Lagalegir fyrirvarar

Page Síðast breytt 24 Jul 2017

Nema annað sé tekið fram er notkun á efni á vefsíðu EEA, sem er í eigu Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) og EEA er með notkunarrétt á, heimiluð án endurgjalds í atvinnuskyni eða í öðrum tilgangi að því gefnu að heimildar sé getið og efnisþátturinn sé endurnotaður í heild sinni. Önnur skilyrði kunna að gilda um notkun á ákveðnum upplýsingum og ef sú er raunin er viðkomandi efnisþáttur merktur með höfundarréttarmerki eða birtar eru upplýsingar um sérstök skilyrði sem varða hann.

Stefna EEA um endurnotkun er í samræmi við tilskipun 2003/98/EB frá Evrópuþinginu og ráðherraráðinu um endurnotkun á opinberum upplýsingum í Evrópusambandinu og ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 12. desember 2011 um endurnotkun á upplýsingum framkvæmdastjórnarinnar.

EEA ber enga ábyrgð eða skaðabótaábyrgð af neinu tagi á endurnotkun efnis sem finna má á vefsíðu stofnunarinnar.

Myndmerki (lógó) stofnunarinnar er eign EEA og skráð hjá WIPO (Alþjóðahugverkastofnunin). Fjölmiðlar eða blaðamenn mega nota það í störfum sínum en öll önnur notkun þarfnast fyrirliggjandi samþykkis stofnunarinnar.  Ekki má stýfa eða breyta myndmerkinu með neinum öðrum hætti en þeim sem lýst er í handbók EEA um fyrirtækjaauðkenni sitt. Hlaða má niður myndmerkjum á ýmsum sniðum og tungumálum á þessari síðu.

Fyrirspurnum um endurnotkun efnis á heimasíðu EEA skal beint til copyrights@eea.europa.eu, eða til Ove Caspersen, EEA, Kongens Nytorv 6, DK-1050 Kaupmannahöfn K, sími +45 33 36 71 00, fax +45 33 36 71 99.

Geographic coverage

Áskriftir
Nýskráning til þess að fá skýrslur frá okkur (á prentuðu og/eða rafrænu formi) og ársfjórðungslegt e-fréttabréf.
Fylgjast með okkur
 
 
 
 
 
Umhverfisstofnun Evrópu (EEA)
Kóngsins nýjatorgi 6
1050 Kaupmannahöfn K
Danmörku
Sími +45 3336 7100