næsta
fyrri
atriði

Article

Vitni: Drengurinn Chance

Breyta tungumáli
Article Útgefið 18 Jul 2011 Síðast breytt 11 May 2021
Photo: © Mark Craemer
Bisie er stærsta náman á svæðinu. Hún er staðsett í þéttum skógi u.þ.b. 90 km frá jaðri hans og nær 100 m undir yfirborð jarðar. Námurnar eru margar lítið meira en hola í jörðina. Tugir manna fylla hverja námu og aðstæðurnar eru skelfilegar.

„Ég heiti Chance. Ég er 16 ára. Ég vann í Bisie‑námunni í þrjú ár. Ég frétti af því að náma hefði fundist nálægt heimili mínu. Ég vildi vinna mér inn nógu mikið til að geta byggt mér hús. „Það er svo tímafrekt að skríða niður og upp aftur að ég var stundum niðri í viku áður en ég kom upp. Í hverjum mánuði deyr fólk hér, þegar ein þessara hola hrynur“.

Chance, 16

Fyrir fimm árum var þetta allt frumskógur. Í dag búa þar u.þ.b. 20.000 manns og vinna við að grafa út jarðefnin og flytja þau. Þeir koma víða að með drauma um að græða fé. En uppihaldskostnaður er svo hár vegna greiðslna sem vopnaðir hópar á svæðinu krefjast að fæstir hafa efni á að fara þaðan aftur. Hundruð slíkra náma er að finna um alla Austur-Kongó. Áætlað er að Bisie ein og sér gefi af sér jarðefni fyrir 70 milljónir Bandaríkjadala á ári.

Eftir að jarðefnunum hefur verið náð upp á yfirborðið eru þau flutt til bæja svo sem Ndjingala, Osakari og Mubi. Flutningamennirnir ganga þessa 90 km leið á tveimur dögum og bera allt að 50 kg hver. Á hverjum degi koma flutningamenn út úr skóginum með samtals 30 tonn af jarðefnum.

Milliliðir kaupa kassíterít frá Bisie og selja það áfram til útflytjenda og alþjóðlegra kaupmanna sem selja málmgrýtið áfram til málmbræðslna á opnum markaði. Tinið er hreinsað í málmbræðslunum og selt ýmist beint til framleiðenda lóðunartins eða á alþjóðlegum málmmörkuðum. Að lokum er lóðunartin selt framleiðendum til notkunar við framleiðslu neytendaraftækja.

„Í fyrsta sinn sem ég skreið ofan í holuna gat ég ekki verið lengi ofan í henni. Ég var ekki vanur hitanum og gat því aðeins verið þar í tvo tíma. Ég þurfti að fara niður aftur og aftur, vinna af kappi og koma svo upp aftur. Það var mjög heitt og ég þoldi það ekki. Ég flúði Bisie-námuna þegar fjöldamorð átti sér stað. En draumur minn varð ekki að veruleika þannig að ég snéri heim til að ljúka skólagöngunni.“

Heimssjóðurinn fyrir villt dýr og plöntur (WWF) segir að Lýðræðislega lýðveldið Kongó (LLK) sé ein mikilvægasta miðstöð líffræðilegs fjölbreytileika í heimi. WWF segir að áskorunin sé að varðveita skóga Kongós, tegundir þeirra og kolefnið sem safnast hefur upp í fenjaskógunum jafnframt því að bæta lífskjör fólksins í landinu.

Þetta er alþjóðlegt verkefni. Sameinuðu þjóðirnar segja í skýrslu sinni um Þúsaldarþróunarmarkmið frá árinu 2005 að „þrátt fyrir margháttaðan ávinning af hnattvæðingu lifir nærri helmingur 2,8 milljarða vinnandi manna í heiminum á minna en 2 Bandaríkjadölum á dag. Yfir 500 milljónir lifa á helmingnum af því.“ Áfram er haldið og sagt að „til að vinna megi á fátækt þarf fleiri störf og framleiðnara vinnuumhverfi.“

Textinn í þessum hluta Signals er að hluta byggður á heimildamyndinni „Blóð í farsímanum“ sem Frank Piasecki Poulsen gerði.

Permalinks

Geographic coverage

Skjalaaðgerðir