You are here: Home / Þema / Iðnaður / Iðnaður

Iðnaður

Breyta tungumáli
Page Síðast breytt 26 Apr 2016, 04:02 PM
This content has been archived on 07 Apr 2016, reason: Content is outdated
Frammistaða iðnaðarins í Evrópu í umhverfismálum hefur batnað á undanförnum áratugum. Breytingar hafa átt sér stað af nokkrum mismunandi ástæðum: strangari umhverfislöggjöf, endurbætur á skilvirkni orkunotkunar, almenn þróun iðnaðar í Evrópu að þróast í átt frá mengandi iðnaðarframleiðslu yfir í hreinni framleiðslu, og þátttaka fyrirtækja í sjálfvöldum verkefnum sem miða að því að draga úr umhverfisáhrifum þeirra. Þrátt fyrir þessar endurbætur, ber iðnaðurinn enn þann dag í dag ábyrgð á umtalsverðu álagi á umhverfið sem birtist sem mengun og úrgangur sem fellur til frá iðnaðarframleiðslunni.

Iðnaður Evrópu skilar miklum hagrænum og félagslegum ávinningi: hann framleiðir vörur og framleiðsluvörur, og skapar störf og skatttekjur. Hins vegar standa stærstu iðnaðarverksmiðjur Evrópu á bak við umtalsverðan hlut af heildarlosun mikilvægra mengandi efna í loft og gróðurhúsalofttegunda(GHG), auk þess sem verksmiðjurnar hafa önnur mikilvæg umhverfisáhrif, þar með talin losun mengandi efna í vatn og jarðveg, myndun úrgangs og orkunotkun.

Stefna ESB

Iðnaðinum hefur verið stjórnað með lögum og reglugerðum innan ESB í mörg ár. Þó nokkrar stefnur ESB takmarka neikvæð áhrif iðnaðarframleiðslu á heilsu manna og umhverfi, og hvetja til notkunar sjálfbærra verkferla. Árið 2010, samþykkti ESB Tilskipun um losun frá iðnaði (IED). Tilskipunin skilgreinir skyldu stórra iðnaðarverksmiðja til að forðast eða lágmarka mengandi losun út í andrúmsloftið, vatn og jarðveg, um leið og lágmarka skal úrgang frá iðnaði almennt og landbúnaði. Til að ná þessu markmiði, er þess krafist að rekstraraðilar um 52.000 iðnaðarvera afli sér samþætts starfsleyfis frá yfirvöldum aðildarríkja ESB.

Evrópska skráin um losun mengandi efna og flutning (E-PRTR) er fullkomnasta skrá sem til er á Evrópugrundvelli um mengun frá umfangsmiklum iðnaði. Skráin inniheldur árlegar upplýsingar um 29.000 iðnaðarverksmiðjur um alla Evrópu, og varðar losun mengandi efna í loft, vatn og jarðveg, auk þess sem fjallað er um flutning úrgangs til annarra landa og um mengandi efni í affallsvatni.

Verslunarkerfi ESB með losunarkvóta (EU ETS) er hornsteinn stefnu ESB um að berjast gegn loftslagsbreytingum og lykiltæki til að draga úr kostnaði vegna losunar iðnaðarins á gróðurhúsalofttegundum á skilvirkan hátt . Kerfið nær til um 11.000 orkuvera og iðnaðarvera í um 30 löndum.

Frumkvæði iðnaðarins

Viðmið um sjálfbærni sem hjálpa við að draga úr áhrifum iðnaðarins á umhverfið hafa einnig verið kynnt til sögunnar. Dæmi um slíkt frumkvæði iðnaðarins er almenn notkun umhverfisstjórnunar gegnum European Eco-Management and Audit Scheme (EMAS) og ISO14001, og sjálfviljug frumkvæði er snúa að félagslegri ábyrgð fyrirtækja eins og átakið Responsible Care initiative innan efnaiðnaðarins, Global e-Sustainability Initiative (GeSI), og stefna the International Council on Mining & Metals' Materials Stewardship.

Starfsemi EEA

Heildarstarf EEA er varðar iðnað nær til fjölda aðgerða er snerta mat og söfnun gagna á sviði iðnaðarframleiðslu Stórar verksmiðjur er beita bruna (LCP), E-PRTR og ESB ETS. Árið 2012, mun starf EEA ná til þess að samþætta gögn er lönd skila inn um ósoneyðandi efni og flúoraðar lofttegundir.

Framtíðarhorfur

Samkvæmt Evrópa 2020 áætluninni, skipta tvö af sjö frumkvæðum áætlunarinnar mjög miklu máli fyrir iðnaðinn: 'Evrópa sem er skilvirk í nýtingu auðlinda ' og 'Stefna um iðnað á tímum alþjóðavæðingar'. Fyrsta frumkvæðið nær til þess að aftengja hagvöxt frá auðlindanotkun, þróun í átt til hagkerfis er byggir ekki á kolefni, og þróun í átt til endurnýjanlegra orkugjafa og aukinnar skilvirkni orkunotkunar. Annað frumkvæðir leggur áherslu á að bæta viðskiptaumhverfið - sérstaklega fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki (SME), á meðan stuðlað er að þróun sterks og sjálfbærs grundvallar fyrir iðnaðarframleiðslu. Í þessu samhengi, gaf framkvæmdastjórnin út nýja stefna um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja í október 2011.

Aðgerðaáætlun um sjálfbæra neyslu, sjálfbæra framleiðslu og sjálfbæra stefnu í iðnaði (SCP/SIP) frá 2008 nær einnig til margra tillagna um að bæta áhrif á umhverfið vegna framleiðslu vara og til að hvetja til eftirspurnar eftir sjálfbærari vörum og sjálfbærari framleiðslutækni. Aðgerðaáætlunin hvetur einnig iðnað innan ESB til að nýta tækifæri til nýsköpunar, til dæmis gegnum sjálfbæra stefnu um vöruframleiðslu og nýsköpun á sviði vistvænnar tækni.

Á næstu árum, mun framkvæmdastjórn ESB einbeita sér að betri framfylgni löggjafarinnar og einkum að IED. Þetta mun innifela upptöku framkvæmdastjórnarinnar á bestu fáanlegu tækni (BAT) og niðurstöðum varðandi takmarkandi gildi á losun (ELV) sem tengjast BAT, uppsetningu áætlana um eftirlit á sviði umhverfismála fyrir tengdar verksmiðjur, og framfylgni á ELV í tilskipuninni, einkum fyrir LCP sem eru strangari en þær takmarkanir sem eru í LCP Tilskipuninni. 

Árið 2012, mun framkvæmdastjórnin endurskoða SCP/SIP Aðgerðaáætlunina og íhuga mögulegar viðbætur við hina tengdu tilskipun Ecodesign Directive. Kynning á Aðgerðaáætlun um nýsköpun á sviði vistvænnar tækni til að tryggja markaðssetningu og notkun lykiltækni á sviði umhverfistækni er áætluð í samhengi Evrópa 2020 áætlunarinnar.

Tenglar er tengjast málefninu

Geographic coverage

Europe
Skjalaaðgerðir
Áskriftir
Nýskráning til þess að fá skýrslur frá okkur (á prentuðu og/eða rafrænu formi) og ársfjórðungslegt e-fréttabréf.
Fylgjast með okkur
 
 
 
 
 
Umhverfisstofnun Evrópu (EEA)
Kóngsins nýjatorgi 6
1050 Kaupmannahöfn K
Danmörku
Sími +45 3336 7100