All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Í þessum kafla eru kannað hvers vegna og hvernig umhverfi Evrópu er að breytast, með því að beina athyglinni að því álagi sem sem stafar af umsvifum manna.
12 Mannfjöldi, framleiðsla og neysla
Hér eru könnuð hin flóknu tengsl, sem enn eru lítt þekkt, milli fólks, náttúruauðlinda og þróunar til þess að fá skýrari mynd af viðkomandi málefnum. Í lok kaflans er lögð áhersla á mikilvægi þess að meta umhverfisáhrif langtíma efnahags- og þróunaráætlana.
Population density, 1989 |
12,8 % af íbúum heimsins eru Evrópumenn en það hlutfall fer minnkandi vegna minni frjósemi íbúa flestra Evrópulanda Leiðréttur munur lífskjara í Austur- og Vestur-Evrópu er um það bil fjórfaldur Flestar þjóðir Mið- og Austur-Evrópu verða að treysta á innflutning matvæla; Vestur-Evrópuþjóðir flytja inn mikið af fóðurvörum |
Coal | Oil | Gas | Nuclear | Hydro | Others | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|
World | 1970 | 31.7 | 46.8 | 18.8 | 0.9 | 1.7 | |
1990 | 28.5 | 40.5 | 22.2 | 6.3 | 2.5 | | |
Western Europe | 1970 | 27.6 | 60.3 | 6.3 | 1.2 | 3.0 | 1.6 |
1990 | 19.3 | 44.0 | 16.6 | 14.4 | 3.0 | 2.7 | |
Eastern Europe | 1970 | 60.1 | 23.3 | 13.1 | | 1.0 | 2.4 |
1990 | 48.4 | 24.2 | 20.1 | 4.5 | 1.1 | 1.6 | |
Former USSR | 1970 | 36.8 | 34.8 | 22.3 | 0.2 | 1.6 | 4.3 |
1990 | 21.0 | 30.0 | 42.0 | 4.0 | 1.6 | 1.3 |
Frumorkunotkun heimsins og Evrópu árin 1970 og 1990 (í jafngildi olíutonna, %)
13 Nýting náttúruauðlinda
Hér er fjallað um muninn á endurnýjanlegum auðlindum (vatni, skógum og uppskeru) og þeim sem endurnýjast ekki (jarðefnaeldsneyti og málmgrýti). Vegna alþjóðaviðskipta og þess, hve þjóðirnar verða sífellt háðari hver annarri, er það kappsmál allra þjóða að auðlindum þessum verði stjórnað með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Í kaflanum er athyglinni beint að meiri háttar breytingum á notkun náttúruauðlinda í Evrópu og fjallað er um þær tölulegu upplýsingar, sem notaðar eru til að fylgjast með nýtingu auðlindanna.
Evrópa ræður yfir 8 % af endurnýjanlegu ferskvatni heimsins en notar meira en 15% Enda þótt í Evrópu (að undanskildum fyrrum Sovétríkjunum) hafi verið 1,9 millj. hektara meira skóglendi árið 1990 en 1981, veldur loftmengun og hömlulaust skógarhögg (Rússneska samveldið) því að skógar minnka og verða fyrir tjóni Evrópa hefur eytt megni birgða sinna af gæðamálmgrýti og reiðir sig nú að mestu á innflutning, einkum frá Afríku |
Hér er yfirlit yfir útstreymi í loft og vatn í Evrópu, eðlisefnafræðilegir eiginleikar þess, magn, rásir og lokastaður. Yfirlitið yfir útblástur helstu mengunarvalda í andrúmsloftið í Evrópu er byggt á gögnum sem skilað var til Efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu (UNECE) og, þar sem þau eru tiltæk, í CORINAIR 1990. Útreikningar á útstreymi í vatn byggist á þeim takmörkuðu magnupplýsingum sem fyrir hendi eru og snúa einkum að streymi frá landbúnaði og skólpi. Nokkur dæmi sýna hlutdeild iðnaðarins í útstreymi í vatn. Þær athuganir, sem gerðar hafa verið á útstreymi í Evrópu, eru skoðaðar; þær færa sönnur á þörfina fyrir samhæfingu aðferða við öflun gagna um útstreymi og úrgangsefni í jarðvegi, vatni og lofti og þörfina á að samhæfa aðferðir við könnun útstreymis um alla Evrópu.
Uppruni 20-30% útstreymis heimsins af koltvísýringi (CO2), brennisteinstvísýringi (SO2), rokgjörnum lífrænum efnum og nituroxíðum er í Evrópu Á þéttbýlissvæðum er um helmingur þess forfórs sem streymir í yfirborðsvatni komið úr skólpi |
Breytingar á útstreymi brennisteinstvíoxíðs |
Hér er úttekt á myndun úrgangs í Evrópu og möguleg ógn við heilsufar og umhverfi vegna gildandi venja við meðferð úrgangs er metin. Núverandi aðferðir við flutning hættulegra úrgangsefna milli landa í Evrópu eru skoðaðar. Möguleikarnir á að minnka úrgang og endurvinna efni með samþættum aðferðum eru kynntar hvað ýmis úrgangsefni varðar. Matið byggist á nýjum upplýsingum úr sameiginlegri athugun OECD og Eurostat og skýrslum um ástandið í umhverfismálum. Þau takmörkuðu gögn sem fyrir hendi eru, vafasöm gæði þeirra og erfiðleikar við samanburð gagna sýnir ljóslega mikilvægi þess að samræma úrgangsflokkunarkerfi um alla Evrópu.
