News
Hvaða þýðingu hefur náttúran í þínum huga? Ljósmyndasamkeppnin NATURE@work
- Bulgarian (bg)
- Czech (cs)
- Danish (da)
- German (de)
- Greek (el)
- English (en)
- Spanish (es)
- Estonian (et)
- Finnish (fi)
- French (fr)
- Irish Gaelic (ga)
- Croatian (hr)
- Hungarian (hu)
- Icelandic (is)
- Italian (it)
- Lithuanian (lt)
- Latvian (lv)
- Maltese (mt)
- Dutch (nl)
- Norwegian (no)
- Polish (pl)
- Portuguese (pt)
- Romanian (ro)
- Slovak (sk)
- Slovenian (sl)
- Swedish (sv)
- Turkish (tr)
Þessi árlega keppni á vegum EEA hefur það að markmiði að beina sjónum Evrópubúa að umhverfismálum og í ár er fókusinn á náttúruna að störfum. Vissir þú að grænir staðir í og umhverfis borgirnar okkar verja híbýli okkar gegn flóðum með því að draga í sig flóðavatn eða að tré og garðar lækka hitastig í þéttbýli þegar hitabylgja fer yfir. Með fegurð sinni og fjölbreytileika veitir náttúran einnig innblástur, ekki aðeins í listum heldur líka við hönnun véla, heimila og ýmissa tækninýjunga.
Evrópusambandið hefur unnið að náttúruvernd og verndun líffræðilegrar fjölbreytni allt frá áttunda áratugnum. Í ár eru 25 ár liðin frá því að megin náttúruverndarlöggjöf ESB, vistgerðartilskipunin tók gildi sitt. Með löggjöfinni kom ESB á stærstu skipulagða neti verndarsvæða í heiminum, í gegnum náttúruverndaáætlunina Natrua 2000, sem nær til 18% af landsvæðum ESB og meira en 6% sjávarsvæða. Þessi verkefni falla undir LIFE, fjármögnunarleið ESB fyrir náttúruvernd og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. ESB tekur einnig virkan þátt í leitinni að náttúruvænum leiðum til að styðja við efnahaglegan vöxt, skapa atvinnu og auka velferð okkar.
Ljósmyndasamkeppnin ‘NATURE@work’ er opin öllum evrópskum ríkisborgurum 18 ár og eldri og þar má senda inn myndir sem tengjast eftirfarandi þremur þemum:
- NATUREprovides (NÁTTÚRAN gefur): Getur þú fest á mynd þann ávinning sem náttúran gefur af sér og sem skiptir þig mestu máli?
- NATUREprotects (NÁTTÚRAN verndar): Hefurðu tekið eftir hvernig náttúran umhverfis þig verndar þig, hvort sem er til sjávar eða sveita, í borgum eða bæjum?
- NATUREinspires (NÁTTÚRAN veitir innblástur): Geturðu bent á eitthvað í kringum þig sem er innblásið af náttúrunni?
Sigurvegarinn í hverjum flokki fær peningaverðlaun. Allar innsendar myndir má birta hjá EEA og samstarfsaðilum um alla Evrópu. Hægt er að senda inn myndir fram til 15. ágúst.
Frekari upplýsingar um þátttöku og reglur er að finna á (www.eea.europa.eu/competition)
Sigurvegarinn í ljósmyndasamkeppni fyrra árs, My City: (http://www.eea.europa.eu/highlights/milan-uhersky-brod-nicosia-take)
Permalinks
- Permalink to this version
- 621df12e1c52461a9e17f1d712584837
- Permalink to latest version
- 72MQ1S4NU0
Geographic coverage
Temporal coverage
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/highlights/hvada-thydingu-hefur-natturan-i or scan the QR code.
PDF generated on 18 Apr 2021, 07:57 AM
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum