All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
News
Umhverfis Erindreka vefsetrið býður 9 til 14 ára börnum að gerast leynilegir ‘Umverfis Erindrekar’ í teiknimyndasögum. Í hverri sögu er fimm hetjum frá Hollandi, Finnlandi, Pólandi, Tyrklandi og Grikklandi úthlutað sérstöku verkefni, t.d. að laumast inn í ’vindorku búgarð' í Hollandi, sem yfirhylmir úrvinnslustöð fyrir jarðgas. Eftir að gera persónulegt æviágrip kemur hver einstakur nýliði fram í teiknimyndasyrpunni ásamt föstu leikurunum. Öll verkefnin innifela leiki þar sem börn vinna punkta upp í allsherjarskor.
Tveir söguþræðir um loftslagsbreytingu og vatnsgæði eru þegar á internetinu. Í kjölfarið munu koma söguþræðir um sjálfbæra lifnaðarhætti, líffræðilegan fjölbreytileika og gæði andrúmslofts.
Hverjum einstökum söguþræði fylgir samsvarandi skyndipróf. Rétt svör kalla fram svörun og frekari upplýsingar um viðkomandi viðfangsefni, en aftur á móti kalla röng svör fram vísbendingu um rétt svar og þátttakanda er boðið að reyna aftur. Hægt er að niðurhala skyndiprófin og nota við skólakennslu.
Kennarar geta einnig nálgast annað kennsluefni ásamt lista yfir vefsetur í heimalöndum þeirra þar sem hægt er að finna nánari upplýsingar um umhverfismálefni.
Umhverfisstofnun Evrópu mun kynna Umhverfis Erindreka vefsetrið á 'SciFest 2008’, vísinda- og tæknihátíð fyrir táninga sem haldin verður 16.-18. apríl í Juensuu, Finnlandi.
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/highlights/leynilegir-erindrekar-oskast-til-ad-verja-umhverfid-i-teiknimyndasyrpu or scan the QR code.
PDF generated on 07 Sep 2024, 03:58 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum