next
previous
items

 

UMHVERFISSTOFNUN EVRÓPU EEA

(KAUPMANNAHÖFN)

TILKYNNING UM LAUST STARF

Hlutverk Umhverfisstofnunar Evrópu (vísað er til Official Journal of the European Communities nr. L 117 frá 5. maí 1999) og netverks þess, EIONET, er að veita Evrópusambandinu og aðildarríkjunum traustar upplýsingar fyrir stefnumörkun og mat á umhverfismálum, að upplýsa almenning, svo og að veita vísindalegan og tæknilegan stuðning í því sambandi. (Vefur stofnunarinnar er á http://www.eea.eu.int)

Hjá Umhverfisstofnun Evrópu er nú unnið að því að fullkomna valaðferðir með það fyrir augum að setja saman biðlista fyrir:

Verkefnisstjóra á sviði orkumála (tímabundin ráðning, A7/A6)

Tilvísunarnúmer: EEA/A/00/1

 

STARFSLÝSING:

Verkefnisstjóri heyrir í starfi sínu undir yfirmann framkvæmdaáætlana fyrir samþætt mat og skýrslugerð, og ber ábyrgð á

  • uppbyggingu á greiningu og mati orkumála, eftir geirum atvinnulífsins, til að efla samþætt skýrslugerðarferli fyrir umhverfismál.
  • upplýsingasöfnun um orkumál til að ákveða samband umhverfisálags, umhverfisspjalla og aðgerða.
  • vinnu við að þróa aðferðir til að afla traustari upplýsinga um orkumál fyrir samþætt umhverfismat og samþættar umhverfisspár, í því skyni að bæta stefnumörkun.
  • stuðningi við almennar framkvæmdaáætlanir um samþætt umhverfismat og uppbyggingu sviðsmyndaraða til að stuðla að framförum á sviði umhverfismála hjá stofnuninni.

HÆFNIKRÖFUR

Sérstakar kröfur:

  • Traust og örugg þekking á orkugeiranum með hliðsjón af umhverfismálum.
  • Fagleg reynsla af gagnasöfnun/stefnumörkunarvinnu/umhverfisstýringu og svipuðum þverfaglegum þáttum í orkugeiranum.
  • Nauðsynleg þekking og reynsla í tengslum við greiningatæki eins og t.d. sviðsmyndaraðir.

Almennar kröfur:

Hver umsækjandi verður að hafa

  1. ríkisborgararétt í aðildarríki að Umhverfisstofnun Evrópu
    (Aðildarríki Evrópusambandsins, auk Noregs, Íslands og Liechtenstein);
  2. háskólapróf eða samsvarandi hæfni á viðkomandi sviði;
  3. að minnsta kosti þriggja ára faglega reynslu er snertir það svið sem lýst er hér á undan;
  4. kunnáttu í að minnsta kosti tveimur opinberum tungumálum Evrópusambandsins. Enskukunnátta er eftirsóknarverður kostur;
  5. reynslu af því að vinna í fjöltyngdu umhverfi.

Umsóknum verða að fylgja skjallegar staðfestingar (einungis afrit) til sönnunar því sem staðhæft er í 1. og 2. lið hér á undan (ófullkomnar umsóknir verða ekki teknar til greina). Umsækjendur skulu vera við því búnir að þurfa að leggja fram sannanir fyrir öðrum atriðum verði farið fram á það.

 

 

ALMENN SKILYRÐI

Þeir sem valdir eru úr hópi umsækjanda verða skráðir á biðlista fyrir viðkomandi starf og þeim kann að verða boðinn samningur sem gildir í allt að 5 ár með möguleika á endurráðningu, í samræmi við ráðningarskilmála fyrir aðra starfsmenn Evrópusambandsins (OJ nr. L 56, 4. 3. 1968).

Vettvangur starfsins er í Kaupmannahöfn.

Umsóknir skulu settar fram á réttu eyðublaði Umhverfisstofnunar Evrópu sem fæst:

 

  1. Á netinu: Viðkomandi eyðublað Umhverfisstofnunar Evrópu ásamt texta þessarar auglýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu stofnunarinnar sem er http://www.eea.eu.int.
  2. Beint frá starfsmannadeild Umhverfisstofnunar Evrópu (e-póstur: kathryn.winther@eea.eu.int - fax: +45 33 36 72 71 - sími: 45 33 36 71 46).

 

 

Útfyllt umsóknareyðublað Umhverfisstofnunar Evrópu, ásamt undirskrift og umbeðnum skjallegum staðfestingum svo og ítarlegu æviágripi og tilgreindu tilvísunarnúmeri starfsins, bæði á umsókninni og umslaginu, verður að berast (einungis með almennum pósti) eigi síðar en 27. mars 2000 (dagsetning póststimpils) til eftirtalins heimilisfangs:

 

European Environment Agency

Human Resources and Administrative Services

Kongens Nytorv 6

DK-1050 København K

Danmark

 

Hjá stofnuninni er þess jafnan gætt að allir hafi jafna möguleika.

Vakin er athygli á eftirtöldum atriðum sem hafa mikla þýðingu:

Umsóknir verða því aðeins teknar til greina að

  • þær berist eigi síðar en þann dag sem tilgreindur er (dagsetning póststimpils gildir);
  • þær séu fylltar þannig út að þær séu læsilegar, með undirskrift og dagsetningu;
  • þeim fylgi ljósrit af prófskírteinum og skjali er sanni þjóðerni umsækjanda;
  • tilvísunarnúmer starfsins (EEA/A/00/1) sé greinilega skráð í umsókninni og á umslaginu.

Permalinks

Document Actions