Loftmengun
Betri loftgæði hafa leitt til verulegrar fækkunar ótímabærra dauðsfalla í Evrópu síðastliðinn áratug. Nýjustu opinberu gögn Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) sýna hins vegar að næstum allir Evrópubúar þjást enn af loftmengun, sem leiðir til um 400.000 ótímabærra dauðsfalla um alla álfuna.
Hvað er mengun og hvernig hefur hún áhrif á okkur og umhverfið? Evrópa er að grípa til aðgerða til að draga úr mengun og sem hluti af evrópska græna samningnum lagði Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fram metnaðarfulla áætlun sem miðar að mengunarlausri Evrópu. Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA), sem birt var í dag, skoðar mengunaráskorunina í Evrópu frá mismunandi sjónarhornum sem og tækifæri til að hreinsa til og koma í veg fyrir mengun.
Loft- og hávaðamengun, áhrif loftlagsbreytinga s.s. hitabylgjur, og varnarleysi gagnvart hættulegum efnum valda slæmri heilsu í Evrópu. Umhverfi í lélegum gæðum stuðlar að 13% dauðsfalla samkvæmt meiriháttar mati á heilbrigði og umhverfi sem gefið var út í dag af Umhverfisstofnun Evrópu (EEA).
Fletta vörulista
Filtered by
Greinilegar umbætur á loftgæðum Evrópu síðastliðinn áratug, færri dauðsföll tengd mengun
News 23 Nov 2020Betri loftgæði hafa leitt til verulegrar fækkunar ótímabærra dauðsfalla í Evrópu síðastliðinn áratug. Nýjustu opinberu gögn Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) sýna hins vegar að næstum allir Evrópubúar þjást enn af loftmengun, sem leiðir til um 400.000 ótímabærra dauðsfalla um alla álfuna.
Hvað er mengun og hvernig hefur hún áhrif á okkur og umhverfið? Evrópa er að grípa til aðgerða til að draga úr mengun og sem hluti af evrópska græna samningnum lagði Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fram metnaðarfulla áætlun sem miðar að mengunarlausri Evrópu. Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA), sem birt var í dag, skoðar mengunaráskorunina í Evrópu frá mismunandi sjónarhornum sem og tækifæri til að hreinsa til og koma í veg fyrir mengun.
Það er þörf á markvissum aðgerðum til að verja betur berskjölduðustu íbúa Evrópu, þar með talið fátæka, börn og aldraða, fyrir umhverfisvá eins og loft- og hljóðmengun og öfgum í hitastigi. Aleksandra Kazmierczak, sérfræðingur Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) á sviði aðlögunar að loftslagsbreytingum, útskýrir helstu niðurstöður nýrrar skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu þar sem lagt er mat á sambandið á milli félagslegs og lýðfræðilegs ójöfnuðar og varnarleysis gagnvart loftmengun, hávaða og helstu umhverfishættum.
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum