næsta
fyrri
atriði

Af hverju skiptir þéttbýlisvæðing þig máli?

Hönnun og stjórnsýsla þéttbýlissvæða, einkum í Suðaustur-Asíu, mun hafa mikil áhrif á hnattræna losun gróðurhúsalofttegunda og eftirspurn eftir jarðargæðum. Eftir að borg hefur einu sinni verið byggð verður henni trauðla breytt að ráði. Íbúarnir laga sig að kringumstæðunum og lífsháttum þeirra verður heldur ekki auðveldlega breytt. Á mörgum stöðum í þróunarheiminum er hætta á að borgir læsist inni í orku- og hráefnafreku mynstri þéttbýlisþróunar marga áratugi fram í tímann.

Í mikið samtengdum heimi munu breytingar á þéttbýlismyndun og tengd neyslumynstur aðallega hafa óbein áhrif í Evrópu. Meðal mögulegra áhrifa eru breytingar á landnotkun í Evrópu vegna harðari samkeppni um auðlindir og sú ógn að sjúkdómar þróist og dreifist um allan heim.

Mynd 6: Þróun þéttbýlis

Í fyrsta skipti í sögunni búa yfir 50% mannkyns í þéttbýli. Árið 2050 er áætlað að nálega 70% fólks búi í þéttbýli (UNDESA, 2010). Lýðfræðingar áætla að árið 2050 muni yfir 50 % mannkyns búa í Asíu.

Frekari upplýsingar má sjá undir: Hnattrænir meginstraumar: líf í borgvæddum heimi: www.eea.europa.eu/soer/europe-and-the-world/megatrends

Mynd 6: Þróun þéttbýlis

Permalinks

Skjalaaðgerðir