Ný skipan heimsmála
- Bulgarian (bg)
- Czech (cs)
- Danish (da)
- German (de)
- Greek (el)
- English (en)
- Spanish (es)
- Estonian (et)
- Finnish (fi)
- French (fr)
- Irish Gaelic (ga)
- Hungarian (hu)
- Icelandic (is)
- Italian (it)
- Lithuanian (lt)
- Latvian (lv)
- Maltese (mt)
- Dutch (nl)
- Norwegian (no)
- Polish (pl)
- Portuguese (pt)
- Romanian (ro)
- Slovak (sk)
- Slovenian (sl)
- Swedish (sv)
- Turkish (tr)
Af hverju skiptir þessi alþjóðlega tilfærsla valda þig máli?
Þegar lönd vaxa tiltölulega hratt eflast þau oft að efnahagslegum völdum vegna þess að framleiðsla þeirra og neytendamarkaðir fara stækkandi. Þau kunna að beita þeim völdum í alþjóðlegum samningaviðræðum um hagræn efni (svo sem um viðskiptahindranir og framleiðslustaðla). En þau geta einnig notað völdin á öðrum sviðum svo sem í viðræðum um umhverfismál.
Auðlindirnar sem knýja hagkerfi ríkja hafa einnig áhrif á hið alþjóðlega valdajafnvægi. Ný hagkerfi sem búa yfir mikilvægum auðlindum geta nýtt þær til þess að auka samkeppnishæfni sína og áhrif, einkum í ljósi ójafnrar dreifingar auðlinda á jörðinni. Til dæmis er talið að meira en helmingur heimsbirgðanna af liþíni, málmi sem er sem stendur nauðsynlegur fyrir tvinn- og rafmagnsbíla, sé að finna í Bólivíu.
Áætlað er að heimsnotkunin á neódýmíni, sem er nauðsynlegt efni fyrir ýmis konar leysigeislatækni, fjórfaldist á næstu 30 árum. Þetta frumefni finnst aðeins í Kína í umtalsverðu magni. Vöxtur tengdra atvinnugreina verður nærri alfarið háður Kína og framleiðslugetu þar. Afleiðingarnar, bæði fyrir ríkin sem búa yfir slíkum auðlindum og hagkerfin sem eru háð innflutningi, verða verulegar.
Mynd 1: Valin hráefni
Af hverju skiptir harðnandi samkeppni um auðlindir jarðar Evrópumenn máli? Aðgangur að náttúruauðlindum hefur úrslitaþýðingu fyrir framleiðsluiðnað Evrópu. Evrópa er tiltölulega snauð að auðlindum og þarf því að flytja inn stóran hluta þeirra hráefna sem hún þarfnast.
Til frekari upplýsinga sjá: Hnattrænir meginstraumar: harðnandi hnattræn samkeppni um auðlindir: www.eea.europa.eu/soer/europe-and-the-world/megatrends
Permalinks
- Permalink to this version
- ef4b06ae7c0a08f586753ba655f3a1f8
- Permalink to latest version
- T20JZCV69M
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/umhverfis-teikn/umhverfisteikn-2011-1/hnattraenn-meginstraumur-jarthar-2050/ny-skipan-heimsmala or scan the QR code.
PDF generated on 04 Feb 2023, 05:40 PM
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum