Að draga úr loftlagsbreytingum
Sívaxandi magn plasts, áhrif þess á líffræðilegan fjölbreytileika og framlag þess til loftslagsbreytinga, og hvernig á að bregðast við því frá sjónarmiðum hringlaga hagkerfis hefur verið á stefnuskrá Evrópusambandsins um árabil. COVID-19 heimsfaraldurinn hefur beint athygli okkar að plastúrgangi með myndum af grímum í hafinu, og miklu magni af einnota hlífðarbúnaði. Í skýrslunni um hringlaga plasthagkerfi (e. circular plastics economy report), sem birt var í dag, greinir Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) þörfina og möguleikana á breytingu á hringlaga og varanlegri nálgun varðandi notkun okkar á plasti.
Fletta vörulista
Filtered by
Plast, vaxandi umhverfis- og loftslagsáhyggjuefni: hvernig getur Evrópa snúið þeirri þróun við?
News 28 Jan 2021Sívaxandi magn plasts, áhrif þess á líffræðilegan fjölbreytileika og framlag þess til loftslagsbreytinga, og hvernig á að bregðast við því frá sjónarmiðum hringlaga hagkerfis hefur verið á stefnuskrá Evrópusambandsins um árabil. COVID-19 heimsfaraldurinn hefur beint athygli okkar að plastúrgangi með myndum af grímum í hafinu, og miklu magni af einnota hlífðarbúnaði. Í skýrslunni um hringlaga plasthagkerfi (e. circular plastics economy report), sem birt var í dag, greinir Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) þörfina og möguleikana á breytingu á hringlaga og varanlegri nálgun varðandi notkun okkar á plasti.
Evrópulönd hafa gripið til harkalegra aðgerða til að takmarka áhrif covid-19 á heilbrigði og efnahag Evrópubúa. Slíkar kreppur eiga það til að hafa tafarlaus og alvarleg áhrif á heilu löndin og efnahagskerfin. Í ljósi hugsanlegra áhrifa á mikilvægar atvinnugreinar er gert ráð fyrir því að kórónaveirukreppan muni draga úr áhrifum efnahagslífsins á umhverfi og loftslag. En þó eru meiriháttar og skyndileg áföll með gríðarlegan kostnað fyrir samfélagið alls ekki sú leið sem Evrópusambandið ætlaði sér til að umbreyta efnahag sínum og ná fram hlutleysi í loftslagsmálum fram til ársins 2050. Græn efnahagsstefna Evrópu (e. European Green Deal) og nýleg tillaga um evrópska loftslagslöggjöf krefjast þess í stað óafturkræfrar og stigvaxandi minnkunar á losun og á sama tíma tryggingar fyrir réttlátu breytingaskeiði þar sem stutt er við þá sem breytingarnar hafa áhrif á.
Ursula von der Leyen, nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur sett fram pólitísk forgangsverkefni samstarfshóps hennar næstu fimm ár. Grænt samkomulag í Evrópu, þar sem útlistaðar eru metnaðarfyllri aðgerðir til að takast á við hættuástand sem snertir loftslag og líffræðilegan fjölbreytileika, er kjarninn í áætlun hennar. Evrópsk stefna hefur lengi tekist á við hnignun umhverfisins og loftslagsbreytingar þar sem sumt hefur tekist vel en annað ekki. Með vaxandi ákalli almennings um aðgerðir, býður þetta nýja stefnutímabil — með nýju framkvæmdaráði Evrópusambandsins og Evrópuþingi — upp á einstakt tækifæri til að hraða grænni og sanngjarnri breytingu í Evrópu.
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum