næsta
fyrri
atriði

Article

Loftslagsfjármálageirinn: úrræði fyrir loftslagsbreytingaþolna Evrópu með lítilli koltvísýringslosun

Breyta tungumáli
Article Útgefið 16 Feb 2017 Síðast breytt 11 May 2021
Loftslag okkar er að breytast. Við þurfum að draga úr losun gróðurhúsategunda til að takmarka hraða loftslagsbreytinga og á sama tíma, grípa til ráðstafana til að búa okkur undir áhrif þeirra nú og í framtíðinni. Báðar aðgerðirnar krefjast nýrra fjárfestingarhátta sem engin fordæmi eru fyrir. Það var staðfest á loftslagsráðstefnunni í París og nýlega í Marrakesh. Fjármálageirinn getur og mun leika mikilvægt hlutverk í því að styðja Evrópu í því að þróast í loftslagsvænt samfélag með lítilli koltvísýringslosun.

Evrópa þarf að fjárfesta umtalsvert í því að draga úr loftslagsbreytingum og aðlögun sinni að þeim.  Fjármálageirinn getur og mun leika mikilvægt hlutverk í því að styðja Evrópu í því að þróast í loftslagsbreytingaþolið samfélag með lítilli koltvísýringslosun.  Fjárfestingar í opinbera geiranum munu ekki duga til að fjármagna þessa breytingu en þær geta hjálpað til við  að komahreyfingu á og stuðla að nýtingu vogunar- og einkafjármagns sem er ómissandi til að beina fjárfestingu á nýjar brautir í því magni sem þarf.

Hans Bruyninckx, framkvæmdastjóri EEA

Evrópa þarf að fjárfesta umtalsvert í því að draga úr loftslagsbreytingum og aðlögun sinni að þeim. Áætlanir um nauðsynlegt fjármagn eru mjög mismunandi og geta hlaupið á hundruðum milljörðum evra á ári en upphæðin fer eftir umfanginu, mælikvarðanum og aðferðarfræðinni. Í samanburði við almenna fjármögnunargetu fjármálakerfisins eru fjárfestingar á sviðinu tiltölulega litlar. En þrátt fyrir mikla getu þess uppfyllir fjármálakerfið aðeins brotabrot af fjárfestingarþörfinni.

Helstu áskoranirnar við að efla loftslagsvænar fjárfestingar eru meðal annars að sigrast á núverandi hindrunum í fjármálakerfinu sem stuðla að og draga ósjálfbær verkefni á langinn; og beina fjármagni í átt að verkefnum sem stuðla að þanþoli þegar kemur að loftslagsmálum og draga úr kolefnislosun. Til að ráðstafanir á jörðu séu samræmdar og skilvirkar ætti að taka á fjárfestingarþörfinni með kerfisbundnum hætti á öllum stigum — í Evrópu, í hverju landi og með staðbundnum hætti. Samræmd og ítarleg upplýsingagjöf fyrirtækja um áhættur á sviði loftslagsmála er nauðsynleg til þess að hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um fjárfestingu. Auk gagnsæis þegar kemur að loftslagsáhættum gefa langtímaáætlanir og stefnufesta einnig fjárfestum skýr merki.

Skýr stefnumörkun stuðlar að fjárfestingu til langs tíma

Parísarsamkomulagið 2015 setti alþjóðlegt markmið um að „samræma allt fjármálaflæði við loftslagsvæna þróun með lágum útblæstri“. Þetta markmið var einnig staðfest af loftslagsráðstefnunni í Marrakesh 2016.

 Áætlun um hreina orku, sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði nýlega til staðfestir stefnu ESB um loftslagsvæna Evrópu með lágu kolefnisstigi. Pakkinn útlistar markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 40% og leggur til að sett verði markmið um að minnsta kosti 30% orkuskilvirkni og að minnsta kosti 27% endurnýjanlega orku fyrir árið 2030. Hún undirstrikar einnig mikilvægt hlutverk fjárfestinga í hreinni orku og efnahagslegan ávinning hennar. Samkvæmt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins getur áætlunin, sem lögð hefur verið til, ef allt að 177 milljarðar evra af opinberu- og einkafjármagni verða nýttir á ári fram til ársins 2021,  leitt til allt að 1% aukningu á vergri landsframleiðslu á næsta áratug og skapað 900 000 ný störf.

Stefnuramma ESB og markmiðum er almennt hrint í framkvæmd með stefnumörkun og áþreifanlegum aðgerðum í aðildarríkjunum, þar á meðal með innlendum stefnum um þróun á sviði lágrar kolefnislosunar. Bráðabirgðamat EEA á þessum stefnumálum sýnir að þær eru mjög mismunandi þegar kemur að umfangi, dýpt og metnaði. Þær innihalda mjög takmarkaðar upplýsingar um fjármögnunarþörfina og áætlanir um að beina fjárfestingu í aðra átt. Auk þess skortir oft langtíma sýn meðal ríkjanna sem er í samræmi við markmið ESB um minnkun á kolefnisnotkun. Með sama hætti hafa mörg lönd einnig samþykkt innlendar aðlögunarstefnur og aðgerðaráætlanir en upplýsingar um fjármögnun þeirra er oft ekki til staðar. Til að styrkja tiltrú fjárfesta ættu innlendar fjármögnunarstefnur á sviði loftslagsmála að fylgja þróunarstefnunum fyrir lágt kolefnisstig og innlendri aðlögun að þeim.

Fjárfestingar í opinbera geiranum munu ekki duga til að fjármagna þessa breytingu en þær geta hjálpað til við að stuðla að og nýta betur einkafjármagn sem er ómissandi við að beina fjárfestingu á nýjar brautir að því magni magni sem þarf. Að minnsta kosti 20% af fjármagni ESB 2014-2020 hefur verið eyrnamerkt loftslagstengdum aðgerðum. Nýleg ákvörðun ESB um að færa út og auka við styrkjakerfi Evrópusjóða fyrir stefnumótandi fjárfestingar og hinn nýstofnaða hóp sérfræðinga um sjálfbær fjármál er einnig mikilvægt skref í átt að því að skapa fjármálakerfi sem stuðlar að sjálfbærni í Evrópu.

Fjármálakerfi sem býður upp á nýstárlegar lausnir

Fjármögnunarstefnur á sviði loftslagsmála krefjast þátttöku mismunandi hagsmunaaðila - úr opinbera og einkageiranum - á öllum stigum, þar á meðal á staðarvísu. Fjármálakerfið þarf einnig að þróast svo að þau sinni mismunandi þörfum og aðilum.

Sum sveitarfélög í Evrópu hafa þegar komið á fót nýstárlegum leiðum til þess að fjármagna aðgerðir sínar með því að sameina mismunandi fjármögnunarleiðir og búa til nýjar leiðir eins og hópfjármögnun á loftslagsskuldabréfum. En samkvæmt væntanlegu mati okkar standa mörg sveitarfélög frammi fyrir erfiðleikum við að finna fjármögnun fyrir aðgerðir þeirra á sviði loftslagsaðlögunar. Skortur á getu og sérfræðiþekkingu við að finna fjármögnunarleiðir og nota hentugustu fjármögnunarleiðirnar skapar miklar hindranir. Auk þess eru fjármögnunaraðilar enn ekki farnir að líta á fjárfestingar í ráðstöfunum á sviði loftslagsaðlögunar sem „arðbærar“.

Aukin vitund um loftslagsáhættur og aukinn ávinningur aðlögunarráðstafana (t.d. aukin lífsgæði og aðdráttarafl staðarins sem hefur hrint slíkum ráðstöfunum í framkvæmd) gæti leitt til öðruvísi mats á því sem telst góð fjárfesting.

EEA og loftslagsfjármál

Í ljósi hins mikilvæga hlutverks loftslagsfjármála við að stuðla að nauðsynlegum breytingum í Evrópu hefur EEA unnið að því að leggja mat á samband núverandi og verðandi aðgerða. Annars vegar þegar kemur að því að milda áhrifin og aðlögun að þeim og hins vegar fjármála- og efnahagskerfanna. Betri skilningur á þessu sambandi er nauðsynlegt til að fjarlægja hindranir gegn loftslagsfjármögnun og því að beina fjármagni í átt að loftslagsvænum breytingum með lágri kolefnislosun. Við munum birta niðurstöður okkar á árinu 2017.

 

Hans Bruyninckx

Framkvæmdastjóri EEA

Þessi ritstjórnargrein birtist í fréttabréfi EEA 04/2016 í desember 2016.

Permalinks

Geographic coverage

Temporal coverage