Breytileg sjúkdómamynstur
- Bulgarian (bg)
- Czech (cs)
- Danish (da)
- German (de)
- Greek (el)
- English (en)
- Spanish (es)
- Estonian (et)
- Finnish (fi)
- French (fr)
- Irish Gaelic (ga)
- Hungarian (hu)
- Icelandic (is)
- Italian (it)
- Lithuanian (lt)
- Latvian (lv)
- Maltese (mt)
- Dutch (nl)
- Norwegian (no)
- Polish (pl)
- Portuguese (pt)
- Romanian (ro)
- Slovak (sk)
- Slovenian (sl)
- Swedish (sv)
- Turkish (tr)
Heilsa er lykilatriði í mannlegri þróun og við lítum í vaxandi mæli á umhverfið sem lykilþátt í heilsu manna. Á hnattræna vísu hefur heilsufar farið batnandi síðustu áratugi, í takt við auknar lífslíkur. Hinsvegar dreifist sjúkdómabyrðin ójafnt meðal íbúanna og er t.d. breytileg eftir kyni og félagslegri og efnahagslegri stöðu.
Næstu 50 ár munu hnattrænir meginstraumar í heilbrigðismálum áfram hafa beina og óbeina þýðingu fyrir stefnumótendur, einkum með því að hvetja til fjárfestinga í viðbrögðum gegn nýjum sjúkdómum og farsóttum.
Af hverju skipta hnattræn heilsumynstur þig máli?
Heilsufarsáhrif geta verið bein. Hættan á smiti nýrra, nýframkominna og endurframkominna sjúkdóma, slysum og nýjum farsóttum eykst með hnattvæðingu (t.d. fyrir tilstilli ferðalaga og viðskipta), breytingum á íbúasamsetningu (svo sem flutningum milli landa og öldrun) og fátækt.
Vaxandi ónæmi gegn sýklalyfjum og öðrum lyfjum og vanræksla gagnvart mörgum hitabeltissjúkdómum valda einnig áhyggjum, bæði í þróuðum löndum og þróunarlöndum.
Tækni getur komið að miklu gagni fyrir framfarir í heilbrigðismálum. Hún getur einnig auðveldað landfræðilegt eftirlit með heilsumynstrum og gert kleift að kortleggja og greina landfræðileg sjúkdómsmynstur sem mönnum hefði ella sést yfir.
Mynd 2: Heilbrigðismál, malaría árið 2050
Plasmodium falciparum er sníkill sem veldur malaríu í mönnum. Hann berst með moskítóflugum. Breytingar á loftslagi og landnotkun gætu valdið því að moskítóflugan dreifist til nýrra svæða og flytji malaríu með sér en hún gæti einnig dáið út á svæðum þar sem hún er nú. Svæðin þar sem flugan víkur og þar sem hún ryður sér til rúms eru nokkurn veginn jafnstór og hafa svipaðan íbúafjölda (u.þ.b. 400 milljónir á hvoru svæði).
Permalinks
- Permalink to this version
- 0feb00459af050897124b7e92c2fcb8d
- Permalink to latest version
- KVP71UFH0C
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/umhverfis-teikn/umhverfisteikn-2011-1/hnattraenn-meginstraumur-jarthar-2050/breytileg-sjukdomamynstur or scan the QR code.
PDF generated on 06 Feb 2023, 03:17 PM
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum