next
previous
items

Framkvæmdaráð Evrópu hefur ákveðið, í framhaldi af ákvörðun stjórnunarnefndar Umhverfisstofnunar Evrópu þann 15. mars 2002, að auglýsa eftir umsóknum fyrir stöðu
.
Framkvæmdastjóra Umhverfisstofnunar Evrópu
.
Umhverfisstofnunin, sem er stofnun á vegum Evrópusambandsins, var sett á fót samkvæmt reglugerð sambandsins 1210/90 (samkvæmt breytingum í reglugerð sambandsins 933/99) og er staðsett í Kaupmannahöfn.


Stofnunin
: Síðan hún var sett á fót árið 1994 hefur stofnunin orðið helsta upplýsingalind Evrópusambandsins og aðildarríkja við þróun umhverfisstefnu. Sem slík gegnir stofnunin lykilhlutverki í að hjálpa Evrópu í stefnu sinni um sjálfbæra þróun. Sá umsækjandi sem hlýtur stöðuna mun þurfa að sýna þá hæfni og stjórnunarhæfileika sem þarf til að tryggja að stofnunin uppfylli hlutverk sitt. Stofnunin fær stuðning frá umhverfisathugunar- og upplýsingamiðstöðvum með bækistöðvar í ESB,  Liechtenstein, Íslandi og Noregi. Stækkun um 13 meðlimi er aðaláskorunin fyrir hinn nýja framkvæmdastjóra. Vefsetur stofnunarinnar (www.eea.eu.int) veitir nánari upplýsingar.


Starfslýsing
: Framkvæmdastjórinn er lagalegur fulltrúi stofnunarinnar og andlit hennar út á við. Hann eða hún svarar til Stjórnunarnefndarinnar. Meðal sérstakra skyldna eru:

  • Að vinna með Stjórnunarnefnd við að þróa og ná að uppfylla hlutverk stofnunarinnar í umhverfismálum;

  • dagleg stjórnun hinna rúmlega 80 starfsmanna stofnunarinnar og ráðstöfunarfés hennar, sem er um 28 milljón €;

  • undirbúningur og dreifing upplýsinga um umhverfismál;

  • undirbúningur árlegra og fjölærra vinnuáætlana.

Skipun í stöðuna: Stjórnarnefnd stofnunarinnar mun skipa umsækjanda í stöðuna samkvæmt tillögu frá Framkvæmdaráði Evrópu.


Starfsforsendur
: Framkvæmdastjóri verður skipaður lausráðinn starfskraftur samkvæmt 2. grein skilyrða um starfsráðningar á öðru starfsfólki í Evrópusambandinu (Conditions of Employment of Other Servants of the European Communities). Starfsráðningin verður á A.2 stigi, með 5 ára endurnýjanlegum ráðningarsamningi.


Nauðsynleg starfsskilyrði
:

  • Sú staðfesta og stjórnunarhæfni sem þarf til að stofnunin gegni hlutverki sínu.

  • Að eiga samskipti við hlutaðeigendur og byggja um náin starfssambönd.

  • Að hafa sannað sig sem stjórnandi fyrirtækis, bæði á skipulagslegum og innri stjórnunargrundvelli.

  • Að minnsta kosti 15 ára starfsreynsla (eftir að hafa lokið háskólagráðu eða sambærilegu) á sviði viðkomandi verkefnum stofnunarinnar, þar af að minnsta kosti fimm ár við stjórnunarstörf;

  • Ítarleg þekking á a.m.k. einu hinna opinberu tungumála Evrópusambandsins og viðunandi þekking í öðru. Góð enska kæmi sér vel.

  • Háskólagráða eða sambærileg menntun sem veitir rétt á framhaldsnámi (post-graduate nám).

  • Umsækjandi ætti að vera fæddur eftir 01.01.1943

  • Góður skilningur á stofnunum ESB, umhverfisstefnu ESB, tengdri þróun á alþjóðagrundvelli og öðrum stefnum sem tengjast starfsemi stofnunarinnar.

Þjóðerni: eitt af aðildarlöndum stofnunarinnar, þar með talin lönd þar sem staðfesting á aðild er í vinnslu, að því skyldu að staðfesting hafi átt sér stað þegar stjórnunarnefnd stofnunarinnar skipar í stöðuna (þetta á við um Pólland og Tyrkland).

 

Umsækjendur sem svöruðu síðustu auglýsingu eftir starfsumsóknum (gefin út 20. júlí 2001 í opinberu fréttabréfi ESB) eru minntir á að því umsóknarferli hefur verið lokað. Ef viðkomandi umsækjendur hafa enn áhuga á umsókn, þá VERÐA þeir að sækja um á ný innan skilafrests og láta fylgja öll viðeigandi skjöl.

 

Til að umsóknir séu taldar gildar þurfa aðilar sem hafa áhuga á stöðunni að senda bréf um ástæðu umsóknarinnar, útfyllt umsóknareyðublað og starfssögu sína á frjálsu formi, hámark 3 blaðsíður á heimilisfangið hér fyrir neðan í skrásettum pósti í síðasta lagi þann 26. júlí 2002 (dagsetning póststimpils gildir).


European Commission
Directorate General for Personnel and Administration
Unit Admin.A.5
Executive Director of the EEA
Office MO 34 5/105
B-1049 Brussels


Download

UMSÓKN UM STÖÐU FRAMKVÆMDASTJÓRA



Image: HELP! [small]

Troubles in downloading the PDF-files?

If you're having troubles in downloading the PDF-files, please visit our trouble shooting page.


Permalinks

Document Actions