All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Ein helsta ályktun mikilvægustu skýrslu EEA, SOER 2010, er augljós: „umhverfisvandamál eru flókin og einangruð verða þau ekki skiljanleg“.
1,6 milljarðar manna hafa lifibrauð sitt af skógum. 300 milljónir manna um allan heim búa í skógum.
„… samanlagðar kröfur og lífsstíll 500 milljóna Evrópubúa setja of mikið álag á umhverfið. Tölum ekki einu sinni um réttmæta þrá nokkurra milljarða manna í viðbót um að taka upp sams konar lífsstíl … Við þurfum að breyta hegðun evrópskra neytenda. Efla meðvitund fólks og hafa áhrif á venjur þess.“ Janez Potočnik, ráðunautur Evrópusambandsins um umhverfismál (mars 2010).
Bisie er stærsta náman á svæðinu. Hún er staðsett í þéttum skógi u.þ.b. 90 km frá jaðri hans og nær 100 m undir yfirborð jarðar. Námurnar eru margar lítið meira en hola í jörðina. Tugir manna fylla hverja námu og aðstæðurnar eru skelfilegar.
Í ágúst 2007 greindu heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu háa tíðni óvenjulegs sjúkdóms í Castiglione di Cervia og Castiglione di Ravenna, tveimur þorpum sem á skilur að. Nærri 200 manns sýktust og einn gamall maður dó (Angelini et al., 2007).
Vissirðu þetta? Borg hefur áhrif á stórt svæði utan borgarmarkanna. Til dæmis er talið að London þurfi nærri 300-falt stærra svæði en borgin nær sjálf yfir til að uppfylla þarfir sínar og losa sig við úrgang og útblástur. (SOER 2010)
Af þeim 8,2 milljörðum tonna efna sem neytt var í hinum 27 löndum ESB árið 2007 voru jarðefni 52%, jarðefnaeldsneyti 23%, lífmassi 21% og málmar 4%. (SOER 2010)
Lykilskilaboð: Stór ástæða fyrir því að neysla hefur neikvæð áhrif á umhverfið og veldur ofnotkun auðlinda er sú að kostnaðurinn við hnignun umhverfisins og auðlindanna endurspeglast ekki fyllilega í verði vöru og þjónustu. Margar vörur eru ódýrar enda þótt þær skaði umhverfið, vistkerfi eða heilsu manna. (SOER 2010)
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/umhverfis-teikn/umhverfisteikn-2011-1/greinar or scan the QR code.
PDF generated on 24 Mar 2023, 03:28 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 12 March 2023 21:56 from version 23.1.28
Software version: EEA Plone KGS 23.3.11
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum