All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
News
Það sem við borðum og kaupum, hvernig við hreyfum okkur og hitum upp heimili okkar, auk margra annarra stórra og smáa ákvarðana, hefur áhrif á umhverfi okkar og heilsu. Í „GRÆNA LÍFIÐ MITT“ myndbandasamkeppninni, geta Evrópubúar deilt grænum athöfnum sínum með stuttum myndböndum, kosið um bestu myndbrotin og verið öðrum hvatning og fyrirmynd.
Þótt þú getir tekið grænar ákvarðanir á næstum öllum sviðum lífs þíns, leggur „GRÆNA LÍFIÐ MITT“ áherslu á fjögur efni:
Næringarríkur matur er nauðsynlegur fyrir heilbrigt líf. En matarframleiðsla krefst dýrmætra auðlinda, eins og lands og vatns. Í hvert skipti sem við sóum mat, sóum við líka þessum auðlindum. Ennfremur geta meindýraeitur og áburður haft áhrif á jarðveg og grunnvatn. Hvað gerir þú til að draga úr umhverfisáhrifum matsins á disknum þínum?
Mikið af efnahagslegri starfsemi, allt frá samgöngum til landbúnaðar, losar loftmengunarvalda. Engu að síður, geta daglegar venjur okkar bætt loftgæði, heilsu okkar og lífsgæði. Hvaða ákvarðanir tekur þú til að stuðla að hreinna lofti?
Vötn okkar, ár og höf eru undir miklu álagi, þ.m.t. frá loftslagsbreytingum og mengun. Á mörgum svæðum í Evrópu notum við grunnvatnsbirgðir hraðar en sem nemur endurnýjun þeirra. Þetta hefur áhrif á náttúruna og heilsu okkar. Hvernig getum við hjálpað til við að halda vatnaauðlindum okkar hreinum og lausum við mengun?
Það sem við kaupum hefur oft takmarkaðan endingartíma en það er hægt að koma í veg fyrir urðun notaðra hluta. Kannski getur þú sýnt gott fordæmi með því að endurnýta, gera við eða endurvinna eitthvað?
Skoðaðu reglur keppninnar og hvernig þú getur tekið þátt á „GRÆNA LÍFIÐ MITT“ síðunni.
Opnað fyrir umsóknir |
1. desember 2017 |
Lokað fyrir umsóknir |
31. mars 2018 |
Almenn kosning hefst |
1. maí 2018 |
Almennri kosningu lýkur |
31. maí 2018 |
Vinningshafar tilkynntir |
5. júní 2018 |
Vinningshafar í hverjum flokki (Sjálfbær matur, Hreint loft, Hreint vatn og Lágmörkun úrgangs) fá peningaverðlaun, 1.000 evrur. Verðlaun fyrir vinsælasta myndbandið, sem valið er með netkosningu er 500 evrur.
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/highlights/myndbandasamkeppni-deildu-thvi-graena-sem or scan the QR code.
PDF generated on 08 Nov 2024, 05:05 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum