla siðmenningu sem byggir á því að grafa upp kolefnisjarðlög frá kolatímabili fornlífsaldar.
… kynslóðir framtíðarinnar sem munu lifa eftir fimmtíu þúsund ár... munu líklega kalla okkur jarðefnaeldsneytismenninguna og þetta tímabil sem kolaöldina, alveg eins og við höfum vísað til fyrri tímabila sem bronsaldar og járnaldar.’

Jeremy Rifkin, forseti the foundation on economic trends og ráðgjafi hjá evrópusambandinu. Úrdráttur úr bók hans ‘the third industrial revolution’ – Þriðja iðnbyltingin.

Vöxtur allsstaðar

Coyright: Stockxpert.comÁ síðustu tveimur áratugum, var á spáni eins og í mörgum öðrum evrópuríkjum stöðugur hagvöxtur, hækkandi kaupmáttur og þar til nýlega, vöxtur sem leit út fyrir að geta leyst atvinnuleysisvandann í landinu. hagvaxtaruppsveiflan var knúin áfram af aðgengilegum lánum – bæði opinberum og í einkageiranum – nægu magni hráefna og innflæðis innflytjenda frá mið- og suður-Ameríku og Afríku.

Þegar Carlos fæddist var internetið (eins og við þekkjum það í dag) ekki til. farsímar voru sjaldgæfir, þungir og erfiðir í flutningi og of dýrir fyrir flesta. samfélagsmiðlar eða félagsleg tölvusamskiptakerfi voru óþekkt. Í huga margra samfélaga um alla jörð, merkti orðið tækni að hægt væri að afhenda rafmagn á öruggan hátt. símar voru dýrir og ekki alltaf aðgengilegir. frí í útlöndum voru einungis á færi forréttindastétta.

Þrátt fyrir ýmsar lægðir í efnahagslífi á síðustu 20 árum, óx hagkerfi esB um 40 % og meðaltalið var aðeins hærra hjá þeim löndum sem gerðust aðilar að esB árið 2004 og 2007. Byggingariðnaður sem tengist ferðaþjónustu var einkum mikilvæg uppspretta hagvaxtar á spáni. Í öðrum evrópuríkjum var hagvöxtur einnig knúinn áfram af geirum viðskiptalífsins, eins og þjónustugreinum og framleiðslugreinum.

Í dag býr Carlos með foreldrum sínum á sama heimilisfangi. Þau eiga öll bíl og farsíma. Lífsstíll sanchéz fjölskyldunnar er ekki óvenjulegur miðað við evrópska staðla.

Hnattræna fótsporið stækkar

Umhverfisáhrif evrópu hafa vaxið jafnt og þétt að sama skapi og hagkerfið hefur vaxið bæði í evrópu og í heiminum öllum. verslun hefur gegnt úrslitahlutverki við að stuðla að hagsæld bæði í evrópu og þróunarríkjum, auk þess sem hún hefur dreift um heiminn umhverfisáhrifum af starfsemi okkar.

árið 2008, flutti esB inn sex sinnum meira af efnum, miðað við þyngd, en það flutti út. mismunurinn skýrist næstum að fullu af miklu magni innflutnings eldsneytis og efna sem eru unnin úr jörðu.

Stefnumörkun virkar, ef hún er vel unnin og henni framfylgt

Skilningur á nauðsyn þess að takast á við umhverfismál, var vaxandi í heiminum löngu fyrir heimsráðstefnuna í ríó árið 1992. rekja má umhverfislöggjöf esB aftur til upphafs áttunda áratugarins og reynslan síðan þá hefur sýnt fram á að umhverfislöggjöf borgar sig þegar lögum er framfylgt á skilvirkan hátt.

Fuglatilskipun esB (1979) og tilskipunin um búsvæði (1992) eru tilskipanir sem skapa lagaramma fyrir verndarsvæði í evrópu. evrópusambandið hefur nú afmarkað meira en 17% af landsvæði sínu og meira en 160 000 km2 af hafsvæðinu sem hluta af vernduðum náttúrusvæðum sínum (natura 2000). Jafnvel þótt margar evrópskar tegundir og búsvæði séu enn í hættu er natura 2000 mjög mikilvægt skref í rétta átt.

Önnur stefna esB í umhverfismálum hefur einnig haft jákvæð áhrif á umhverfi evrópu. Loftgæði hafa batnað umtalsvert á undanförnum tveimur áratugum. en loftmengun sem kemur langt að og sumir staðbundnir loftmengunarvaldar halda áfram að hafa áhrif á heilsu okkar. Gæði evrópskra vatnasvæða hafa einnig batnað umtalsvert, þökk sé evrópskri lagasetningu, en flest mengandi efni sem losuð eru út í loft, vatn og jarðveg hverfa ekki svo auðveldlega. Þvert á móti hafa þau tilhneigingu til að safnast upp í náttúrunni.

Evrópusambandið hefur einnig hafið vinnu við að aftengja fylgnina á milli hagvaxtar og losunar gróðurhúsalofttegunda. hnattræn losun slíkra efna heldur hins vegar áfram að aukast, sem stuðlar að uppsöfnun koltvíoxíðs í lofthjúpnum og í höfum jarðar.

Copyright: ThinkstockSvipuð þróun er að eiga sér stað í notkun hráefna. evrópska hagkerfið framleiðir nú meira með því að nota minna af auðlindum. en við notum samt ennþá mun meira af auðlindum en evrópski landmassinn og hafsvæði evrópu geta fært okkur. esB myndar ennþá mikið magn úrgangs en er sífellt að auka hlut endurvinnslu og endurnýtingar.

Því miður kemur það í ljós þegar við tökumst á við eitt umhverfisvandamál, að ekki er hægt að leysa umhverfisvandamál ein og sér og einungis eitt í einu. samþætta verður umhverfismálin inn í hagstjórnina, borgarskipulagið, stjórnun fiskveiða og landbúnaðarstefnu o.s.frv.

Öflun vatns, til dæmis, hefur áhrif á gæði og magn vatns sem er til ráðstöfunar bæði við uppsprettuna og neðar við ána. Þegar vatnsmagn uppsprettunnar minnkar vegna mikillar vatnstöku þynnast mengandi efni sem losuð eru í vatnið síður út og þau hafa meiri neikvæð áhrif á þær tegundir lífvera sem háðar eru vatninu. til þess að við getum skipulagt og náð fram umtalsverðum umbótum í vatnsgæðum, þurfum við einnig að spyrja, til að byrja með, af hverju verið er að nota vatnið?

Breytingar í smáum skrefum

Þrátt fyrir að okkur skorti þekkingu kallar sú umhverfisþróun sem við sjáum í dag strax á ákveðnar aðgerðir stjórnmálamanna, fyrirtækja og borgara. haldi þróunin áfram óbreytt mun hnattræn eyðing skóglendis halda áfram á hættulegum hraða og meðalhiti jarðar gæti hafa hækkað um allt að 6,4 °C við lok þessarar aldar. hærri sjávarstaða mun skapa hættu fyrir okkar mikilvægustu auðlind – landsvæði – á láglendum eyjum og á strandsvæðum.

Það tekur oft áratugi að ljúka alþjóðlegum samningaviðræðum og framfylgja niðurstöðum þeirra. vel gerð löggjöf innan ríkja virkar þegar henni er framfylgt til fulls, en hún takmarkast af landfræðilegum og pólitískum landamærum. mörg umhverfismál takmarkast ekki við landamæri þjóðríkja. Að lokum getur verið að við finnum öll fyrir áhrifum eyðingar skóglendis, loftmengunar eða úrgangs sem losaður hefur verið í hafið.

Hægt er að breyta þróuninni og viðhorfum – skref fyrir skref. við höfum góðan skilning á því hvar við vorum fyrir 20 árum síðan og hvar við stöndum í dag. við höfum ekki fundið neina töfralausn sem getur leyst öll umhverfisvandamál á stundinni, en við höfum ákveðnar hugmyndir, reyndar fjölda hugmynda, verkfæra og stefnumiða, sem geta hjálpað okkur að umbreyta hagkerfinu yfir í grænt hagkerfi. möguleikinn á að byggja upp sjálfbæra framtíð á næstu 20 árum er til staðar fyrir okkur að fanga.

Copyright: EEA/Ace&Ace

Að grípa tækifærið

Að grípa tækifærið sem blasir við byggir á sameiginlegum skilningi okkar á ástandi mála. við getum aðeins skapað nógu mikið afl til breyta um lífsstíl ef við skiljum hvað er í húfi. skilningur á umhverfismálum fer vaxandi en hann dugar ekki alltaf til. efnahagslegur óstöðugleiki, ótti við atvinnuleysi og áhyggjur af heilsufari ríkir yfir hugum margra okkar frá degi til dags. Og það er ekkert öðruvísi hjá Carlosi og vinum hans, einkum þegar við höfum í huga ólguna í efnahagsmálum evrópu.

Á meðan Carlos hefur áhyggjur af líffræðinámi sínu og möguleikum á atvinnumarkaði, er hann ekki viss um hversu meðvituð kynslóð hans er um umhverfisvandann í evrópu og í heiminum öllum. hann er íbúi í þéttbýli, en gerir sér grein fyrir að kynslóð foreldra hans var nátengdari náttúrunni, vegna þess að í flestum fjölskyldum hafði a.m.k. annað foreldrið verið alið upp í sveit. Þrátt fyrir að þau flyttu inn í borgina til að starfa, viðhéldu þau nánu sambandi við náttúruna.

Copyright: Gülcin KaradenizÞað getur verið að Carlos hafi aldrei haft svipaða tengingu við náttúruna en hann vill leggja sitt af mörkum og hjólar í háskólann. hann hefur jafnvel sannfært föður sinn um að hjóla í vinnuna.

Staðreyndin er sú að efnahagslegt óöryggi, heilsufar, lífsgæði og jafnvel það að mæta atvinnuleysi byggist allt á því að tryggja heilbrigði jarðarinnar. hröð eyðing náttúruauðlinda og eyðing vistkerfa sem veita okkur mikil hlunnindi munu varla veita Carlosi eða hans kynslóð örugga og heilsusamlega framtíð. Grænt hagkerfi sem notar lítið af kolefni, er besti og raunhæfasti valkosturinn til að tryggja efnahagslega og félagslega hagsæld til lengri tíma litið.

Til að fá nánari upplýsingar

Permalinks

Tags

Filed under:
Filed under: consumption
Skjalaaðgerðir