News
Ljósmyndasamkeppni: Sendu okkur bestu vatnamyndirnar þínar
- Bulgarian (bg)
- Czech (cs)
- Danish (da)
- German (de)
- Greek (el)
- English (en)
- Spanish (es)
- Estonian (et)
- Finnish (fi)
- French (fr)
- Croatian (hr)
- Hungarian (hu)
- Icelandic (is)
- Italian (it)
- Lithuanian (lt)
- Latvian (lv)
- Maltese (mt)
- Dutch (nl)
- Norwegian (no)
- Polish (pl)
- Portuguese (pt)
- Romanian (ro)
- Slovak (sk)
- Slovenian (sl)
- Swedish (sv)
- Turkish (tr)
Vatn er alls staðar — frá smæstu frumum líkamans yfir í gríðarstór höf — fólk, dýr og plöntur reiða sig á vatn. WaterPIX ljósmyndasamkeppni Umhverfisstofnunar Evrópu vill beina athyglinni að vatni sem lífsnauðsynlegri auðlind fyrir allt líf á jörðinni.
Þú getur tekið mynd af vatni, notkun þess, og hvaða þýðingu það hefur fyrir lífið á margan mismunandi hátt. Virkjaðu sköpunargáfu þína og sendu okkur bestu ljósmyndina þína fyrir 15. ágúst 2018. Þú getur sent inn ljósmyndir í þremur keppnisflokkum:
1. Vatn og við
Við drekkum það, böðum okkur í því og eldum með því. Flóð eða þurrkar geta haft áhrif á heilar borgir. Hvaða þýðingu hefur vatn fyrir þig?
2. Vatn og náttúra
Ár, vötn og höf halda ekki bara uppi lífi á landi heldur eru þau líka heimili margra dýra og plantna. Höf gegna lykilhlutverki við að tryggja stöðugt loftslag fyrir plánetuna. Geturðu fangað sýnilegan og ósýnilegan ávinning vatns? Er hreint vatn í hættu?
3. Vatn og hagkerfið
Vatn er nauðsynlegt fyrir framleiðslu á mat, rafmagni og mörgum vörum. Ár og höf eru stórar flutningaleiðir, sem tengja saman lönd og menningarheima. Hvaða merkingu hefur vatn fyrir hagkerfi okkar? Hvaða áhrif hefur hagkerfið svo á vatn?
Vinningshafar í hverjum keppniflokki fá peningaverðlaun upp á 1.000 evrur. EEA mun líka gefa sérstök ungmennaverðlaun fyrir bestu myndina frá ungmenni á aldrinum 18-24 ára. Sérstök verðlaun verða veitt fyrir þá mynd sem vinnur opna netkosningu meðal allra ljósmynda í úrslitum.
Samkeppnin er opin borgurum aðildarríkja EEA og vestur-balkneskra samstarfslanda. Allir þátttakendur verða að vera 18 ára eða eldri. Lestu meira um reglur keppninnar og hvernig þú tekur þátt á samkeppnissíðu WaterPIX.
EEA mun tilkynna um alla sigurvegara í lok október 2018.
Permalinks
- Permalink to this version
- fdae13cad8dc4fe3b31b5527b124b006
- Permalink to latest version
- PTG97W2YX4
Geographic coverage
Temporal coverage
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/highlights/ljosmyndasamkeppni-sendu-okkur-bestu-vatnamyndirnar-thinar or scan the QR code.
PDF generated on 05 Feb 2023, 09:13 AM
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum