All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Með beitingu löggjafar hyggjast stefnumótendur ESB að gera Evrópu ‘auðlindaskilvirkari’. En hvernig nær Evrópa jafnvægi á milli hagkerfisins og náttúrunnar? Hvað merkir sjálfbærni fyrir ESB og þróunarríkin í tengslum við Rio+20 ráðstefnuna? Hér er eitt sjónarmið.
Hagkerfi margra þróunarríkja miðast við að gjörnýta náttúruauðlindir til þess að lyfta íbúum ríkjanna upp úr fátækt, með hugsanlegu tjóni fyrir þau vistkerfi sem samfélögin byggja á. Skammtímalausnir grafa oft undan velferð almennings til lengri tíma litið. Geta ríkisstjórnir aðstoðað markaði við að finna “rétta” verðið fyrir þjónustu náttúrunnar og hafa þannig áhrif á efnahagslegt val? Hér eru frekari upplýsingar um hvað vatnsnotkun við bómullarframleiðslu þýðir fyrir Búrkina Fasó.
Næstum því allt sem við neytum og framleiðum hefur áhrif á umhverfið. Þegar við stöndum andspænis daglegum valkostum um að kaupa vissar vörur eða þjónustu leiðum við hugann oft ekki að umhverfisáhrifum vörunnar. Hilluverð vörunnar endurspeglar sjaldnast hinn raunverulega kostnað. En það eru margir hlutir sem við getum gert til að gera neyslu okkar og framleiðslu græna.
Allt frá smáum fyrirtækjum upp í fjölþjóðafyrirtæki leita fyrirtæki leiða til að viðhalda eða auka markaðshlutdeild sína. Þegar um er að ræða harða alþjóðlega samkeppni, þá felur sóknin eftir sjálfbærni í sér mun meira en græna ímynd fyrirtækisins og það að draga úr framleiðslukostnaði. Það getur þýtt nýjar atvinnugreinar.
Um það bil einum þriðja af matvælaframleiðslu heimsins glatast eða er fargað. Þegar meira en einn milljarður manna um allan heim fer í rúmið með hungurtilfinningu, er ómögulegt annað en að spyrja hvað sé hægt að gera við þessu. En matarúrgangur felur ekki einungis í sér glatað tækifæri til að gefa hinum svöngu að borða. Hann felur einnig í sér umtalsverða sóun annarra auðlinda eins og landsvæðis, vatns, orku – og vinnu.
Flestir minnast 2011 sem árs fjárhagslegra umbrota, hamfara í Japan þar sem jarðskjálftar og flóðbylgjur riðu yfir með kjarnorkuslys í kjölfarið, fjármálalegra björgunaraðgerða ríkja í Evrópu og fjöldamótmæla er tengdust arabíska vorinu, “Tökum yfir Wall Street” hreyfingunni og Ingdignados á Spáni. Aðeins örfáa mun reka minni til þess að þetta var einnig árið sem vísindamenn uppgötvuðu yfir 18.000 nýjar tegundir lífvera á plánetunni okkar. Enn færri geta nefnt eina tegund sem var úrskurðuð útdauð.
Áratugir tiltölulega stöðugs hagvaxtar í Evrópu hafa umbreytt lífsstíl okkar. Við framleiðum og neytum meira af vörum og þjónustu. Við ferðumst meira og lifum lengur. En umhverfisáhrif hagrænnar starfsemi okkar bæði heima og erlendis hafa orðið æ meiri og sýnilegri. Varanlegum árangri má ná með umhverfislöggjöf, þegar henni er vandlega framfylgt. Eftir að hafa skoðað hvað hefur breyst á undanförnum tveimur áratugum, getum við virkilega sagt að við séum að gera okkar besta?
Lykilskilaboð: Stór ástæða fyrir því að neysla hefur neikvæð áhrif á umhverfið og veldur ofnotkun auðlinda er sú að kostnaðurinn við hnignun umhverfisins og auðlindanna endurspeglast ekki fyllilega í verði vöru og þjónustu. Margar vörur eru ódýrar enda þótt þær skaði umhverfið, vistkerfi eða heilsu manna. (SOER 2010)
Af þeim 8,2 milljörðum tonna efna sem neytt var í hinum 27 löndum ESB árið 2007 voru jarðefni 52%, jarðefnaeldsneyti 23%, lífmassi 21% og málmar 4%. (SOER 2010)
„… samanlagðar kröfur og lífsstíll 500 milljóna Evrópubúa setja of mikið álag á umhverfið. Tölum ekki einu sinni um réttmæta þrá nokkurra milljarða manna í viðbót um að taka upp sams konar lífsstíl … Við þurfum að breyta hegðun evrópskra neytenda. Efla meðvitund fólks og hafa áhrif á venjur þess.“ Janez Potočnik, ráðunautur Evrópusambandsins um umhverfismál (mars 2010).
Ein helsta ályktun mikilvægustu skýrslu EEA, SOER 2010, er augljós: „umhverfisvandamál eru flókin og einangruð verða þau ekki skiljanleg“.
Sorp án landamæra: Zhang Guofu er 35 ára gamall og vinnur sér inn 700 evrur á mánuði sem er gríðarmikið á kínverskan landsbyggðarmælikvarða. Hann vinnur við að flokka sorp sem í er m.a. innkaupapokar frá breskri stórmarkaðskeðju og DVD diskar með Enskunámskeiðum. Það er staðreynd að sorp sem fer í ruslafötu í London getur hæglega lent í endurnýtingarverksmiðju við ósa Perlufljóts í Kína, í meira en 8 000 km fjarlægð.
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/themes/waste/articles/articles_topic or scan the QR code.
PDF generated on 29 Mar 2023, 06:48 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 12 March 2023 21:56 from version 23.1.28
Software version: EEA Plone KGS 23.3.11
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum