næsta
fyrri
atriði

Heilsa er lykilatriði í mannlegri þróun og við lítum í vaxandi mæli á umhverfið sem lykilþátt í heilsu manna. Á hnattræna vísu hefur heilsufar farið batnandi síðustu áratugi, í takt við auknar lífslíkur. Hinsvegar dreifist sjúkdómabyrðin ójafnt meðal íbúanna og er t.d. breytileg eftir kyni og félagslegri og efnahagslegri stöðu.

Næstu 50 ár munu hnattrænir meginstraumar í heilbrigðismálum áfram hafa beina og óbeina þýðingu fyrir stefnumótendur, einkum með því að hvetja til fjárfestinga í viðbrögðum gegn nýjum sjúkdómum og farsóttum.

Af hverju skipta hnattræn heilsumynstur þig máli?

Heilsufarsáhrif geta verið bein. Hættan á smiti nýrra, nýframkominna og endurframkominna sjúkdóma, slysum og nýjum farsóttum eykst með hnattvæðingu (t.d. fyrir tilstilli ferðalaga og viðskipta), breytingum á íbúasamsetningu (svo sem flutningum milli landa og öldrun) og fátækt.

Vaxandi ónæmi gegn sýklalyfjum og öðrum lyfjum og vanræksla gagnvart mörgum hitabeltissjúkdómum valda einnig áhyggjum, bæði í þróuðum löndum og þróunarlöndum.

Tækni getur komið að miklu gagni fyrir framfarir í heilbrigðismálum. Hún getur einnig auðveldað landfræðilegt eftirlit með heilsumynstrum og gert kleift að kortleggja og greina landfræðileg sjúkdómsmynstur sem mönnum hefði ella sést yfir.

Mynd 2: Heilbrigðismál, malaría árið 2050

Plasmodium falciparum er sníkill sem veldur malaríu í mönnum. Hann berst með moskítóflugum. Breytingar á loftslagi og landnotkun gætu valdið því að moskítóflugan dreifist til nýrra svæða og flytji malaríu með sér en hún gæti einnig dáið út á svæðum þar sem hún er nú. Svæðin þar sem flugan víkur og þar sem hún ryður sér til rúms eru nokkurn veginn jafnstór og hafa svipaðan íbúafjölda (u.þ.b. 400 milljónir á hvoru svæði).

Mynd 2: Heilbrigðismál, malaría árið 2050

Permalinks

Skjalaaðgerðir