næsta
fyrri
atriði

Lykilskilaboð: Náttúruauðlindir jarðar fara nú þegar minnkandi. Stærra og ríkara mannkyn með vaxandi neysluþörf mun gera meiri kröfur, svo sem um fæðu, vatn og orku. Í framtíðinni gæti vaxandi eftirspurn og minnkandi framboð hert á hinni hnattrænu samkeppni um auðlindir. SOER 2010: mat á þemum – neysla og umhverfið

Af hverju skipta auðlindir þig máli?

Aðgangur að auðlindum skiptir sérhvert hagkerfi reginmáli. Evrópa er tiltölulega snauð að auðlindum og þarf því að flytja inn mörg hráefni. Þetta á sérstaklega við sé gert ráð fyrir stöðugum vexti í spurn eftir auðlindum sem þarf til að framleiða ýmiss konar háþróaða tæknivöru.

Hráefni (t.d. jarðefni): Vaxandi langtímaskortur á jarðefnum og málmum kann að leiða til þess að uppsprettur sem hafa hingað til ekki verið taldar nýtanlegar verði virkjaðar. Meiri námustarfsemi hefur ýmis umhverfisáhrif, þ.m.t. breytingar á landslagi, vatnsmengun og framleiðslu úrgangs. Nýting lakari náma getur falið í sér minni orkunýtni.

Náttúruauðlindir (t.d. fæðuuppskera): Fleiri, ríkari íbúar árið 2050 þurfa mun meira magn landbúnaðarafurða en nú gerist. Það gæti haft áhrif á borð við þessi: missi náttúrulegra vistkerfa, skerta þjónustu vistkerfa, þ.m.t. bindingu kolefnis og vatns, og áhrif á framboð fæðu og trefja.

Mynd 3: Breytingar á flatarmáli landbúnaðarlands

Íbúafjöldi jarðar kann að vaxa verulega næstu áratugi og neysla kjöts að vaxa með aukinni auðlegð á kostnað kornmetis. Það hefur veruleg áhrif á landnotkun og náttúruleg vistkerfi.

Til frekari upplýsinga sjá: Hnattrænir meginstraumar: minnkandi náttúruauðlindir: www.eea.europa.eu/soer/europe-and-the-world/megatrends

Mynd 3: Breytingar á flatarmáli landbúnaðarlands

Permalinks

Skjalaaðgerðir