næsta
fyrri
atriði

Af hverju skiptir lýðfræðileg þróun jarðar þig máli?

Fólksfjölgun hefur áhrif á flesta hnattræna meginstrauma. Stöðvun fólksfjölgunar, sem spáð er að muni eiga sér stað á síðari helmingi þessarar aldar, mun ekki leysa vandamál heimsins en getur ýtt undir viðleitni til að koma á sjálfbærri þróun.

Vaxandi fólksfjöldi mun auka notkun á jarðargæðum og valda meiri umhverfismengun og breytingum á landnotkun svo sem þéttbýlisvæðingu. Breytingar á lýðfræðilegri þróun munu hafa bein áhrif á nærumhverfið með loftslagsbreytingum og neyslu jarðargæða.

Fólksflutningar frá öðrum álfum kunna að vinna á móti náttúrulegri fækkun íbúa og minnkandi vinnuafli í Evrópu en munu útheimta veruleg stefnumótunarinngrip í stjórnsýslu á stigi ríkja og sveitastjórna. Til umræðu er hvort of mikill íbúafjöldi verði aðalástæða þess vanda sem steðja mun að jörðinni. Málið er ekki að við séum of mörg til að jörðin beri okkur, heldur útheimtir lífsstíll hins vaxandi fjölda iðnvæddra hagkerfa eyðingu á meiru af jarðargæðum en hnötturinn er fær um að viðhalda. Notkun jarðargæða er meira knúin áfram af hagvexti en fólksfjölgun á stöðugt fleiri svæðum.

Mynd 4: Breyting á neyslu miðstéttarinnar

Stærri hnattræn miðstétt árið 2050 mun þýða meiri kaupmátt Í þessari rannsókn er miðstéttin skilgreind útfrá neyslustigi: Það er sá hópur heimila sem ver milli 10 og 100 Bandaríkjadölum á dag (í kaupmáttarígildi).

Sjá má óstytta heimildaskrá hér: Hnattrænir meginstraumar, líf í borgvæddum heimi: www.eea.europa.eu/soer/europe-and-the-world/megatrends

Mynd 4: Breyting á neyslu miðstéttarinnar

Permalinks

Skjalaaðgerðir