next
previous
items

AUGLÝSING UM LAUSA STÖÐU 7-2002


Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) er að skipuleggja valferli með það fyrir augum að setja saman lista varðandi:


Tilvísunarnr. EEA/B/2002/6 - Verkefnafulltrúar – Tímabundnir starfsmenn (B5/B4)


Starfslýsing:


Verkefnafulltrúar munu veita stjórn EEA og vísindanefnd EEA skrifstofuaðstoð og/eða tæknilegan stuðning við þróun starfsverkefna og við umhverfis/svæðisbundna vinnu.


Starfssvið:


Starfssvið verkefnafulltrúa er blanda af eftirfarandi:

  • Skrifstofa fyrir stjórn EEA, stjórnarnefnd og stjórnarteymi;
  • Skrifstofa fyrir vísindanefnd EEA;
  • Stuðningur við undirbúning starfsverkefna EEA;
  • Stuðningur við verkefnastjóra við að þróa og útfæra verkefni (t.d. ritstjórn, vinnslu á tölfræðilegum gögnum, viðhald og aðgangsveitingu að gagnasöfnum og netkerfi);
  • Undirbúningur og aðstoð við skipulagningu og útfærslu funda og ráðstefna;
  • Samhæfing og undirbúningur efnis í skýrslur og kynningar;
  • Vinna við tölvunet EEA og vefsetur (skjalaumsýsla, aðildarumsjón á vefsetrum með aðgangsorði);
  • Stuttar kynningar.

Starfsskilyrði og reynsla:

  • Sérhæfð framhaldsskólamenntun eða sambærileg reynsla;
  • Minnst þriggja ára reynsla viðkomandi einu af fyrstu fjórum atriðum í starfsviði í listanum hér að ofan;
  • Þekking á stofnunum og vinnuaðferðum ESB;
  • Reynsla við umsjón funda, málstofa og ráðstefna;
  • Góð þekking á og notkun tölvubúnaðar í starfi;
  • Frumkvæði og geta til að stjórna eigin tíma og kröftum;
  • Þjónustulund, háttvísi og geta til að vinna í teymi með fólki af ólíkum uppruna.

Almenn skilyrði:


Umsækjendur verða að uppfylla eftirfarandi almenn skilyrði þegar umsóknarfrestur rennur út:

  • Vera þegn eins af aðildarríkja EEA (þ.e. aðildarríki Evrópusambandsins auk Íslands, Liechtenstein, Noregs, Búlgaríu, Tékklands, Eistlands, Ungverjalands, Lettlands, Litháen, Póllands, Rúmeníu, Slóvakíu, Slóveníu, Kýpur, Möltu og Tyrklands). Ráðning þegna nýrra aðildarríkja er undir því komin að staðfesting á EEA samkomulagi aðildarríkja sé fyrir hendi.
  • Standast kröfur um menntun eins og lýst er í „Starfsskilyrði og reynsla”;
  • Séu þegnar með fullan ríkisborgararétt;
  • Hafi uppfyllt alla herskyldu samkvæmt viðeigandi lögum;
  • Standist kröfur um persónugerð fyrir þær skyldur sem felast í starfinu;
  • Hafi góða kunnáttu í einu af tungumálum aðildarríkja EEA og viðunandi kunnáttu í öðru þeirra. Góð enskukunnátta kæmi sér vel.

Umsóknarferli:


Til að sækja um þurfa umsækjendur að nota rétt EEA umsóknareyðublað (nauðsynlegt), en það fæst:

  • 1. Á Internetinu: Hægt er að prenta út EEA umsóknareyðublaðið og textann í þessari starfauglýsingu með því að fara á vefsetur EEA: DOWNLOAD
  • 2. Með því að hafa samband við Ms Birgitta Døssing (tölvupóstur: birgitta.dossing@eea.eu.int,
    fax: +45 33 36 72 71, sími: +45 33 36 72 22).

Skila skal útfylltu EEA umsóknareyðublaði, rétt undirrituðu með tilvísunarnúmeri í skýrum stöfum bæði á eyðublaðinu og á umslaginu, ásamt viðeigandi skjölum á eftirfarandi heimilisfang:


Umhverfisstofnun Evrópu
Personnel Department
Kongens Nytorv, 6
DK-1050 Copenhagen K
Denmark


Einungis er unnt að taka umsóknina gilda ef:

  • hún er send ekki seinna en síðasta tilgreinda dag (dagsetning póststimpils gildir sem sönnun);
  • hún er læsileg, undirrituð og dagsett;
  • ljósrit af viðeigandi skírteinum fylgja;
  • ljósrit af skjali sem sannar þjóðerni (t.d. vegabréf) fylgir;
  • tilvísunarnúmer starfsins sem sótt er um er ritað bæði á eyðublaðið og á umslagið.

Umsóknarfrestur:


16-12-2002


Stofnunin ræður fólk á jafnréttisgrundvelli.


Vinnustaður verður í Kaupmannahöfn.


img_download.jpg

Download application form

The application form is available in the following languages:


bg.gif Bulgarian [249 Kb PDF] it.gif Italian [133 Kb PDF]
cs.gif Czech [246 Kb PDF] lt.gif Lithuanian [241 Kb PDF]
da.gif Danish [133 Kb PDF] lv.gif Latvian [244 Kb PDF]
de.gif German [42 Kb PDF] nl.gif Dutch [134 Kb PDF]
el.gif Greek [240 Kb PDF] no.gif Norwegian [134 Kb PDF]
en.gif English [130 Kb PDF] pl.gif Polish [248 Kb PDF]
es.gif Spanish [134 Kb PDF] pt.gif Portuguese [133 Kb PDF]
et.gif Estonian [134 Kb PDF] ro.gif Romanian [241 Kb PDF]
fi.gif Finnish [132 Kb PDF] sk.gif Slovak [245 Kb PDF]
fr.gif French [134 Kb PDF] sl.gif Slovenian [128 Kb PDF]
hu.gif Hungarian [238 Kb PDF] sv.gif Swedish [134 Kb PDF]
is.gif Icelandic [134 Kb PDF] tr.gif Turkish [267 Kb PDF]


Image: HELP! [small]

Troubles in downloading the PDF-files?

If you're having troubles in downloading the PDF-files, please visit our trouble shooting page.


Document Actions