næsta
fyrri
atriði
Heilsufar og umhverfi, þar á meðal loft- og hávaðamengun — kastljósið á störf Umhverfisstofnunar Evrópu

Loftmengun, hávaðamengun og áhrif loftslagsbreytinga eru helstu áhættuþættirnir fyrir daglega heilsu og velferð Evrópubúa. Við ræddum við Catherine Ganzleben, teymisstjóra fyrir loftmengun, umhverfi og heilsufar, Alberto González, loftgæðasérfræðing EEA og Eulalia Peris, hávaðamengunarsérfræðing EEA til að fá frekari upplýsingar um vinnu EEA til að auka þekkingu á þessu mikilvæga sviði.

Lesa meira

Leiðin til Evrópu 2030: Frjósöm náttúra, sjálfbær efnahagur og heilbrigt líf

COVID-19 heimsfaraldurinn er skýrt dæmi um hve brothætt þjóðfélag okkar og efnahagslíf geta verið gagnvart meiriháttar áföllum. Búist er við að hnignun umhverfisins og loftslagsbreytingar geri slík áföll tíðari og alvarlegri. Þegar við stöndum nú frammi fyrir mörgum áskorunum er eini lífvænlegi valkostur okkar að tryggja að hver ákvörðun sem við tökum á þessum tvísýnu tímum færi okkur nær markmiðum okkar varðandi samfélagið og sjálfbærni.

Lesa meira

Saman getum við farið fram á við: Byggt upp sjálfbæra plánetu eftir kórónaveiruáfallið

Hvernig getum við byggt upp sjálfbærari og varanlegri heim í kjölfar hremminga kórónaveirunnar? Á þessum mikilvægu tímum þegar teknar verða lykilákvarðanir um endurreisn sem móta framtíð okkar, mun Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) sameina þekkingu sem tengist kórónaveirunni og umhverfismálum og leggja sitt til markanna til upplýstrar umræðu.

Lesa meira

Skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu, Umhverfismál í Evrópu — ástand og horfur 2020, leikur lykilhlutverk í að styðja við endurnýjaða herferð Evrópu sem miðar að sjálfbærni

Fyrr í þessum mánuði gaf Umhverfisstofnun Evrópu út skýrsluna „Umhverfismál í Evrópu — ástand og horfur 2020 (SOER 2020)". Niðurstaða skýrslunnar er sú að Evrópa mun ekki ná þeim markmiðum sem hafa verið sett fyrir árið 2030 án áríðandi aðgerða á næstu 10 árum til þess að takast á við hinn ógnvænlega hraða rýrnunar líffræðilegs fjölbreytileika, aukin áhrif loftslagsbreytinga og ofnotkun á náttúruauðlindum. Í henni er einnig að finna nokkrar lykillausnir, sem gætu hjálpað til við að beina Evrópu inn á braut þar sem þessi markmið myndu nást. Við settumst niður með Tobias Lung, samhæfingar- og matssérfræðingi fyrir SOER skýrsluna hjá Umhverfisstofnun Evrópu (EEA), til að ræða um hlutverk SOER 2020 skýrslunnar.

Lesa meira

Hávaðamengun er stórt vandamál, bæði fyrir heilsu manna og umhverfið

Hávaðamengun er vaxandi vandamál í allri Evrópu og er vandamál sem margir kunna ekki að vera meðvitaðir um að hafi áhrif á heilsu þeirra. Við settumst niður með Eulalia Peris, hávaðasérfræðingi Umhverfisstofnun Evrópu, til að ræða helstu niðurstöður EEA skýrslunnar „Environmental noise in Europe — 2020“ (Umhverfishávaði í Evrópu - 2020) sem kom út fyrr í þessum mánuði.

Lesa meira

Vangaveltur um markmið Evrópu um hlutleysi í loftslagsmálum á tímum covid-19

Evrópulönd hafa gripið til harkalegra aðgerða til að takmarka áhrif covid-19 á heilbrigði og efnahag Evrópubúa. Slíkar kreppur eiga það til að hafa tafarlaus og alvarleg áhrif á heilu löndin og efnahagskerfin. Í ljósi hugsanlegra áhrifa á mikilvægar atvinnugreinar er gert ráð fyrir því að kórónaveirukreppan muni draga úr áhrifum efnahagslífsins á umhverfi og loftslag. En þó eru meiriháttar og skyndileg áföll með gríðarlegan kostnað fyrir samfélagið alls ekki sú leið sem Evrópusambandið ætlaði sér til að umbreyta efnahag sínum og ná fram hlutleysi í loftslagsmálum fram til ársins 2050. Græn efnahagsstefna Evrópu (e. European Green Deal) og nýleg tillaga um evrópska loftslagslöggjöf krefjast þess í stað óafturkræfrar og stigvaxandi minnkunar á losun og á sama tíma tryggingar fyrir réttlátu breytingaskeiði þar sem stutt er við þá sem breytingarnar hafa áhrif á.

Lesa meira

Hvernig hefur umhverfisvá áhrif á berskjaldaða hópa í Evrópu?

Það er þörf á markvissum aðgerðum til að verja betur berskjölduðustu íbúa Evrópu, þar með talið fátæka, börn og aldraða, fyrir umhverfisvá eins og loft- og hljóðmengun og öfgum í hitastigi. Aleksandra Kazmierczak, sérfræðingur Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) á sviði aðlögunar að loftslagsbreytingum, útskýrir helstu niðurstöður nýrrar skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu þar sem lagt er mat á sambandið á milli félagslegs og lýðfræðilegs ójöfnuðar og varnarleysis gagnvart loftmengun, hávaða og helstu umhverfishættum.

Lesa meira

Kvikasilfur: þrálát ógn við umhverfið og heilsu fólks

Margt fólk tengir kvikasilfur enn við hitamæla og flest fólk veit líka að það er eitrað. Vegna eituráhrifa þess er verið að taka kvikasilfur úr vörum í Evrópu en enn er talsvert magn af því sem berst um í lofti, vatni, jarðvegi og vistkerfum. Er kvikasilfur enn vandamál og hvað er verið að gera í því? Við tókum viðtal við Ian Marnane, sérfræðing hjá Umhverfisstofnun Evrópu á sviði sjálfbærrar notkunar auðlinda og iðnaðar.

Lesa meira

Breytingar í umhverfinu: þekking er lykillinn að því að draga úr áhrifunum á fólk og náttúruna

Stefnumótun á sviði umhverfismála er ekki auðvelt verkefni. Evrópubúar vilja annars vegar njóta ávinningsins af hagkerfi sem virkar vel. En hins vegar hefur val okkar á lífsháttum í för með sér verulegan kostnað fyrir umhverfið og heilbrigði manna. Kerfisbundinn skilningur á tengslum náttúru, efnahagsmála og heilbrigði manna er nauðsynlegur til að greina hvers kyns stefnumörkun er best. Umhverfisstofnun Evrópu hefur það að stefnu sinni að styðja við stefnumótun með því að bjóða einmitt upp á slíkar upplýsingar.

Lesa meira

Hreinna loft er betra fyrir heilsu manna og loftslagsbreytingar

Þökk sé löggjöf, tækni og færslu í átt frá mjög mengandi jarðefnaeldsneyti í mörgum löndum hafa loftgæði Evrópu farið batnandi á nýliðnum áratugum. Engu að síður verður fólk enn fyrir neikvæðum áhrifum frá loftmengun, sérstaklega í borgum. Vegna þess hversu flókin baráttan gegn loftmengun er krefst hún samhæfðra aðgerða á mörgum sviðum. Nauðsynlegt er að gefa borgurum tímalega upplýsingar á aðgengilegan hátt til að virkja þá. Nýútgefinn loftgæðavísir okkar gerir nákvæmlega það. Betri loftgæði myndu ekki aðeins bæta heilsu okkar heldur einnig hjálpa til að takast á við loftslagsbreytingar.

Lesa meira

Efni í Evrópu: skilningur á áhrifum á heilbrigði manna og umhverfið

Vitað er að váleg áhrif frá hættulegum efnum hafi áhrif á heilbrigði manna og umhverfið. Nú þegar efnaframleiðsla er að aukast á heimsvísu og verið er að þróa og koma í notkun nýjum efnum, hvernig vitum við þá hvað telst öruggt? Við ræddum við Xenia Trier, sérfræðing EES í efnum, um mismunandi málefni sem tengjast öruggri notkun efna í Evrópu og spurðum hvað ESB gerir til að draga úr mögulegum aukaverkunum þeirra.

Lesa meira

Loftgæði er mikilvægt málefni fyrir marga Evrópubúa

Í síðasta mánuði gaf Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) út nýjustu skýrslu sína um „loftgæði í Evrópu“ en hún sýndi að þó að loftgæði fari batnandi er loftmengun stærsta umhverfishættan gegn heilbrigði í Evrópu. Við settumst niður með Alberto Gonzáles Ortiz, loftgæðasérfræðingi EEA til að ræða um niðurstöður skýrslunnar og hvernig tækni, eins og gervihnattamyndir, hjálpa til við að bæta rannsóknir á sviði loftgæða.

Lesa meira

Landbúnaður Evrópu: hvernig á að gera matvæli ódýr, heilbrigð og „græn“

Framleiðsla á nægjanlegum matvælum fyrir íbúa Evrópu byggist á þaulræktun sem hefur áhrif á umhverfið og heilsu okkar. Geta Evrópubúar fundið fleiri umhverfisvænar leiðir til að framleiða matvæli? Við spurðum Ybele Hoogeveen þessarar spurningar sem leiðir hóp hjá Umhverfisstofnun Evrópu sem kannar áhrif auðlindanýtingar á umhverfið og vellíðan manna.

Lesa meira

Umhverfis-, heilbrigðis- og efnahagsmál tengd saman

Áhrifa efnahagskreppunnar sem hófst árið 2008 gætir enn í hagkerfi Evrópu. Milljónir manna hafa fundið fyrir atvinnuleysi eða launalækkunum. Þegar nýútskrifaðir fá enga vinnu í einum ríkasta heimshlutanum, ættum við þá að vera að tala um umhverfismál? Ný umhverfisaðgerðaáætlun Evrópusambandsins gerir það einmitt, en ekki eingöngu. Hún skilgreinir einnig umhverfismál sem samþættan og óaðskiljanlegan hluta heilbrigðis- og efnahagsmála.

Lesa meira

Permalinks

Skjalaaðgerðir