next
previous
items

TILKYNNING UM LAUST STARF 3-2001

Umhverfisstofnun Evrópu opnar valferli með það fyrir augum að setja saman biðlista fyrir eftirfarandi stöðu:

Ritari (C5/C4) - Tilvísun nr. EEA/C/2001/2

Starfslýsing:

Almenn ritarastörf og aðstoð við verkefni og þjónustu stofnunarinnar, þar á meðal allmörg eða flest eftirtalin verkefni:

  • Uppköst að bréfum, skjalaskráning og -vistun
  • Stuðningsvinna við stjórnun
  • Undirbúningur og aðstoð við skipulagningu funda
  • Umsjón heimilisfangalista og póstsendinga
  • Annast vistun skjala á vef stofnunarinnar
  • Sjá um símasambönd, viðhalda eindagaskrá
  • Gerð glæra og kynningarefnis

Kröfur um hæfni og reynslu:

  • Framhaldsmenntun, staðfest með prófskírteinum
  • Minnst þriggja ára reynsla sem ritari
  • Næg tölvuþekking fyrir ritarastörf
  • Ábyrgðartilfinning, einnig í sambandi við meðferð trúnaðarskjala

Almennar kröfur

Aðeins þeir koma greina sem uppfylla eftirtalin almenn skilyrði á síðasta skiladegi umsókna:

  • Ríkisborgararéttur í aðildarríki Umhverfisstofnunar Evrópu (Aðildarríki Evrópusambandsins, auk Noregs, Íslands og Liechtenstein); EÐA
  • Ríkisborgararéttur í einhverju hinna nýju aðildarríkja EEA (Búlgaríu, Lýðveldinu Tékklandi, Eistlandi, Ungverjalandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi, Rúmeníu, Lýðveldinu Slóvakíu, Slóveníu, Kýpur, Möltu, Tyrklandi). Ráðning ríkisborgara í einhverju þessara landa er háð staðfestingu á samkomulagi um EEA aðild.
  • Uppfylling krafna samkvæmt liðnum “Kröfur um hæfni og reynslu.”
  • Fullur ríkisborgararéttur.
  • Uppfylling lagakrafna, ef einhverjar eru, um herskyldu.
  • Að hafa skapgerð sem starfið útheimtir.
  • Fullkomið vald á tungumáli eins af aðildarríkjum EEA og fullnægjandi vald á einu af tungumálum þeirra að auki. Enskukunnátta er æskileg.

Umsóknarferli:

Umsóknir skulu settar fram á réttu EEA eyðublaði (skilyrði) sem fæst:

  1. Á netinu: Viðkomandi eyðublað EEA ásamt texta þessarar auglýsingar er hægt að nálgast á vefsíðu EEA sem er http://org.eea.eu.int/organisation/jbs/index.html. (Heimasíða EEA er: http://www.eea.eu.int).

  2. Með því að hafa samband við Birgitta Døssing (netpóstur: birgitta.dossing@eea.eu.int, bréfsími +45 33 36 72 71, sími +45 33 36 72 22).

Útfyllt EEA umsóknareyðublað, undirritað og með greinilegu tilvísunarnúmeri starfsins, bæði á umsókninni og á umslaginu, verður að berast ásamt tilskildum fylgigögnum til

European Environment Agency
Personnel Department
Kongens Nytorv 6
DK-1050 København K
Danmörk

Umsóknir verða því aðeins teknar til greina að

  • þær berist eigi síðar en þann dag sem tilgreindur er (dagsetning póststimpils gildir);
  • þær séu fylltar þannig út að þær séu læsilegar, með undirskrift og dagsetningu;
  • þeim fylgi ljósrit af viðeigandi prófskírteinum;
  • þeim fylgi ljósrit af skjali er sannar þjóðerni umsækjanda;
  • tilvísunarnúmer starfsins sé greinilega skráð í umsókninni og á umslaginu.

Síðasti skiladagur umsókna:

31-01-2002

Valdir umsækjendur verða settir á biðlista fyrir umrætt starf og vera kann að þeim verði boðinn starfssamningur í allt að fimm ár með möguleika á endurráðningu í samræmi við ráðningarkjör annarra starfsmanna Evrópusambandsins.

Hjá stofnuninni er þess jafnan gætt að allir hafi jafna möguleika.

Vettvangur starfsins er í Kaupmannahöfn.

UMSÓKNAREYÐUBLAÐ


Troubles in downloading the PDF-file?

If you're having troubles in downloading the PDF-file, please go to the trouble shooting page.


[top]

Permalinks

Document Actions