næsta
fyrri
atriði
Aftur um eitt stig
  • Loftslagsbreytingar eru farnar að hafa alvarleg áhrif á íbúa Sundarbansvæðisins. Svæðið, sem er staðsett í mynni Gangesfljótsins í Bangladess og Vestur Bengal á Indlandi, er hluti af stærstu óshólmum veraldar. Sundarban þýðir ‘fagur skógur’ á máli Bengalbúa og vísar til fenjaskóganna sem þekja svæðið. Click to view full-size image… 388.9 KB
  • Hækkandi yfirborð sjávar, styttri en vatnsmeiri rigningatímar, aukið flæði í sjávarföllum og tíðari fellibylir eru einungis hluti þeirra áhrifa sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér og sem ógna svæðinu og íbúum þess. Click to view full-size image… 294.2 KB
  • Undanfarin 20 ár hafa fjórar eyjur horfið í hafið og þar með hafa 6.000 manns misst heimili sín. Click to view full-size image… 143.6 KB
  • Ruhul Khan hefur misst þrjú hús á síðustu árum. Fyrri heimilin hans voru staðsett vinstra megin á myndinni, á svæði sem nú er þakið vatni. Click to view full-size image… 415.1 KB
  • Basand Jana og fjölskylda hans bjuggu á Lohachara-eyju áður en yfirborð hafsins hækkaði. Á Lohachara áttu þau eigin búgarð og fiskveiðifyrirtæki en núna eru þau tilneydd til þess að vinna á annarra manna búgörðum. Click to view full-size image… 152.3 KB
  • Oft á tíðum er engrar hjálpar að vænta frá yfirvöldum, en heimamenn grípa til nauðsynlegra aðgerða. Menn hafa reist flóðgarða og girðingar úr bambusreyr til að verja þorpin sín og akra frá hafinu. Click to view full-size image… 500.2 KB
  • Hækkandi yfirborð sjávar flytur saltvatn inn í landið sem leiðir til þess að jarðvegsfrjósemin skaðast. Sumir íbúar hafa aðlagað sig að breyttum aðstæðum með því að nota jörðina sína undir fiskeldi. Aðrir gera tilraunir með ræktun jurtategunda sem eru ónæm fyrir saltvatni. Click to view full-size image… 345.6 KB
  • Þurrkar eru enn eitt vandamálið sem íbúar Sundarbans standa frammi fyrir. Ekki nóg með það að sjávarvatnið eyðileggi geymana heldur bætast við löng regnlaus tímabil. Fólk þarf núna að ferðast langar vegalengdir til að sækja vatn fyrir fjölskyldur sínar. Click to view full-size image… 135.9 KB
  • Ef við fáum ekki að sjá verulegar breytingar í bráð munu þessi börn þurfa að kljást við enn alvarlegri afleiðingar loftslagsbreytinga þegar þau verða fullorðin. Click to view full-size image… 214.2 KB
  • Veröldinni í heild sinni ber skylda til að hjálpa fátækum samfélögum að laga sig að loftslagsbreytingum. Með því að veita þekkingu og fjárhagsaðstoð getum við gert fólki kleift að dvelja kyrrt á þeirra eigin svæði og draga úr fjölda loftslagsflóttamanna í framtíðinni. Click to view full-size image… 26.7 MB
  • Um heim allan leitar fólk nú leiða til að vernda sig gegn áhrifum loftslagsbreytinga. Hvaðan mun vatnið okkar koma? Munu nýir sjúkdómar koma fram? Hvernig munum við verja okkur gegn aftakaverðri? Líkt of íbúar Sundurbans, verðum við að laga okkur að breyttum aðstæðum. Click to view full-size image… 83.0 KB

Permalinks

Geographic coverage

Skjalaaðgerðir