næsta
fyrri
atriði

Jarðvegur

Breyta tungumáli
Page Síðast breytt 15 Mar 2023
3 min read
Topics:
Jarðvegur er undirstaða 90 % allrar framleiðslu á matvælum, fóðri, trefjum og eldsneytis og sér fyrir hráefni fyrir allt frá garðyrkju til byggingariðnaðarins. Jarðvegur er lífsnauðsynlegur fyrir heilbrigði vistkerfisins: hann hreinsar og hefur stjórn á vatni, hann er vélin fyrir hringrásir næringarefna og forðabúr fyrir gen og tegundir og styður þannig við líffræðilegan fjölbreytileika. Hann er alþjóðlegur geymslustaður fyrir kolefni og leikur þannig mikilvægt hlutverk við að hægja hugsanlega á loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. Auk þess er hann mikilvægur þáttur í menningararfleifð okkar með því að geyma minjar um fortíð okkar.

En jarðvegur hefur orðið fyrir stöðugri, oft stríðandi eftirspurn, frá samfélagi manna. Geta jarðvegsins til að standa undir þjónustu við vistkerfið — hvað varðar matvælaframleiðslu, sem uppspretta líffræðilegs fjölbreytileika og sem stýriþáttur gastegunda, vatns og næringarefna — er því undir þrýstingi. Hlutfall landhleðslu, landeyðingar, hnignunar lífrænna efna og mengun dregur úr viðkomugetu eða getu jarðvegarins til að laga sig að þeim breytingum sem hann verður fyrir.

Á einnig mannsævi getur jarðvegur því fallið í þann flokk að vera óendurnýjanleg auðlind. Við sem samfélag þurfum að tryggja sjálfbærni hans til að njóta þess sem hann hefur upp á að bjóða. Þrátt fyrir fjölbreytta starfsemi sem byggir að lokum á jarðvegi er engri ESB löggjöf um jarðveg til að dreifa. Fram að þessu, ólíkt vatni og andrúmslofti, er fjallað um jarðveg með óbeinum hætti eða í stefnum fyrir mismunandi atvinnugreinar: landbúnaður og skógrækt, orkumál, vatn, loftslagsbreytingar, náttúruvernd, úrgangur og íðefni. Skorturinn á samfelldri jarðvegsstefnu á vettvangi Evrópusambandsins birtist einnig í skortinum á samræmdum upplýsingum um jarðveg.

Þrátt fyrir það hefur árangur náðst á undanförnum tíu árum þegar kemur að stefnumótun og samræmdri öflun upplýsinga. Stefna framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um jarðvegsmál frá árinu 2006 undirstrikar þörfina á því að vernda virkni jarðvegsins vegna mikilvægis hans í sjálfbærri þróun. Á alþjóðlegum vettvangi er fjallað um jarðvegsmál undir hinu víðfeðma hugtaki landhnignun (sem fram að þessu takmarkast við þurrlendissvæði) í samningi Sameinuðu þjóðanna gegn eyðimerkurmyndun (UNCCE). Nýlega var hugmyndin um að vernda jarðvegsvirkni felld inn í hugtakið um hlutleysi jarðvegshnignunar í sjálfbæru þróunarmarkmiðunum (e. Sustainable Development Goals, SDG) sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 2015. SDG innihalda einnig markmið um jarðvegsgæði, jarðvegsmengun, stjórnun íðefna og úrgangs. Framkvæmd SDG kann að reynast mikilvægur þáttur í evrópskum aðgerðum til verndar jarðveginum. Tilraunir til að samræma og staðla jarðvegsupplýsingar fyrir almenning hafa gengið ágætlega bæði alþjóðlega og í Evrópu.

EEA framkvæmir möt á grundvelli vísbendinga um ýmiss konar landnotkun og jarðvegsmál í þemaklasanum fyrir landnotkun og jarðvegsvísum (LSI sett). LSI settið samanstendur af vísum um  landtöku, vatnsheldni, stjórnun mengunarstaða, jarðvegsraka, landeyðingu og lífrænt kolefni í jarðvegi. Ráðgert er að búa til vísa um uppbrot og landendurvinnslu. Copernicus landvöktunarþjónustan auðveldar reglulega uppfærslu á mörgum af þessum vísum. EEA gefur einnig út sérstakar matsgerðir um ákveðin jarðvegstengd málefni, eins og nýtingu jarðvegsauðlinda í þéttbýli eða næringarefni í jarðvegi og málmálag á umhverfið.

EEA á í samstarfi við samstarfsaðila frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (einkum sameiginlegu rannsóknarmiðstöðina (JRC) og stjórnarsvið umhverfismála), Eionet fulltrúa frá innlendu viðmiðunarmiðstöðinni fyrir jarðvegs- og landnotkun og landnotkunarskipulag og önnur samstarfsnet og sérfræðinga í Evrópu. Alþjóðlegir samstarfsaðilar eru: skrifstofa UNCCD, Global Soil Partnership, Global Land Indicator Initiative (í gegnum búsetunefnd Sameinuðu þjóðanna) og Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna.

Starf EEA á þessu málefnasviði hefur verið stutt af viðeigandi Evrópskum málefnamiðstöðvum (ETC) frá árinu 1996; ETC um þéttbýlis- land- og jarðvegskerfi (ETC/ULS), hefur starfað frá árinu 2014 og styður við starf EEA á sviði jarðvegsmála. Árið 2007 var starfsemi á sviði jarðvegsupplýsinga flutt yfir til Evrópsku upplýsingamiðstöðvarinnar um jarðvegsmál hjá JRC.

Permalinks

Geographic coverage

Topics

Topics:
Skjalaaðgerðir