næsta
fyrri
atriði
Note: new versions of the publication are available!

Dobrísmatið - Yfirlit

INNGANGUR

Page Síðast breytt 19 Apr 2016
3 min read

Lönd í Evrópu

Albanía
Andorra
Austurríki
Belgía
Bosnía-Herzegovína
Bretland
Búlgaría
Danmörk
Eistland
Finnland
Frakkland
Grikkland
Holland
Hvíta Rússland
Írland
Ísland

Ítalía
Kasakstan (að hluta)
Króatía
Kýpur
Lettland
Liechtenstein
Litháen
Luxemburg
Fyrrum Júgóslavn. Makedónía
Malta
Moldóva
Mónakó
Noregur
Páfagarður
Pólland
Portúgal
Rúmenía
Rússneska samveldið (að hluta)
San Marínó
Serbía-Svartfjallaland
Slóvakía
Slóvenía
Spánn
Sviss
Svíþjóð
Tékkland
Tyrkland (að hluta)
Úkraína
Þýskaland

INNGANGUR

Rit þetta er ágrip umfangsmikillar skýrslu um evrópskt umhverfi sem starfshópur Evrópubandalagsins hefur samið fyrir Umhverfisstofnun Evrópu í samvinnu við Efnahagsnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu (UNECE), Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP), Efnahags- og samvinnustofnunina (OECD), Evrópuráðið, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO), Alþjóðanáttúruverndarráðið (IUCN) og Hagstofu Evrópubandalagsins (Eurostat), ásamt einstökum löndum í Evrópu. Skýrslan nefnist Umhverfi Evrópu: Dobríšmatið og fjallar um ástandið í umhverfismálum í nær 50 Evrópulöndum.

Skýrslan er ætluð öllum þeim sem starfa við umhverfismál og þeim sem hafa almennan áhuga á málaflokknum. Henni er ætlað að skapa hlutlægan grundvöll fyrir skipuleggjendur og þróunaraðila sem fást við stefnumörkun og áætlanagerð í umhverfismálum og svæðaskipulagi. Einnig ætti hún að þjóna þeim tilgangi að veita upplýsingar um og vekja athygli á þeim umhverfisvanda sem Evrópa á við að glíma nú á dögum.

Yfirlit þetta hefur verið gert til þess að gera skýrsluna aðgengilegri með því að kynna nokkrar helstu niðurstöður hennar og árangur sem náðst hefur.

Forsaga skýrslunnar

Á Umhverfis- og þróunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (UNCED), sem haldin var í júní 1992, var lögð áhersla á að öll lönd yrðu að bera sameiginlega ábyrgð á vernd umhverfisins ef sjálfbær þróun ætti að verða að veruleika. Aðgerðaáætlun UNCED, sem nefnist "Dagskrá 21", veitir yfirlit yfir nauðsynlegar aðgerðir til þess að stöðva umhverfishnignun og snúa henni við svo að sjálfbær þróun verði í öllum löndum.

Þessi áhyggjuefni hafa og verið grundvöllur aðgerða af hálfu ýmissa aðila í Evrópu. Ráðherraráðstefnan í Björgvin í maí 1992, sem fjallaði um varanlega þróun á evrópska efnahagssvæðinu, lagði áherslu á þörfina á bættri skýrslugerð um ástand umhverfisins. Vegna breytinganna í mið- og austurhluta Evrópu var haldinn sameiginlegur fundur umhverfisráðherra þaðan og frá Evrópusambands- og EFTA-ríkjum í Dublin í júnímánuði 1990. Á þeim fundi kom fram sú hugmynd að haldnar yrðu reglulega ráðherraráðstefnur um umhverfismál. Sú fyrsta af þessum Evrópuráðstefnum var haldin í Dobríškastala í fyrrum Tékkóslóvakíu í júní 1991. Það var á þeirri ráðstefnu sem beðið var um skýrslu þessa um ástand umhverfismála í Evrópu. Önnur ráðstefnan var haldin í Luzern (1993) og hin þriðja er áætluð í Sofíu 1995 með það fyrir augum að samþykkja umhverfisáætlun Evrópu (EPE) en skýrsla þessi er undirstöðuframlag til hennar.

Tilhögun skýrslunnar

Skýrslan er í nokkrum hlutum. Í I. hluta er kynning á samhenginu og skýrslutækninni sem notast er við. Í II. hluta er mat á ástandi umhverfisins á átta mismunandi sviðum. Í III. hluta er fjallað um það álag sem umhverfið er undir og í IV. hluta er ástæðum þess, umsvifum manna, lýst á átta mismunandi sviðum. Í V. hluta er samantekt um tólf meiri háttar umhverfisvandamál í Evrópu. Aðalatriði skýrslunnar eru talin upp í VI. hluta og þar er teknar saman helstu niðurstöður sérhvers umfjöllunarefnis, viðbrögð og möguleikar á stefnumótun, sem og öryggi og eyður í upplýsingunum. Hastofa Evrópubandalagsins (Eurostat) gefur út sérstakt fylgirit með tölfræðilegum upplýsingum.

   
 

Permalinks

Skjalaaðgerðir