Loftlagsbreytingar

Breyta tungumáli
Page Síðast breytt 11 Jan 2017, 02:47 PM
Loftslagsbreytingar eru að eiga sér stað: hitastig fer hækkandi, úrkomudreifing er að breytast, jöklar og snjór bráðna, og hnattrænt meðaltal yfirborðs sjávar fer hækkandi. Við reiknum með að þessar breytingar haldi áfram, og að ofsafengin veður sem valda hættum eins og flóðum og þurrkum verði tíðari og langvinnari. Áhrif og geta náttúru, hagkerfa og heilsu okkar til að bregðast við er mismunandi eftir svæðum, landsvæðum og hagkerfum innan Evrópu.

Það er mjög líklegt að stærstur hluti hlýnunarinnar síðan um miðja 20stu öld sé vegna mældrar aukningar á styrkleika gróðurhúsalofttegunda vegna losunar frá mannlegum athöfnum. Hnattrænt meðalhitastig Jarðar hefur hækkað um u.þ.b. 0,8 °C á undanförnum 150 árum og áætlað er að það muni hækka enn frekar.

Fari hækkun hitastigs sem nemur 2°C fyrir ofan það sem var fyrir iðnbyltingu, skapast hætta á varasömum breytingum fyrir bæði hnattræn og náttúruleg kerfi. Rammasamningur Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) hefur sett það markmið að takmarka skuli hækkun hnattræns meðalhitastigs Jarðar um 2 °C frá því sem var fyrir iðnbyltingu.

Hvernig getum við náð þessu markmiði? Hnattræn losun gróðurhúsalofttegunda verður að hætta að aukast á þessum áratug, og draga verður úr henni um 50% miðað við losun árið 1990 fyrir árið 2050. Að teknu tilliti til aukins framlags frá þróunarríkjum, þá styður ESB það markmið að draga úr losun sambandsins um 80 % til 95 % fyrir árið 2050 (samanborið við losun árið 1990).

Jafnvel þótt stefnumótun og tilraunir til að draga úr losun reynist árangursríkar, þá verða einhverjar loftslagsbreytingar óumflýjanlegar; þess vegna, þarf einnig áætlanir og aðgerðir til að aðlagast að áhrifum breytinganna.

Inngangur

Áhrif og viðkvæmni gagnvart breytingum

Mesta hitastigsaukning innan Evrópu er í suður-Evrópu og á heimskautasvæðum; mesta minnkun úrkomu er í suður Evrópu á meðan úrkoma eykst í norðri og í norð-vestri. Útreikningar og framtíðarspár á styrkleika og tíðni hitabylgna og flóða, auk breytinga á útbreiðslu sumra smitsjúkdóma og frjókorna geta haft neikvæð áhrif á heilsufar manna.

Loftslagsbreytingar fela í sér aukið álag á vistkerfi, sem leiðir til þess að margar plöntu- og dýrategundir færa sig norður á bóginn eða upp í fjallshlíðar. Slík þróun hefur neikvæð áhrif á landbúnað, skógrækt, orkuframleiðslu, ferðamennsku og innviði samfélaganna almennt.

Evrópsk svæði sem eru sérstaklega viðkvæm gagnvart loftslagsbreytingum eru:

 • suðurhluti Evrópu og svæðið í kringum Miðjarðarhafið (vegna aukinnar tíðni hitabylgna og þurrka);
 • hálendissvæði og fjallgarðar (vegna aukinnar bráðnunar snævar og íss);
 • strandsvæði, óshólmar og flæðisléttur (vegna hækkandi sjávarstöðu og aukinnar úrkomu, flóða og fárviðra);
 • Nyrsti hluti Evrópu og heimskautasvæðin (vegna hækkandi hitastigs og bráðnandi íss).

 

Orsakir loftslagsbreytinga af mannavöldum

Gróðurhúsalofttegundir eru losaðar bæði frá náttúrulegum ferlum og af mannavöldum; mikilvægasta náttúrulega gróðurhúsalofttegundin í lofthjúpnum er vatnsgufa. Athafnir mannkynsins losa mikið magn af öðrum gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp Jarðar, og auka þannig styrkleika þessara lofttegunda í andrúmsloftinu sem eykur gróðurhúsaáhrif og veldur hlýnun loftslags.

Aðal uppsprettur gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum eru:

 • bruni á jarðefnaeldsneyti (kol, olía og jarðgas) til rafmagnsframleiðslu, flutninga, iðnaðar og til heimilisnota (CO2);
 • landbúnaður (CH4) og breytingar á landnotkun eins og skógareyðing (CO2);
 • urðun úrgangs (CH4);
 • notkun á flúorlofttegundum til iðnaðar.

