næsta
fyrri
atriði
Aftur um eitt stig
 • Landbúnaður gegnir mikilvægu hlutverki í aðlögun okkar að loftslagsbreytingum. Í hefðbundnum búskap er líffræðilegri fjölbreytni sýnd virðing og hún vernduð sem leiðir til þess að við drögum úr kolefnislosun. Eins býður hann upp á ný viðskiptatækifæri eftir því sem neytendur sækjast meira eftir ‘hollfæði’ og lífrænt ræktuðum matvælum. Click to view full-size image… 1.3 MB
 • La Vialla sem er fjölskyldurekinn búgarður í Toskana-héraði á Ítalíu framleiðir yfir 60 tegundir af lífrænni matvöru, þar á meðal vín, ólífolíu, osta, tómata og pasta. Fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi í búskapnum sem er stundaður hér. Click to view full-size image… 686.1 KB
 • Lo Franco bræðurnir hafa skipulagt hvert einasta atriði framleiðslu sinnar með umhverfið í huga, allt frá því að undirbúa jarðveginn að pökkun vörunnar. Jörðin þeirra, sem er 600 hektarar á stærð, er ræktuð án tilbúins áburðar eða meindýraeiturs. Click to view full-size image… 684.1 KB
 • Jarðvegur er auðlind sem við göngum að sem vísri, þótt hún sé grundvöllurinn að líffræðilegum fjölbreytileika, landbúnaðar og stýringu loftslagsbreytinga. Í jarðvegi í Evrópusambandinu er að finna yfir 70 milljarða tonna af lífrænu kolefni, eða sem nemur um 7% af heildarmagni kolefnis í heiminum. Click to view full-size image… 3.9 MB
 • „Á La Vialla búgarðinum, skiptumst við á að rækta mismunandi jurtategundir svo að jarðvegurinn haldist heilbrigður”, segir Antonio Lo Franco. „Og með því að auðga jörðina með mykju og öðrum lífrænum afurðum, bindum við kolefnið í jarðveginn í stað þess að losa það í andrúmsloftið.” Click to view full-size image… 1.1 MB
 • Bræðurnir líta á að umhverfisvænn landbúnaður muni skipta sköpum í framtíðinni. “Ég er þeirrar skoðunar að lífrænn landbúnaður muni aukast þar sem að hækkandi CO2 útblástur og mengun eru ekki ásættanleg til langs tíma,” segir Bandino. Click to view full-size image… 1.0 MB
 • Í Cloughjordan, Tipperary, fyrsta vistvæna þorpinu á Írlandi reyna menn að uppfylla allar þarfir með sjálfbærum hætti: þorpið sem er hannað og byggt með vistvænum hætti, mun keyra á endurnýjanlegri orku og nærast á lífrænum matvælum sem ræktuð eru á staðnum. Click to view full-size image… 1.1 MB
 • „Hópur fólks kom saman fyrir 10 árum í þeim tilgangi að reyna að draga úr kolefnisframleiðslu. Við litum til þess hvernig við byggjum húsin okkar, hvernig við öflum okkur viðurværis, hvernig við ræktum matinn okkar og hvernig við komumst leiða okkar”, segir Iva Pocock, einn meðlimur hópsins. Click to view full-size image… 7.2 MB
 • Heimilin í vistvæna þorpinu eru umkringd göngustigum með ávaxta- og hnetutrjám og þriðjungur landsins er notað undir skóglendi, landbúnað og skika þar sem íbúarnir geta ræktað sína eigin ávexti og grænmeti. Click to view full-size image… 1.3 MB
 • Með því að útvega sjálfbæra mjólk, kjöt, egg og aðrar afurðir bætir samfélagið á búgarðinum gæðin og magn fæðunnar sem kemur frá staðnum og dregur þar með úr álagi á umhverfið sem verður til við flutning matvæla. Click to view full-size image… 4.1 MB
 • Loftslagsbreytingar hafa í för með sér breytingar og tækifæri fyrir bændur. Hin sjálfbæra nálgun sem tekin er á búgörðum eins og La Vialla og Cloughjordan sparar orku, dregur úr kolefnislosun frá landbúnaði og opnar fyrir nýja markaðsmöguleika. Þessir bændur sanna það að aðlögun getur verið arðsöm og hlíft umhverfinu um leið. Click to view full-size image… 4.6 MB

Permalinks

Geographic coverage

Skjalaaðgerðir