næsta
fyrri
atriði
Aftur um eitt stig
 • Dines Mikaelsen frá Tasilaaq, þorpi á Amasslik-eyju á austurströnd Grænlands hefur tekið eftir ummerkjum hlýnunar. „Fyrir fimm árum voru engar flugur í norðurhluta Grænlands. Nú hafa þær komið sér fyrir þar. Á þessum slóðum koma flugurnar mánuði fyrr en áður var venjan,” segir Dines. Click to view full-size image… 1.2 MB
 • Aðrar afleiðingar af breytingum vistkerfisins eru þær að veiði sjávardýra er ógnað, en þessar veiðar eru lífsgrundvöllur innfæddra inúítasamfélaga á Grænlandi. Click to view full-size image… 998.0 KB
 • Dines segir að í Tasilaaq hafi fjöldi veiðimanna minnkað um helming á síðustu árum. Hann kennir að hluta til óútreiknanleiki vetraríssins um ástandið sem og breytingum á selstofninum og eins að með hnattvæðingunni finni fólk sér nýtt lífsviðurværi. Click to view full-size image… 946.0 KB
 • Dines er veiðimaður af inúítakyni sem hefur þurft að laga sig að breyttum aðstæðum. Hann tekur nú með sér hóp ferðamanna þegar hann fer að veiða. Click to view full-size image… 977.8 KB
 • Með þriðja skotinu skýtur Dines sel. Ferðamönnunum bregður örlítið, þótt að þetta sé það sem þeir komu til að sjá. Click to view full-size image… 1.1 MB
 • Fólk af inúítakyni skýtur ekki dýr sér til gamans. Allar afurðir selsins eru notaðar: skinnið er notað sem klæði, fitan sem matarolía og smurefni og kjötið er borðað af mönnum og hundum. Click to view full-size image… 899.6 KB
 • Opnun sjóleiða þýðir að fleiri skemmtiferðaskip birtast á hverju ári. Ferðamennirnir koma til að slást í för með veiðimönnum á vorin og sumrin, en á haust- og vetrarmánuðum fara íbúar staðarins með þá í hundasleðaferðir og ísfiskveiði. Click to view full-size image… 1.1 MB
 • Líklega mun umfang efnahagsumsvifa á norðurheimsskautssvæðinu aukast þegar ísinn hverfur. Menn munu geta fiskað mun norðar, olía og gasauðlindir verða nýttar og alþjóðlegur vöruflutningur verður mögulegur þegar vatnið opnast enn frekar og ísinn þynnist. Click to view full-size image… 834.0 KB
 • Frumbyggjar norðurheimsskautssvæðisins eru með þeim fyrstu sem finna í alvöru fyrir áhrifum loftslagsbreytinga og þeir eru einnig fyrstir til að laga lífstíl sinn og menningu að breytingunum. Töluverð þraut getur reynst að ná jafnvægi milli efnahagslegra tækifæra og áhættunnar sem hlýnun norðurheimsskautssvæðisins hefur í för með sér. Click to view full-size image… 1.0 MB
 • Lífið á norðurheimskautinu er að breytast. Á síðastliðnum 50 árum hefur hitastigið hækkað tvisvar sinnum umfram meðaltal í heiminum sem hefur leitt til breytinga á landslaginu þar sem jöklar hafa bráðnað og sjóleiðir opnast. Click to view full-size image… 1.1 MB
 • Bráðnun hafíss og jökla norðurheimskautssvæðisins er mikið áhyggjuefni þar sem bæði norður- og suðurskautið gegna mikilvægu hlutverk við kælingu loftslags jarðar. Ef hitastigið jarðar heldur áfram að hækka eins og búist er við mun það hafa alvarleg áhrif fyrir okkur öll. Click to view full-size image… 980.7 KB
 • Árið 2007 var umfang hafíss aðeins helmingur þess sem mældist árið 2003. Eldri, þykkri og stöðugri hafís er að hverfa, sem er þegar farið að hafa áhrif á hina viðkvæmu samvirkni vistkerfanna á norðurheimskautssvæðinu. Click to view full-size image… 336.6 KB

Permalinks

Geographic coverage

Skjalaaðgerðir