Stefna ESB

Nokkur mismunandi verkefni að frumkvæði ESB miða að því að skera niður losun gróðurhúsalofttegunda:

 • fullgilding á Kyoto bókuninni: fullgildingin krefst þess að 15 aðildarríki ESB (ESB-15) dragi úr sameiginlegri losun sinni á tímabilinu 2008 til 2012 um 8% fyrir neðan þá losun sem var árið 1990;
 • sífellt er verið að vinna að því að bæta orkunýtingu margvíslegs tækjabúnaðar og heimilistækja;
 • lögbundin er aukin notkun endurnýjanlegra orkugjafa eins og vindorku, sólarorku, vatnsorku og lífmassaorku auk þess sem lögð er áhersla á aukna notkun lífeldsneytis og sambærilegs eldsneytis; 
 • stuðningur er við þróun tækni sem fangar koltvíoxíð og geymir það (CCS tækni) sem miðar að því að fanga og geyma CO2 sem er losað af orkuverum og öðrum stórum verksmiðjum;
 • starfar í gegnum verslunarkerfi með losunarkvóta (EU ETS), sem er lykiltæki ESB til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði.

Loftslags- og orkupakki ESB frá 2009, felur í sér bindandi löggjöf um að framfylgja 20-20-20 markmiðum ekki seinna en árið 2020: um er að ræða minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda innan ESB um a.m.k. 20 % miðað við losun ársins1990, 20 % af orkunotkun ESB skal koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum, og 20 % minni orkunotkun í lykilþáttum samanborið við áætlaða framtíðarþróun.

ESB er einnig að setja aðlaganir að loftslagsbreytingum í forgang innan stefnumótunar ESB; árið 2013 skal umfangsmikil aðlögunaráætlun fyrir ESB vera til staðar sem á að styrkja viðnám Evrópu gegn áhrifum loftslagsbreytinga. Árið 2012, mun ESB setja af stað nýtt upplýsingakerfi sem er helgað loftslagsbreytingum, áhrifum þeirra, viðkvæmni svæða og möguleikum til aðlögunar.

Fáðu frekari upplýsingar um stefnu ESB í loftslagsmálum

Aðgerðir innan Evrópska efnahagssvæðsins (EES)

Með því að veita upplýsingar um loftslagsbreytingar í Evrópu, styður EES við framfylgni löggjafar um mótvægisaðgerðir og aðlögun að loftslagsbreytingum innan Evrópu. EES styður einnig mat á stefnu ESB og þróun langtíma áætlana til að vinna að mótvægisaðgerðum og aðlagast loftslagsbreytingum. Upplýsingakerfi EES (gögn, vísar, mat á stöðu, framtíðarspár) leggur áherslu á mótvægisaðgerðir (þróun losunar gróðurhúsalofttegunda, útreikninga, stefnumótun og aðgerðir), og á áhrif loftslagsbreytinga og aðgerðir til aðlögunar í Evrópu. EES hýsir Upplýsingamiðstöð Evrópu um loftslagsmál, og mun stjórna ESB Clearinghouse um áhrif loftslagsbreytinga, viðkvæmni einstakra svæða og aðlögun frá árinu 2012 og eftirleiðis.

EES vinnur í nánu samstarfi með framkvæmdastjórn ESB (DG Climate Action, DG Joint research centre, Eurostat), sérfræðingum frá Málefnamiðstöð Evrópu um loft og mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum (ETC/ACM), og um áhrif loftslagsbreytinga, viðkvæmni svæða og aðlögun (ETC/CCA) og innan landsnets EES (Eionet).

Lykilaðgerðir og árangur eru:

 • árleg samantekt og útgáfa á birgðaskrá ESB um gróðurhúsaslofttegundir;
 • árlegt mat á framförum ESB og Evrópuríkja, og hvernig þeim miðar í áttina að ná markmiðum Kyoto og ársins 2020;
 • greining á sameiginlegum ávinningi vegna stefnumótunar á sviði loftslagsbreytinga og loftgæða;
 • mat á áhrifum loftslagsbreytinga í Evrópu;
 • greining á loftslagsbreytingum og málefnum er varða aðlögun svæða, þar með talið yfirlit yfir aðgerðir einstakra landa til aðlögunar;
 • greining á viðkvæmni einstakra landsvæða gagnvart loftslagsbreytingum.


EES hýsir Upplýsingamiðstöð Evrópu um loftslagsmál, og mun viðhalda og stjórna ESB Clearinghouse um áhrif loftslagsbreytinga, viðkvæmni einstakra svæða og aðlögun frá árinu 2012 og eftirleiðis.

Fáðu frekari upplýsingar um aðgerðir innan EES

Tengdir tenglar

Geographic coverage

Europe
Áskriftir
Nýskráning til þess að fá skýrslur frá okkur (á prentuðu og/eða rafrænu formi) og ársfjórðungslegt e-fréttabréf.
Fylgjast með okkur
 
 
 
 
 
Umhverfisstofnun Evrópu (EEA)
Kóngsins nýjatorgi 6
1050 Kaupmannahöfn K
Danmörku
Sími +45 3336 7100