næsta
fyrri
atriði

Article

Ár skóga: fögnum skógum fyrir fólkið

Breyta tungumáli
Article Útgefið 18 Jul 2011 Síðast breytt 11 May 2021
Photo: © EEA/John McConnico
1,6 milljarðar manna hafa lifibrauð sitt af skógum. 300 milljónir manna um allan heim búa í skógum.

Ráðstefna SÞ um skóga

„Í borginni erum við aðskilin hvort frá öðru og hún er hættuleg. Skógurinn er fæðingarstaður okkar og heimkynni. Við viljum ekki yfirgefa hann. Í skóginum erum við örugg en því er ekki að heilsa í borginni“, segir maður af Soura-ættbálki í Orissa-héraði á Austur-Indlandi.

Skógar eru ekki aðeins tré; þeir eru samfélög

Árið 2011 er Ár skóga hjá SÞ, en þá er athyglinni beint að fólkinu sem býr í skógum um allan heim og reiðir sig á þá. Allt árið munum við skoða mikilvægi skóga fyrir líf okkar. Skógar eru samfélög sem eru saman sett úr jurtum, dýrum, örverum, jarðvegi og vatni og sem hafa sitt loftslag. Skógar eru einnig skilgreindir út frá hinum flóknu venslum milli lífvera (maðurinn þar með talinn manninum) og umhverfisins sem þær lifa á.

Skógar þekja yfir 30% af þurrlendi jarðar. Þeir geyma mestu líffræðilegu fjölbreytnina af öllu þurrlendi enda búa í þeim meira en tveir þriðju hlutar þekktra tegunda á jörðinni, þ.m.t. stærstur hluti allra tegunda í útrýmingarhættu. Skógar eru okkur lífgjafi, því þeir hreinsa loftið og vatnið. Þeir vernda jarðveginn og sjá mörgum fyrir fæðu, skjóli og lækningajurtum. Skógar tempra loftslagið staðbundið, svæðisbundið og hnattrænt. Þeir geyma kolefni sem myndi ella safnast upp í andrúmsloftinu og auka þannig á hnattræna hlýnun.

Skógar eru einnig fullir af verðmætum efnum sem við getum notað. Maðurinn sem tegund stendur frammi fyrir skýrum valkostum hvað skóga varðar. Getum við fundið jafnvægi milli þess að nýta hráefni skóga og landið sem þeir vaxa á og þess að varðveita hin ýmsu mikilvægu hlutverk þeirra fyrir vistkerfi jarðar?

Á næstu síðum verða kynntir áhugaverðir einstaklingar með sterk tengsl við skóga um allan heim. Allt frá Kongó til Indlands og Evrópu munum við heyra sögur um skóga og fólkið sem býr í þeim. Fagnaðu árinu 2011 með því að hugsa um skóginn þinn og hvaða þýðingu hann hefur fyrir þig og kynslóðir framtíðar.

Permalinks

Skjalaaðgerðir