Samsetning sorps árið 1990 |
Hver íbúi í Evrópu framleiðir 350 kg sorps á ári að meðaltali Vaxandi magn iðnaðarúrgangs er talið hættulegt Mikil framleiðsla vinnur gegn viðleitni til að minnka úrgang og endurvinna hann Sorphaugar Evrópu þekja 1200 til 1700 km2 flatarmáls en auk þess eru um 2000 km2 yfirgefinna iðnaðarsvæða |
16 Hávaði og geislun
Hér er fjallað um aðaláhrifin af hinum mikilvægu "eðlisfræðilegu" sviðum í Evrópu - umhverfishávaða, jónandi geislun og annarri geislun - og bent á aðaluppruna þeirra. Hávaðagögn frá alþjóðastofnunum (OECD og WHO) eru kynnt og unnið úr þeim eins og kostur er til þess að sýna heildarástandið í Evrópu og einstökum löndum. Með geislun, annarri en jónandi geislun, er átt við rafsegulsvið og útfjólubláa geislun. Lýst er aðaluppruna og áhrifum í Evrópu af jónandi geislun, náttúrulegri og af manna völdum.
Í hinum mjög svo iðnvæddu löndum Evrópu má meira en helmingur íbúanna þola umferðarhávaða sem fer fram úr því sem bakar fólk óþægindi að degi til Um 113 milljónir Evrópumanna - 17 % íbúanna - verða fyrir hávaða sem hefur alvarleg, neikvæð áhrif Of mikil útfjólublá geislun hefur til þessa að mestu leyti verið tengd lífsstíl; mælingar benda til að útfjólublá geislun hafi aukist um 5% að vetrarlagi á norðurhveli jarðar Áætlað er að radongeislun valdi u.þ.b. 10.000 krabbameinsdauðsföllum árlega í Evrópu |
17 Tilbúin efni og erfðabreyttar lífverur
Framleiðsla, sala og notkun tilbúinna efnasambanda leiðir til þess að ýmis efnasambönd sleppa út í umhverfið, oft með skaðlegum afleiðingum fyrir heilsufar manna, vellíðan og vistkerfi. Uppruna þessara efnasambanda er lýst, sem og áhrifum tiltekinna efna.
Einnig er fjallað um notkun erfðabreyttra lífvera í löndum Evrópusambandsins, hugsanleg neikvæð áhrif þeirra og hvernig farið er að því að tryggja örugga notkun þeirra.
Tilraunir með að sleppa erfðabreyttum lífverum út í náttúruna í Evrópusambandinu árin 1991-94 |
Um 100.000 tilbúin efnasambönd eru á boðstólum í Evrópusambandinu og milli 200 og 300 ný efnasambönd koma á markað árlega Frá 1991 til 1994 var tilkynnt um nærri 300 sleppingar á erfðabreyttum lífverum innan Evrópusambandsins |
18 Náttúrulegar og tæknilegar áhættur
Hér er litið á einkenni og mikilvægi slysa og náttúrulegra áhættuþátta sem áhrifavalda í umhverfinu. Orsakir þeirra og afleiðingar í Evrópu eru teknar saman og bent á hið margvíslega tjón sem orðið getur. Dæmi eru nefnd um iðnaðarslys (til dæmis Flixborough og Tsérnobyl), slys við flutninga, sjóslys og kjarnorkuslys (eins og í Tsérnobyl). Náttúruleg áhættuatriði eins og stormar og flóð, hitabylgjur, eldsvoðar og þurrkar hafa einnig áhrif á umhverfið og geta orðið alvarlegri vegna umsvifa manna.
Sesíummengun umhverfis Tsérnóbyl eftir slysið
Svo virðist, samkvæmt umfangsmiklu tilkynningakerfi um iðnaðaróhöpp, að flest þeirra hafi orðið í olíuiðnaði og að bráðeldfimar gastegundir og klór hafi komið oftast við sögu Olíuskipaslysum verður einungis kennt um 12-15% af allri þeirri olíu sem lendir í sjónum vegna umsvifa manna Ólíklegt er að menn öðlist nokkru sinni nákvæma vitneskju um allar afleiðingar Tsérnóbylslyssins en ýmis óvænt áhrif hafa þegar komið í ljós Hættur af náttúrunnar völdum hafa vaxandi áhrif á byggðir manna, að líkindum vegna aukins fjölda íbúðasvæða og af því að byggð er hættara en áður vegna þess að hún teygist hömlulaust inn á hættusvæði |
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/publications/92-827-5122-8/page007.html or scan the QR code.
PDF generated on 18 Sep 2024, 08:19 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum